Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 145
hluta vetrar, og þótti þá réttast afi geyma hana til sumardagsins.
fyrsta. Var þessum gjöfum þá útbýtt meðal skólabarna allra, svo-
og þeirra barna, er dvöldu í sjúkrahúsinu hér vegna vanlieilsu.
Síðari sendingin var aðallega sjúkraáhöld og lijúkrunar,
kom um mitt sumar. Átta rúmstæði, átta dýnur, þrír koddar,
þrjátíu og fjögur teppi og tvennar sjúkrabörur. — Eru munir
þessir í vörzlum deildarinnar eða þeirra manna, sem stjórnin
hefir falið umsjá þeirra.
NámskeiS.
Xámskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum var haldið á vegum
deildarinnar — eins og næstliðið ár á undan — í síðastliðnum
nóvembermánuði. Stóð frá 16. til 28. þess mánaðar.
Kennshi önnuðust læknarnir báðir: Kjartan Jóhannsson og
Baldur Johnsen, og frk. Oktavía Gísladóttir (hjúkrun).
Kennslan fór fram í Herkastalanum, og lánuðu foringjar Hjálp-
ræðishersins húsnæði án endurgjalds.
Þátttakendur voru aðeins 13.
Stjórnarstörf o. fl.
Stjórnin hefir haldið nokkra fundi bæði viðvíkjandi umgetnum
athöfnum og til ráðagerða um önnur málefni, þó ekki hafi enn
náð til framkvæmda. Má þar helzt nefna „baðstofu“ eftir finnskri
fyrirmynd. Hefir stjórnin aflað sér nokkurra upplýsinga í þvi
efni, um kostnað og gerð, en húsnæði til þess ófáanlegt.
fíréf hefir stjórnin skrifað, nokkuð viðkomandi málefnum
deildarinnar, einnig sent þeim þakkarkveðjur, er deildinni hafa
sent gjafir eða veitt annan stuðning. Ennfremur sent erindi til
loftvafrianefndar bæjarins viðkomandi þeirri tilhögun.
Fétagar eru nú (samkv. meðf. skýrslu gjaldkera) í árslok 120.
í deildina hafa gengið á árinu 6 nýir félagar, en úr hafa
gengið og fhitzt burtu 8 félagar.
ísafirði i marzmán. árið 1943.
S K Ý R S L A
um slarfsemi RauSa Kross deildar Siglufjarfiar
frá 2.9. marz 1942 til 29. marz 1943.
I’etta annað starfsár Rauða Kross deildarinnar í Siglufirði
hefir verið fremnr viðburðasnautt. Starfsemi deildarinnar hefir
verið minni og fábreyltari en stjórnin hefði óskað.
Einsog síðastliðið ár, beindust störfin mest að því, að undirbúa
Heilbrigl líf
257