Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 128
H. Heilsuverndarstarfsemin í Sandgerði og yfirlit um bað-
starfsemina 1942 var birt í síðustu ársskýrslu.
Á þessari vertíð hafa böðin verið notuð mjög inikið. einkum
steypiböðin. Höfðu um 1000 böð verið afgreidd um miðjan apríl-
mánuð. Aðsókn að finnsku böðunum hefur verið svipuð og
undanfarið.
3. Líknarstarfsenun.
A. Hjúkrunarstarfsemin í Sandgerði: Skýrsla um starfsemina
árið 1942 var birt í síðustu ársskýrslu. í ár hefur hún verið rekin
með sama fyrirkomulagi. Um miðjan aprílmánuð höfðu 22
sjúklingar legið í skýlinu og legudagafjöldi var nálægt 200.
Hjúkrunaraðgerðir munu vera svipaöar og áður.
B. Sjúkraflutningur: Sjúkrabifl'eiðar R. K. í. fluttu á árinu 1942
alls 1750 sjúklinga, þar af 140 utanbæjar. 38 slasaðir menn voru
fluttir ókeypis. Flutningsgjöldin hafa verið hækkuð og eru nú
kr. 12.00. Sjúkrabifreiðarnar eru orðnar gamlar og injög úr sér
gengnar. Viðgerðarkostnaður því mjög mikill. Hafa veriö gerðar
ráðstafanir til að útvega 2 nýjar bifreiðar, aðra til Reykjavikur
en hina til Akurevrar.')
C. Sjúkrakassar hafa verið endurnýjaðir og þeim fjölgað
nokkuð.
4. Frætislustarfsemi.
A. Námskeið í hjálp í viðlögum:
I. I Reykjavík (Austurbæjarbarnaskólanum) í september
desember 1942. Námsgreinar: 1. stöðvun blæðinga, 2. lífgun úr
dauðadái, 3. umbúnaður uni sár, 4. uinbúnaður um beinbrot, 5.
flutningur slasaðra, (i. eitranir, 7. lost (shock), 8. heilbrigðis-
fræði, 9. hjúkrun í heimahúsum. Námskeiðið stóð 24 20 klst.
Munnleg og verkleg kennsla. Þátttakendur alls 105, m. a. lögreglu-
þjónar höfuðstaðarins. Próf tóku 140. Kennarar: Sigurður Sig-
urðsson, form. R. K. f., Jóhann Sæmundsson, varaform. R. K. I.,
Bjarni Jónsson, ritari R. K. 1., frk. Sigríður Bachmann, kennslu-
hjúkrunarkona í Landspítalanum, frk. Laufey Halldórsdóttir,
hjúkrunark. R. K. í., og Jón O. Jónsson, fltr. Slysavarnafél. Isl.
2. Á Akranesi fór fram námskeið í hjálp í viðlögum í novem-
ber 1942 við góða aðsókn, undir stjórn frk. L. Halldórsdóttur
hjúkrunarkonu.
‘) Þær eru nú teknar í notkun.
240
Heilbrinl líf