Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 1

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 1
\ÍHZLUNAHTÍÐINDIN ÚTGEFANDI: SAMBAND SMÁSÖLUVERZLANA 1. tbl. Reykjavík, desember 1950 1. árg. r BLAÐI því, er hér hefur göngu sína, er ætlað að vera óháð málgagn frjálsrar, ís- lenzkrar verzlunar. Tilgangurinn með útgáfu blaðsins er í stuttu máli þessi: 1. Vinna að afnámi hvers konar hafta í innanríkis- og utanríkisverzlun ís- lendinga. 2. Gefa kaupsýslumönnum kost á að ræða áhugamál sín varðandi verzlun og viðskipti. 3. Flytja lesendum sínum fréttir um verzlunarmál, svo og hvert það efni annað, sem getur orðið frjálsri, ís- lenzkri verzlun til gagns og fram- dráttar. 4. Síðast en ekki sízt er blaðinu, sam- kvæmt lögum Sambands smásölu- verzlana, ætlað að vera almennt mál- gagn þess. Þannig er tilgangur blaðsins aðallega tví- þættur, annars vegar sá, að vera vettvang- ur fyrir málefni verzlunarinnar í heild, hins vegar og jöfnum höndum sá, að vera málgagn þeirra, sem hafa smásöluverzlun að aðalatvinnu, og bundizt hafa í Sambandi smásöluverzlana samtökum um sérmál sín. Á hvoru tveggja er hin brýnasta þörf. Það er staðreynd, að góð og hagkvæm verzlun er lífsskilyrði hverrar þjóðar, en ekki sérmál þeirrar stéttar, sem verzlunar- atvinnu stundar. Það er líka staðreynd, að verzlunarhöft og sú skerðing á athafna- frelsi einstaklingsins, sem þeim fylgir, vinna gegn því að athafnalífið beinist inn á þær brautir, sem til mestra heilla horfir fyrir þjóðarheildina. Þegar þessa er gætt, leyfum vér oss að vænta, að viðleitni vorri til þess að bæta verzlunarháttu og styðja málsvara frjálsrar verzlunar í baráttu þeirra fyrir fullkomnu verzlunar- og at- hafnafrelsi, verði vel tekið. Hversu mikið vinnast kann á í þessu efni, fer m. a. eftir því, hver stuðningur oss verður veittur af þeim, sem oss eru sammála um markmiðið. LANDSBOKASAFN Jíl .‘814 60

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.