Mosfellingur - 09.03.2023, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 09.03.2023, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 „Við erum búin að breyta nafninu á staðn- um okkar hér í Þverholtinu í Bankinn Bis- tro, en hér var fyrst opnað í lok árs 2019,“ segir Karen Arnardóttir rekstrarstjóri og nú bankastjóri. „Staðurinn hét áður Barion og við mun- um að sjálfsögðu bjóða upp á sömu góðu þjónustuna áfram enda sami góði hverfis- staðurinn í Mosó. Sömu eigendur og sama kennitala en nú færum við okkur nær upp- runanum, enda var hér starfræktur banki í fjöldamörg ár, bæði Búnaðarbankinn og síðar Arion banki. Nú verðum við hins vegar eini bankinn í bæjarfélaginu, eins skrýtið og það hljómar. Það verður bara aðeins meiri gleði í okkar banka.“ Í Bankanum er hægt að setjast niður í mat og drykk t.d. í gömlu bankahvelfing- una frá fyrri tíð en hún var flóknasta fram- kvæmdin á sínum tíma þegar húsnæðinu var breytt í veitingastað. Bankinn Bistro er veitingastaður, hverfis- bar, sportbar og félagsheimili fullorðna fólksins í Mosfellsbæ. Öll verð vaxtalaus og óverðtryggð „Við erum alltaf að betrumbæta mat- seðilinn okkar og reyna að höfða til sem til flestra. Við bjóðum upp á ýmsar nýjungar og höfum líka náð að lækka verð á einhverju. Þá erum við komin með pizzur á matseð- il sem hafa farið mjög vel af stað en þær eru í boði á kvöldin og um helgar. Í hádeginu alla virka daga bjóðum við svo upp á heit- an mat, það hefur mælst einkar vel fyrir og fjöldinn allur af fastaviðskiptavinum sem koma dag eftir dag. Á föstudögum ætlum við að byrja að bjóða upp á hlaðborð með lambakjöti og meðlæti en ætlunin er að gestir geti tekið hraustlega til matar um leið og þeir koma inn fyrir dyrnar. Þá verða gerðar einhverjar breytingar hér innanhúss á næstunni og staðurinn fær andlitslyftingu í takt við nýtt nafn.“ Viðburðir í hverri viku „Viðburðirnir okkar verða einnig á sín- um stað áfram en hér eru haldin bingó, pubquiz, prjónakvöld, skákmót, krakkabíó og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Fótbolta- áhugafólk horfir hér líka á helstu kappleiki. Við erum alltaf opin fyrir hugmyndum og hægt er að senda okkur póst á bankinn@ bankinnbistro.is. Hugmyndin að nýja nafninu hefur verið í deiglunni í þónokkurn tíma og verður vel tekið á móti Mosfellingum sem og að sjálf- sögðu öllum viðskiptavinum nú sem fyrr í Bankanum,“ segir Karen. Sami góði hverfisstaðurinn • Eini bankinn í Mosfellsbæ Nafninu breytt í Bankinn Bistro karen arnardóttir bankastjóri í þverholti 1 blásið til veisluskemmtilegir tónleikar mosfellingarnir léttir í lundi - siggi hansa, diddú, biggi haralds, stefanía svavars og davíð ólafs komu fram með stórsveit íslands Stórsveit Íslands undir stjórn Daða Þórs Einarssonar stóð fyrir glæsilegum tónleik- um í Lundi í Mosfellsdal, höfuðstöðvum Lambhaga. Mosfellskir stórsöngvarar stigu á stokk með sveitinni, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Hansson, Birgir Haraldsson, Stefanía Svavarsdóttir og Davíð Ólafsson. Stórsveitin er skipuð 20 hljóðfæraleik- urum, blöndu atvinnu- og áhugamanna og er æft einu sinni í viku. Mosfellingar fjölmenntu á tónleikana sem voru afar vel sóttir á þessu óvenju- lega tónleikastað. Verkefnið var styrkt af menningar- og lýðræðisnefnd Mosfells- bæjar. Mosfellsk tónlistarveisla Héldu flotta tónleika í gróðurhúsi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.