Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 122
ÁRSSKÝRSLA R. K. í. 1942
FRAM TIL AÐALFUNDAR 1943
I.
„ .. á aðalfundi 1. apríl 1942 gengu úr stjórninni Þor-
Stjorn.
steinn Schev. Thorsteinsson, Haraldur Árnason,
Kristín Thoroddsen og Bjarni Bjarnason. Yoru þeir Þorsteinn
Schev. Thorsteinsson og Haraldur Árnason endurkosnir, en í
stað Kristínar Thoroddsen og Bjarnaj Bjarnasonar voru kosin
Sigríðiu' Bachmann og Jóhann Sæmundsson.
á fundi aðalstjórnar 18. apríl 1942 færðist Gunnlaugur Ein-
arsson eindregið undan endurkosningu sem formaður. Sam-
kvæmt uppástungu hans var Sigurður Sigurðsson berklayfir-
læknir kosinn formaður og Jóhann Sæmundsson tryggingaryfir-
læknir varaformaður. Á fundinum var ákveðið, að senda frá-
farandi formanni þakkarávarp fyrir frábæran dugnað og áhuga
í starfi sínu sem formaður B. K. í. á árunum 1938- 1942.
Stjórnin var skipuð þannig á árinu:
Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir, formaðuV,
Jóhann Sæmundsson tryggingaryfirlæknir, varaformaður,
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali,
Magnús Kjaran stórkaupmaður,
Björn E. Árnason lögfræðingur,
Haraldur Árnason kaupmaður,
Sigurður Thorlacius skólastjóri,
Gunnlaugur Einarsson læknir,
Björn Ólafsson stórkaupmaður,
Guðmundur Thoroddsen prófessor,
Gunnlaugur Claessen yfirlæknir,
Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður,
Matthías Einarsson yfirlæknir,
Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri,
234
Ileilbrigt líf