Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1890, Qupperneq 15
Sigurðar Kristjánssonar.
1S
Ljóðmæli
Kristjáns Jónssonar,
Önnur útgáfa.
----#----
zÆgty’ jáns Jónssonar og annara íslenzkra ljóðabóka, mun
" óhætt að fullyrða það, að sárfá ljóð hafi vinsælli orðið
alþýðu manna hjer á landi. Ljóðmælin liafa nú um mörg ár ver-
ið alveg uppseld og einatt borguð margföldu verði, er kostur
heíir verið á brúkuðu eintaki. Eptirspurn hefir þannig verið mik-
il eptir þeim, og hefir það hvatt mig tii að kaupa prentrjett
að nýju upplagi af þeim, sem út mun koma á minn kostnað í
sumar. Kvæðin sjálf verða prentuð að öllu óbreytt, nema
röðinni lítið eitt vikið við, og svo sem 3—4 klúr kvæði felld
úr. Æfisögu skáldsins og inngangsorð hefir útgefandinn, Jón
ritstjóri Ólafsson, ritað um á ný og aukið og bætt, liana frá
því sem í fyrri útgáfunni var, og er vonandi að það verði tal-
ið til bóta en eigi spillis. Mynd höfundarins verður látin fylgja
útgáfunni.
Verð bókarinnar mun verða um 2 kr. 50 au. til 3 kr. innhept;
bókin vönduð að öllum frágangi og prentuð á góðan pappír
með skýru letri af venjulegri leturstærð.
Keykjavík, 22. marz 1890.
Sigurður Kristjánsson.