Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 138
S K Ý R S L A
RauSa Kross deildar Akraness áriS 1942.
I. Stjórnin.
Aðalfutulur R. K. d. Ak. var haldinn sunnudaginn 15. man
1942. Dagskrá fundarins var samkvæmt G. gr. félagslaga.
Nokkru fyrir fundinn liafði gjaldkeri deildarinnar, lyfsali
Fríða Proppé, eindregið beiðzt undan endurkosningu í stjórn-
ina. Kjörnefnd sú, er deildarstjórnin hafði skipað samkv. H. lið
4. gr. laganna, hafði lagt til, að fyrrverandi stjórn yrði endiv-
kosin, að viðbættri hjúkrunarkonu Lovísu Lúðvíksdóttur í stað
þeirrar, er undan kosningu hafði beiðzt, Tiilaga þessi var ein-
róma samþykkt.
Hin kjörna stjórn kom saman á fund 17. marz og skipti þannig
með sér störfum:
Formaður: Fyrrverandi liéraðslæknir, Ólafur Finsen.
Varaform.: Dr. med. Árni Árnason, héraðslæknir.
Ritari: Frú Elísabet Guðmundsdóttir.
Gjaldkeri: Frú Tngunn Sveinsdóttir.
Meðstjórnendur: Svafa Þorleifsdóttir, skólastj., Lovísa Lúð-
víksdóttir, hjúkrunarkona, og Hallgrímur Rjörnsson, keknir.
II. Stjórnarsiörf.
á árinu hafa verið haldnir G bókfærðir fundir.
Eins og undanfarið ár, hefir stjórnin verið í samstarfi við
loftvarnanefnd, og iiafa fulltrúar úr þeirri nefnd mætt á nokkr-
um stjórnarfundum og rætt um framkvæmdir loftvarnamála, sér-
stakiega viðvíkjandi líknarstarfsemi og hjúkrun, ef til loftárása
kæmi. Stjórnin gekkst fvrir því, að gamla skólahúsið fengist til
afnota sem hjálparstöð yfir sumartímann, og' var þar komið fyrir
tveim uppbúnum rúnnun og á takteinum höfð öll þau hjúkrunar-
gögn, sem deildin hefur yfir að ráða. Þegar skólinn tók til
starfa um haustið, var stöðin flutt í Vesturgötu 35, og er hún
þar nú.
Þegar loftvarnamerki voru gefin, var hjúkrunarlið deildar-
innar jafnan og stundvíslega til taks á hjálparstöðinni ásamt
læknum deildarinnar.
í samlagi við Slysavarnadeild bæjarins gekkst stjórnin fyrir
tveimur námskeiöum í hjálp í viölögum. Fyrra námskeiðið var
haldið í seinni hluta marzmánaðar við sæmilega þátttöku. Seinna
námskeiðið stóð l(i. 21. nóv. Var þá einkum lögð áherzla á
lífgun drukknaðra. Kennslu á báðum námskeiðunum liafði á
hendi Jón O. Jónsson, fulltrúi Slvsavarnafélags Islands. Þótt
250
Heilbrigt lif