Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Blaðsíða 3

Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Blaðsíða 3
Verðntiðnr í sýningArgluggum verxlnnn. Alþingi samþykkti 17. des. s.l. svohljóðandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um það, að verzlanir séu skyldaðar til þess að hafa verðmiða á þeim varningi, sem settur er til sýnis í búðarglugga, sýningarkassa, eða á annan hátt.“ Viðskiptamálaráðherra hefur nýlega skrifað Sambandi smásöluverzlana um þessa ályktun og segir svo m. a. í bréfi hans: „Þar sem ráðuneytið telur, að heimild skorti til þess að skylda verzlanir til að hafa slíka verð- miða í sýningargluggum, eru það tilmæli ráðu- neytisins, að þér stuðlið að þvi, að meðlimir yðar taki tillöguna til eftirbreytni". Þess skal getið að skrifstofa S. S. hefur gert ítrek- aðar tilraunir til þess að fá allskonar verðmiða frá þeim löndum, sem hægt hefur verið að fá innflutn- ingsleyfi á, en þær tilraunir hafa ekki borið árangur enn. En fyrsta skilyrði þess að kaupmenn almennt taki upp verðmerkingar eru, að ódýr og smekkleg verðspjöld fáist til þess. Hvort heppilegt er fyrir kaupmenn að verð- merkja vörur sínar í gluggum hlýtur að fara mikið eftir því um hvaða vöru eða vörutegund er að ræða. Enda er það afar misjafnt, hversu kaupmenn sinna því. Margar vörur eru þess eðlis að ógerningur er að verðmerkja þær í hverju einstöku tilfelli. Bæði getur það orðið of mikið verk, þegar um mikinn fjölda og fjölbreytni vörunnar er að ræða og þegar sýnd er vara, sem vegna sérstakra gæða er dýr, þá getur það aftrað viðskiptavinum frá að skoða hana nánar. En það eykur án efa sölu á flestum algengum vörum, ef almenningur sér verð hennar í glugga og léttir honum völina auk þess, sem það sparar bæði kaupanda og afgreiðslufólki tíma. Það er einnig þægilegt fyrir fólk, sem skoðar í búðarglugga eftir lokun, að geta séð strax hvað varan kostar. Til fróðleiks er hér birtur kafli úr grein, sem birtist í janúarhefti „The National Chamber of Trade Journal“: Höfundur segir svo: „Ég fór morgun einn til þess að kaupa mér skyrtu. f glugga gamallar, vel- þekktrar verzlunar voru ágætar skyrtur, einmitt það sem mig vanhagaði um, en ekkert verð var á þeim. Ég fór ekki inn til þess að spyrja um verðið og þannig gekk ég fram hjá einum þrem verzlun- um. Fjórða verzlunin, sem ég kom að, hafði allar skyrtur verðmerktar og það tók mig enga stund að velja mér skyrtu við mitt hæfi áður en ég fór inn“. Það eru sjálfsagt margir, sem hugsa svipað. Blaðið vill að endingu taka undir tilmæli ráð- herrans og biður kaupmenn að verðmerkja vörur sínar í gluggum, þegar því verður við komið og heppilegt getur talizt. Aðalíundur Fél. vefnnðnrvöruhaupmannfl var haldinn 11. febrúar s.l. — Sú breyting var gerð á lögunum, að aðalfundur skal haldinn í febrú- ar ár hvert í stað nóvember áður. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Helgason, for- maður, Árni Árnason, Björn Ófeigsson, Gunnar Hall og Halldór R. Gunnarsson, meðstjórnendur og í varastjórn eru Helga Thorberg og Hjörtur Jónsson. prýðilegt. Það er mesti styrkur S. S., að sérhags- munir einstakra manna hafa alls ekki gert vart við sig innan vébanda þess. Og það hefur komið greini- lega í ljós, að enn er alls ekki öll von úti um það, að kaupmenn geti talizt þarfir þjóðfélagsþegnar, á borð við aðrar stéttir. Gengið hefur að visu verið æði lágt á þessari stétt meðal íslenzku þjóðarinnar fram að þessu. En ef verzlunarstéttin þorir að halda á málum sínum af einurð og sanngirni fyrir opnum tjöldum, þá þarf hún ekkert að óttast. Um samtök og samstarf kaupsýslumanna skal þetta sagt: I ölium nágrannalöndunum hafa smá- kaupmenn eigin félagsskap og heildsalar sinn, al- gjörlega óháðir hvor öðrum. I Noregi er þó sú undantekning, að þar hafa þessir óháðu aðilar þó einskonar sameiginlega stofnun. Mér er kunnugt um, að i Danmörku er t. d. samstarf smákaup- manna og heildsala ágætt, þótt þeir telji alveg fráleitt að vera saman í félagi. Reynsla undan- genginna ára sýnir okkur ljóslega, að að þessu ber og að stefna hjá okkur. Það er ekkert samstarf, þótt nafnið sé eitt, og setið sé við sama borð, ef heilindi eru engin og annar aðilinn telur það skyldu sina að leika á hinn. Þá fyrst, þegar bæði smákaup- menn og stórkaupmenn mætast jafnréttháir við samningaborðið, er von um samstarf. VERZLUNAHTÍDINDIN 3

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.