Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 137
börnin til aö vinna sjálf fyrir þeim aurum, sem þau leggia
mörkum til liknarstarfsemi.
Nokkrar U.R.K.-deildir hreyfðu 'því á fundi í vetur að gera
að því gangskör næsta vetur að ná samhandi við hörn í öðruin
sýslum eða iandshlutum, og skiptast á viðfangsefnum og gjöfum.
í einum skóla í Reykjavík fengu allar U.R.K.-deildirnar fjóra
skóladaga í janúar s. I. til þess að safna myndum og fróðleik
um ýmiss konar efni i möppur, syo sem U.R.K.-deildir gera víðs
vegar erlendis. Starf þetta var unnið af kappi og tókst ailvel.
Möppurnar eru svo geymdar í skólanum til uppörvunar og keppni
fyrir U.R.K.-deiIdirnar á næsta ári.
Börn úr U.R.K.-deildum barnaskólanna önnuðust tvo útvarps-
barnatíma í vetur: Sunnudaginn 28. febrúar og sunnudaginn 7.
marz þ. á.
Vegna þeirra rausnarlegu gjafa, sem íslenzkum börnum bárust
frá börnum í U.R.K.-deiIdum í Ameríku veturinn 1941/2, var
börnum í U.R.K.-deildum í Ameríku sent þakkarávarp frá ís-
lenzkum börnum í árslokin 1942. Avarpið var samið, skrifað
og myndskreytt af barni. Það var þýtt á ensku og talað á
plotu.
U.R.K.Í. hefur síðan fengið tilkynningu frá Ameríku um, að
ávarpið hafi vakið ánægju amerískra barna, og hefur afriti af
ávarpinu og „kópíeringu" af plötunni verið dreift til U.R.K.-
deilda í Ameríku.
A þessum vetri hafa enn borizt gjafir frá U.R.K.-börnum í
Ameríku. Gjafirnar voru að þessu sinni þrenns konar: Keikföng,
pennaveski og sælgæli. Gjöfum þessum var útbýtt á vegum
U.R.K.Í. til barna á öllmn þeim stöðum hér á landi, sem R.K.
starfar, og hefur gjiifunum verið útbýtt í blutfalli við fjölda
skólabarna á hverjum stað.
Prentun og afgreiðslu Unga Islands hefur Víkingsprent í
Reykjavík annazt samkvæmt sérstökum samningi. Ritstjórar voru
Sigurður Helgason og Stefán Jónsson, kennarar. Rlaðið kom út
í 10 heftum, og hafði R. K. hvorki kostnað né tekjur af útgáf-
linni. Samningurinn við Vikingsprent hefur verið endurnýjaður
fyrir árið 1942.
//eilhrif/l lil
249