Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 120
þess þó getið. að íþróttir séu með miklum blóma. Úr höf-
uðstaðnum eru ekki nein íþróttatíðindi. Skýrslurnar bera
með sér, að mest sé iðkað sund og skíðaferðir. Fróðlegt
væri að fá einhvern tíma fræðslu um hvernig ,.met“ ís-
lenzku íþróttamannanna standast samanburð við afrek
erlendra manna.
Skólacftirlit ot) barnauppeldi.
Skýrslur ná til 13462 barna. Læknar tel.ja skólastaði
góða fyrir 66,5% barnanna. Svo rammt kveður að salerna-
leysinu. að jafnvel sumir skólastaðir hafa ekkert náðhús.
Læknar láta annars mjög misjafnlega af ástandinu. I
einu bezt stæða og myndarlegasta sveitahéraði Suðuidands
eru skólamálin talin í ófremdarástandi — farkennsla í öll-
um hreppum ,.og kennari s.jaldan fleiri ár en eitt á hverj-
um stað“. Fleiri læknar kvarta líka undan því, að kennarar
komi og fari og, að á þeim mannaskiptum sé ekkert lát.
Væntanlega er það vegna lélegs aðbúnaðar á kennslu-
stöðunum. Úr Vestmannaeyjum koma þau góðu tíðindi, að
skólabörnum fari fram í þrifnaði og séu hreinni á höndum
og í hári en áður fyr.
Um barnauppeldið er fátt skráð, en þykir yfirleitt æði
ábótavant — kvartað undan agaleysi, ljótu orðbragði og
seinum háttatíma.
Samkomuhús og kirkjur.
I Vestmannaeyjum er þess getið, að kirkju og kirkju-
garði sé vel við haldið. Annars- þykir því víða ábótavant,
og kirkjur sums staðar vart embættisfærai' vegna kulda.
Öxarfjarðarlæknirinn getur þess,að fermingarbörn kvefist
stundum illa og veikist í köldum kirkjum og ber fram þá
hugmynd, að guðsþjónustur séu, þar sem svo hagar til,
látnar fram fara í öðru hitanlegu húsnæði, t. d. í skólum,
og megi prestar telja þær tíðagerðir sem messur. Land-
232
Heilbrigt lif