Mosfellingur - 09.03.2023, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 09.03.2023, Blaðsíða 14
 - Bæjarblað í 20 ár14 Listasalur Mosfellsbæjar Áhrifavaldur í Listasalnum Næsta sýning í Listasal Mosfellsbæjar er Áhrifavaldur = Shinrin Yoku eftir Rósu Traustadóttur. Opnun er laugardaginn 18. mars kl. 14-16. Sýningin er vatnslitasýning og ber nafn sýningarinnar þess merki að náttúran og skógurinn eru miklir áhrifavaldar í lífi lista- mannsins. Daglega gengur listamaðurinn meðfram Varmánni og við Reykjalundar- skóg. Þar upplifir hún mismunandi flæði eftir árstíðum bæði hvað varðar gróður, fuglasöng og vatnsflaum í ánni. Skógarganga og viðvera í skóginum er vísindagrein sem japanskir vísindamenn hafa mælt og rannsakað, og þykja Shinrin Yoku eða skógarböð hafa heilandi áhrif á fólk. Ilmkjarnaolíur sem unnar eru úr íslensk- um skógum frá Nordic Angan eru notaðar á sýningunni til að mynda þennan sérstaka ljúfa og heilandi ilm skógarins. Síðasti sýningardagur er 15. apríl. Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Gerðu garðinn fínan! Nýjung í Bókasafni Mosfellsbæjar- plokktangir til útláns í 30 daga í senn Skema verður með smiðju í teiknimyndaforritun í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 18. mars kl. 12:30-15:30. • Kodu Gamelab er þrívítt forritunarumhverfi sem er sérsniðið að ungum byrjendum í forritun. • Í smiðjunni munu þátttakendur læra að skrifa sögu á sögu- borði, sérsníða heim utan um söguna og forrita hana. Í lokin fá þátttakendur að deila sögunum sínum með öðrum í smiðjunni. • Aldursviðmið: 7-10 ára. • Skráning í smiðjuna er nauðsynleg því aðeins 15 pláss eru í boði. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á evadogg@mos.is. Teiknimyndaforritun í Kodu Gamelab fyrir 7-10 ára 18. mars kl. 12:30-15:30 Í smiðjunni munu þátttakendur læra að skrifa sögu á söguborði (e. storyboard), sérsníða heim utan um söguna og forri- Skráning í smiðjuna er nauðsynleg því aðeins 15 pláss eru í boði. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á Bókasafn Mosfellsbæjar Þorvaldur Friðriksson rithöfundur og fornleifafræðingur heldur erindi um áhrif Kelta á tungu og menningu Íslendinga. í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 16. mars kl. 16:30

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.