Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 119
ur á salernalausum sveitaheimiluni. þar sem menn hægja
sér í fjósunum. Og til mjaltanna veljast þar helzt gamlar
konur, „sem engum þrifnaði hafa vanizt“.
Afenqisnautn. Kaffi og tóbak.
Áfengismálin eru sem fyrr erfiður kapítuli í íslenzku
þjóðlífi. Landlæknir getur þess, að skömmtun áfengis hafi
ekki gefið góða raun, enda var hún lögð niður. Þó getur
t. d. Ögurlæknirinn þess, að „samkomufylliríið“ hafi svo
til lagzt alveg niður. I öðru Vestfjarðahéraði segir lækn-
irinn hins vegar: „Áflog og ryskingar og önnur skemmt-
anaspjöll eru algeng á skemmtunum í sambandi við ölvun“.
— í Hornafirði segir héraðslæknirinn, að ýmsir, þótt
ekki t'eljist drykkjumenn, leggi sér til munns ýmislegan
óþverra, svo sem hárspíritus o. fl. -— Keflavíkurlæknirinn
segir, að 4 lögreglumenn þurfi við hverja skemmtun vegna
drykkjuskapar. — Það má vorkenna íslenzkum almenningi
þetta menningarstig.
HeSfefð ungbarna.
Það er íslenzkum mæðrum til mikils sóma, að þær leggja
flestar börn sín á brjóst. Samkv. skýrslum ljósmæðra eru
brjóstabörnin í Reykjavík 96.6%, en 89,7% annars staðar.
En sá er hængur á, að engar skýrslur eru um. hve lengi
börnin njóta móðurmjólkurinnar, og er það réttilega tekið
fram hjá Ólafsfjarðarlækninum. að skýrslurnar ná aðeins
til ástandsins eins og það er, þegar l.jósmóðirin fer frá
konunni. Fleiri héraðslæknar geta þess, að börnin muni
tekin of snemma af brjósti.’— Úr Seyðisfirði: „Ungbarna-
dauði enginn“. Þetta eru dásamlegar fréttir, en hafa lík-
lega aldrei verið birtar í blöðum eða útvarpi!
íþróttir.
Flestir héraðslæknar telja fremur dauft yfir íþrótta-
lífi nema skíðaíþróttinni norðanlands. Á Akureyri er
Heilbvif/t lif
231