Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 126
/
við 4 stærstu hverasvæði laiujsins (Hveragerði, Laugarvatn,
Haukadal og Reykholtsdal) til að liýsa hið brottflutta fólk, en
héraðsskólahúsin í Reykliolti og Laugarvatni, svo og Skólasel
Menntaskólans yrðu til ráðstöfunar fyrir brottflutta sjúklinga,
svo og þá, er kynnu að veikjast.
Mun tillaga þessi eigi hafa þótt framkvæmanleg.
F. Bréfskeyti, símskeyli og sendingaT til stríðsfanga víðs vegar
um heim hafa farið fram svipað og undanfarið og aukið mjög
á skrifstofustörf félagsins.
G. Fjársöfnun lil bágstaddra þjóða: I maí 1942 var leitað til
R. K. í. um að gerast aðili að fjársöfnun, sem hafin yrði hér á
landi til hjálpar norsku þjóðinni. Var strax fallizt á það. Þriggja
manna framkvæmdanefnd var kjörin til að veita söfnuninni for-
stöðu. f nefndina voru kosnir Guðlaugur Rósinkranz, ritari Nor-
ræna félagsins, formaður, Harald Faaberg, formaður Normands-
laget, og Sigurður Sigurðsson, formaður R. K. f. Hófst söfnunin
á þjóðhátíðardegi Norðmanna þ. 17. maí 1942. Hafa nú alls safn-
azt um 700 þús. krónur, og er gert ráð fyrir að ráðstafa fénu i
samráði við og samkvæmt óskum norska Rauða krossins strax
að ófriðnum loknum.
f febrúarmánuði s. I. var þess enn fremur óskað, að R. K. í.
gerðist aðili að söfnun, er hafin yrði hér á landi til handa R. K.
Ráðstjórnarríkjanna. R. K. í. sá sér eigi fært að taka virkan þátt
í slíkri söfnun, en samkvæmt samþykkt/stjórnarinnar undirritaði
formaður ávarp, er sent var út af forgöngumönnum söfnnnar-
innar, og var þar skorað á landsmenn að styrkja þessa söínun.
2. Heilsuverndarstarfsemi:
A. Sumardvalir barna 1942: í febrúarmánuði hófust umr.eður
milli stjórnarvalila ríkis og bæjar um sumardvalir barna árið
1942. Varð samkomulag um, að ö manna nefnd, sumardvalar-
nefnd, skvldi annast allar framkvæmdir undir forystu R. K. í.
í nefndina voru tilnefndir: Kristjón Kristjónssón forstjóri og
Sigurður Sigurðsson yfirlæknir af hálfu ríkisins, Arngnmur
Kristjánsson skólastjóri og Haraldur Árnason kaupmaður af
hálfu Reykjavíkurbæjar og Þorsteinn Schev. Thorsteinssoh lvf-
sali af R. K. 1., og var hann kjörin'n formaður nefndarinnar.
Skrifstofustjóri nefndarinnar var ráðinn Gísli Jónasson yfir-
kennari. Öllum rekstri var hagað samkvæmt reynslu undanfar-
andi ára. Hófst starfsemin í byrjun júnímánaðar og stóð fram
238
Heilbrif/I líf