Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Page 1
6ó'0>ó
ÚTGEFANDI: SAMBAND SMÁSÖLUVERZLANA
IÆsl
1. tbl.
Reykjavík, febrúar 1953.
4. árg.
r
Agrciningur kdldsala og smásala.
Það hefur að vonum vakið almenna athygli, að
kaupsýslumenn hafa undanfarið deilt nokkuð í
blöðum og útvarpi, enda sjaldgæft fyrirbrigði, að
skoðanamunur stéttarinnar innbyrðis komi á prent.
En aðfarir V. I. og síðar Fél. ísl. stórkaupm.
gagnvart smákaupmönnum í málinu út af vöru-
skiptum við A.-Þýzkaiand hafa verið með þeim
hætti, að ekki varð um þagað.
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna fær heimild til
þess að selja A.-Þjóðverjum frosinn fisk fyrir 18
millj. króna í vöruskiptum. Sölumiðstöðin treystir
sér ekki til þess að kaupa inn vörur fyrir svo stóra
upphæð á eigin spýtur og gerir bandalag við S.Í.S.
og V. I. upp á þriðjungsaðild. Jafnframt er því sleg-
ið föstu af þessum aðilum, að nauðsynlegt sé að
stofna til sérstakrar félagsstofnunar, svo að þessi
viðskipti megi takast og raunar til þess að annast
önnur fleiri síðar meir, bæði við A.-Þýzkaland og
önnur lönd. Það skal strax tekið fram hér, að þegar
Samband smásöluverzlana komst í málið, var stór-
lega dregin í efa nauðsyn þess, að svo víðtækur
og einokunarkenndur félagsskapur væri nauðsyn-
legur þessum viðskiptum, og bendir nú þegar margt
til þess, að sú efasemd hafi ekki verið ástæðulaus.
Sölumiðstöðin felur V. 1. að fá þátttöku kaup-
sýslustéttarinnar á breiðum grundvelli en það hafði
sniðgengið S. S. gersamlega og pukrað með málið.
I byrjun nóvember vitnast um félagsstofnunina og
eftir að S. S. og Fél. ísl. iðnrekenda hafa snúið
sér til S. H., neyðist V. 1. til þess að bjóða þessum
félögum þátttöku í félagsstofnuninni, og var hún
ákveðin á margumtöluðum fundi, sem skrifstofu-
stjóri V. I. boðaði til hinn 4. desember.
AhD
Iðnrekendur og S. S. tilnefndu innan tveggja
daga, eða 6. des., fulltrúa sína í stjórn vöruskipta-
fél., en komið var nærri jólum, þegar varafulltrúi
stórkaupmanna var tilnefndur.
Á fundinum 4. nóv. lýsti skrifstofustjóri V. I.
því hátíðlega yfir, að V. I. yrði ekki aðili að félag-
inu. Því væri aðeins falið að koma hlutdeild kaup-
sýslunnar á laggirnar. Síðan hyrfi það úr málinu
en hinir raunverulegu stofnaðilar kæmu í staðinn.
Um 20. des. er komið annað hljóð í strokkinn, Þá
setja stórkaupmenn fram þá kröfu, að Verzlunar-
ráðið verði aðili kaupsýslunnar. Því var að sjálf-
sögðu neitað af S. S. og iðnrekendum. Hið fyrr-
nefnda var alls ekki í V. I. og hið síðarnefnda hafði
ákveðið að ganga úr því um áramótin. Þessir aðilar
töldu það heldur ekkert feimnismál, að nöfn þeirra
kæmu fram sem þátttakenda og stofnaðila að vöru-
skitpafélaginu, þar sem þeir tilnefndu stjórnarmenn.
Á fundi hinna fjögra tilnefndu stjórnarmanna
og varastjórnarmanna kaupsýslunnar, tveggja
heildsala, eins fulltrúa S. S. og eins fulltrúa iðn-
rekenda, hinn 29. des., sprakk blaðran: Heildsal-
arnir tiikynntu, að þeir einir yrðu fulltrúar
kaupsýslunnar í vöruskiptafélginu. Ekki er enn ljóst
hvaðan þeim kom valdið til slíks. Þessu var mót-
mælt alveg sérstaklega við S. H., sem átti frum-
kvæði í málinu, en þrátt fyrir loforð hennar 30.
desember um, að hún skyldi athuga málið og láta
S. S. og F. 1. I. vita, áður en málinu yrði haldið
lengra var kallaður saman stofnfundur í vöru-
skiptafélaginu þrem klukkust. síðar, án þess að
hinir tilnefndu stjórnarfulltrúar S. S. og iðnrek.
væru boðaðir.
ssókasafn}
9 1.4 3.1 |
~5'1
f S J