Mosfellingur - 09.03.2023, Blaðsíða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
Félag aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Yoga námskeið fyrir 60 +
Yoga námskeið er fyrirhugað frá 14.
mars í 4 vikur ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið verður á þriðjudögum kl.
14:00 hjá félagsstarfi Mosfellsbæjar
Hlaðhömrum 2 í íþróttasal. Nánari
upplýsingar í síma: 8457490.
Opið hús/menningarkvöld.
Jógvan í Hlégarði
Opið hús/
menningar-
kvöld verður
mánudaginn
13. mars 2023.
Í Hlégarði,
klukkan 20:00.
Sveitungi
okkar, Jógvan
Hansen, mun skemmta okkur með
söng og sögum eins og honum er
einum lagið. Kaffinefndin verður svo
með sitt rómaða kaffihlaðborð að
venju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 (posi
er ekki á staðnum). Með kveðju
Menningar- og skemmtinefnd FaMos.
Ferðalög framundan
Ný ferðanefnd FAMOS hefur tekið
til starfa og er fyrirhuguð dagsferð
innanlands snemma í júní og ferð
til útlanda snemma í september en
báðar þessar ferðir verða kynntar fyrir
lok mars.
Tiffanys glervinnsla/Mósaík
5 vikna námskeið byrjar 20. mars. Um
er að ræða alls 5 skipti 20. og 29. mars,
3., 12. og 26. apríl. Verð er 10.000 kr.
Kennt er frá kl. 11:30-15:00. Leiðbein-
andi er Guðbjörg Stefánsdóttir.
Öll áhöld og efni verða á staðnum.
Höfum það gaman saman í vetur og
sköpum fallega hluti saman. Þeir sem
hafa áhuga á að vera með endilega
hafið samband við okkur áður í félags-
starfið í síma 586-8014 virka daga milli
13-16 eða á elvab@mos.is
Félagsvist
Félagsvist er spiluð alla föstudaga
kl. 13:00 hjá
okkur í borð-
sal Eirhamra
Hlaðhömrum
2. Allir
velkomnir. Aðgangur er ókeypis en
auðvitað er alltaf frír kaffisopi og
vinningur ef heppnin er með þér.
Útsaumur og postulín Minnum
á frábæru hópana okkar, postul-
ínshópur kemur saman og málar á
postulín þriðjudaga og fimmtudaga
til skiptis kl. 11:30 og einnig útsaums-
hópur sem hittist alla miðvikudaga kl
12:30. Allir velkomnir að vera með.
gaman Saman SÖNgUr
Hlaðhömrum kl. 13:30, næstu skipti
eru 16. mars og 30. mars og alltaf
annan hvern fimmtudag í vetur.
STJórN FaMOS
Jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari
s. 898 3947 krist2910@gmail.com
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður
s. 896 7518 asath52@gmail.com
Hlaupið til góðs
- 6 tíma maraþon
Laugardaginn 18. mars verður
hlaupið til góðs fyrir Píeta samtökin
á hlaupabrautinni að Varmá. Farnir
verða 7 km á hverjum klukkutíma
milli 9 og 15 og hvíld tekin þar til
nýr klukkutími hefst, eða samtals
42 km á 6 klukkutímum. Allir geta
tekið þátt á sínum forsendum
með fjölskyldu eða vinum en hægt
verður að hlaupa eða labba einn
hring, hlaupa allan tímann og allt
þar á milli. Hægt verður að styrkja
Píeta samtökin með því að kaupa
aðgang að hlaupinu á 2.500 kr. fyrir
hvern klukkutíma sem þú vilt taka
þátt og fer miðasala fram á Tix.is.
Aðalmarkmið hlaupsins er að vekja
athygli á Píeta samtökunum og má
því mæta án þess að kaupa miða.
Píeta samtökin eru góðgerðasamtök
sem sinna forvarnarstarfi gegn
sjálfsvígum, sjálfsskaða og styðja
við aðstandendur. „Með hlaupinu
viljum við leggja okkar af mörkum
til að vekja athygli á Píeta samtök-
unum og vonandi safna einhverjum
peningum fyrir samtökin í leiðinni,
enda eru þau algerlega rekin fyrir
söfnunarfé og styrki,“ segir Börkur
Reykjalín skipuleggjandi.
Tilraunaverkefni í sex mánuði • Minni matarsóun • Hægt að deila mat með öðrum
frískápur nú aðgengilegur í
mosfellsbæ allan sólarhringinn
Komið hefur verið upp frískáp í Mosfellsbæ þar sem
bæjarbúar geta skipst á mat. Góð leið til til að sporna við
matarsóun, bæði hægt að deila mat og bjarga mat.
„Ég var búin að sjá svona útfærslu í Reykjavík og hef
lengi verið hugsa um hvernig við gætum komið upp
slíkum skáp hér í Mosó,“ segir Gerður Pálsdóttir. „Mér
áskotnaðist ísskápur og gat ekki hugsað mér að henda
honum. Mér var þá bent á hann Marco sem vinnur hjá
Mosfellsbæ og hefur einmitt komið á laggirnar svona
verkefni í Reykjavík. Hann tók dáldið við keflinu og hefur
leitt þetta áfram.“
Treysta á náungakærleika í verki
„Það er t.d. tilvalið að setja hér inn afganga eftir
veislu eða frá fyrirtækjum, það getur hjálpað öðrum. Við
munum svo skiptast á að hafa eftirlit með skápnum og
treystum á náungakærleikann,“ segir Marco Pizzolato.
Góðir vinir komu að því að byggja í kringum skápinn
svo hann ætti að geta staðið úti allan ársins hring. Þá
hefur Mosfellsbær aðstoðað við staðsetningu og fleira.
Sérstakar þakkir fær Byko fyrir byggingarefnið, Krzystof
Pakosz og Ania Szymkowiak fyrir uppsetninguna og
Birgir Grímsson og Guðmundur Sverrisson fyrir hjálp og
flutninga.
Frískápurinn er tilraunaverkefni til næstu sex mánaða
og verður spennandi að sjá hvernig Mosfellingar taka
þessari nýjung.
Hægt er að fylgjast með stöðunni á frískápnum á
Facebook. Skápurinn er staðsettur fyrir neðan Kjarna þar
sem Bónus var áður til húsa og var með vöruafgreiðslu.
Frískápur er deiliskápur sem hefur það að markmiði
að minnka matarsóun með því að deila neyslu-
hæfum mat milli fólks. Öllum er frjálst að setja og taka
úr skápnum hvenær sem þeim hentar og nýta þar með
matvæli sem annars yrði hent.
frískápur í Mosfellsbæ
gerður og marco við
frískápinn við kjarna