Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 2
Frjáls verzlun - haftaverzlun tslenzk verzlun hefur nú um 19 ára skeið verið háð útflutnings- og innflutningshöftum. Aðeins þeir, sem nú eru komnir til fullorðinsára, hafa af eigin raun aðstöðu til þess að gera samanburð á frjálsri verzlun og haftaverzlun. Meðal annars af þeirri orsök hljómar hugtakið „frjáls verzlun“ æði ókunnuglega í eyrum margra, og enda þótt illar afleiðingar haftakerfisins blasi hvarvetna við, þá er engu líkara en menn séu farnir að sætta sig við það sem óhjákvæmilega nauðsyn og hafi ekki dug til að rísa gegn ósómanum. Þó er þess ennþá minnzt á hátíðum og tyllidögum, að verzlunin hafi verið „gefin frjáls“ árið 1854 og sá atburður jafnvel settur á borð með og nefndur í sömu andránni og endurreisn alþingis 10 árum fyrr árið 1844, stjórn- arskráin 20 árum síðar 1874, heimastjórnin 30 ár- um síðar árið 1904, lýðveldisstofnunin 40 árum síð- ar árið 1944 og upphaf þúsund ára friðarríkis á jörðunni, sem pýramídinn kvað segja að hefj- ist 50 árum síðar, árið 1994! Það mætti því ætla, að „frjáls verzlun" væri mönnum ólíkt hugstæðari en raun virðist bera vitni um. En ekki hefur samt orðið vart mikils kvíða hjá leiðandi mönnum með þjóð vorri í sambandi við væntanleg hátíðahöld að liðnum fjórum árum, þegar fagna skal 100 ára afmælis þeirrar frjálsu verzlunar, sem glæstustu frumherjar íslenzkrar sjálfstæðis- baráttu gáfu þjóðinni, en skammsýnir stjórnmála- menn vorra tíma sáu um að ekki varð nema rúm- lega hálfáttræð. Framleiðsla vor er fábreytt og einhliða. Því er- um vér neyddir til þess að eiga margbrotin við- skipti við aðrar þjóðir, enda er utanríkisverzlun vor geysimikil miðað við stærð þjóðarinnar. Fyrir stríðið mun innflutningur á hvern íbúa landsins hafa verið meiri en með nokkurri annarri þjóð í Evrópu. Af því leiðir, að það veltur á eigi alllitlu fyrir hag einstaklinganna hvernig slíkum viðskipt- um er háttað, enda eru það kunnar staðreyndir úr sögu þjóðarinnar, að þá hefur henni vegnað vel, bæði menningarlega og efnalega, þegar verzlunin hefur staðið með blóma, annars illa. Nægir í þessu sambandi að benda á tvennt: Það er talið, að van- 2 . --------------------------------------------- máttur íslendinga til þess að halda uppi viðskipt- um við aðrar þjóðir hafi átt einna ríkastan þátt í falli hins forna, íslenzka þjóðveldis. Á hinn bóg- inn gerði Jón Sigurðsson verzlunarfrelsi að öðru höfuðmálinu í sjálfstæðisbaráttunni, næst á eftir sjálfu hinu pólitíska sjálfstæði. Er það eitt af ó- tvíræðustu dæmunum um framsýni hans, því óhætt er að fullyrða, að verzlunarfrelsið frá miðri síð- ustu öld hafi frekar en nokkuð annað vakið þjóð- ina, gefið henni trú á landið og sjálfa sig og mjög flýtt fyrir fullum árangri í sjálfri sjálfstæðisbar- áttunni. Ein viðsjárverðasta hliðin á ríkjandi ástandi í verzlunarmálum vor íslendinga er ófrelsi einstakl- ingsins. Jafn. óhjákvæmilegt og það er hverju sið- uðu þjóðfélagi, að setja reglur um, hvað sé siðsam- legt og heiðarlegt í samskiptum manna, jafn hættulegt er það og líklegt til þess að valda upp- reisn gegn þeim hinum sömu reglum, að ganga svo langt sem gert hefur verið á þeirri braut, að takmarka rétt einstaklingsins til þess að velja og hafna. Ótvíræðasti kostur við frjálsa verzlun frá sjón- armiði einstaklingsins er hið frjálsa val hans, að mega velja það af vöruframboðinu, sem hann hef- ur tækifæri til þess að veita sér. Þess á hann eng- an kost nú svo heitið geti. Hinn almenni neytandi á um það litla sem enga völ, hvernig hann ver tekjum sínum. Innflutningur varanna stjórnast ekki af því, hvað neytandinn vill kaupa, heldur af því, hverju þar til settar nefndir og ráð ætlast til að dreift skuli til neytendanna. Slík afskiptasemi og árás á sjálfsákvörðunarrétt neytandans er m. a. varin með því, að þetta sé nauðsynleg ráðstöfun til þess að takmarka það magn af vörum, sem flutt verði til landsins, m. ö. o., með gjaldeyrisskorti. Þetta er hin viðsjárverðasta blekking. Það verður jafn mikið keypt, hvort sem valið er frjálst eða ekki, miðað við sömu þjóðartekjur. Fái neytand- inn ekki það, sem hann helzt girnizt, kaupir hann það næst bezta. Sé vöruframboðið samt sem áður takmarkað svo mjög, að það verði minna en eftir- spurnin, leiðir það óhjákvæmilega til verðhækk- VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.