Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 9
Hættulegir menn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að um mörg undanfarin ár hafa tveir stéttarhópar manna verið ofsóttir af einkennilegu ofurkappi, nefnilega húseigendur og kaupmenn. En nú upp á síðkastið virðist heldur hafa dregið úr ofsóknunum á hend- ur húseigendum, aftur á móti sýnist hreint æði hafa gripið blöð og verðlagsyfirvöld á síðustu tím- um, að upplýsa hvað kaupmenn séu hættulegir, og hvað öflugar ráðstafanir þurfi að gera til að halda þeim í skefjum. Kaupmenn hafa lítið gert að því að bera hönd fyrir höfuð sér, þeir hafa haft léleg samtök og eru að margra dómi meinhægðarmenn allflestir. En það er dálítið einkennilegt, að ég minnist ekki að neitt af dagblöðunum hafi tekið málstað þeirra, hvað þungum sökum sem þeir hafa verið bornir, og get- ur ástæðan ekki verið önnur en hræðsla við almenn- ingsálitið, því það er búið að hamra það inn í fólk- ið, að þetta séu eiginlega ekki menn, heldur bófar, sem fjölda föngulegra manna þurfi til að halda í skefjum. Ég ætla nú að taka nokkur dæmi úr dagblöðum bæjarins til að sanna mál mitt: TÍMINN. Þann 8. þ. m. kynnir blaðið lesendum sínum frumvarp, sem frk. Rannveig Þorsteinsdóttir hefir lagt fram á þingi (hún var í fyrra með húseigend- ur), sem miðar að því að tryggja rétt heimilanna, að því leyti að vörur séu ekki seldar til iðnfyrir- tækja, og sem einnig gerir ráð fyrir að þyngja refsingar fyrir verðlagsbrot. Næsta dag eða 9. þ. m. leggur svo blaðið út af þessu dásamlega frum- varpi og segir að kaupmenn — alls engir aðrir — hafi haft það fyrir sið að láta sauma úr efnum, sem þeir hafi fengið, og selt svo vöruna aftur til að auka á gróða sinn. Ég veit nú ekki hvaðan blaðinu berst þessi vitn- „Eins og kunnugt er, voru veitt leyfi í s.l. júní- mánuði til kaupa á umbúðapappír, frá Kanada. Leyfishafar gerður þegar í stað tilraunir tfl að fá pappír, en það reyndist ómögulegt að fá hvítan um- búðapappír frá því landi. Var hins vegar unnt að fá pappírspoka, en ekki fékkst heimild fyrir en í s.l. ágústmánuði til að kaupa þá vöru út á leyfin. Sumir leyfishafar fengu leyfum sínum breytt til kaupa á umbúðapappír frá Bandaríkjunum, en það tók alllangan tíma að fá þá breytingu samþykkta, Er nú svo komið að umbúðavörurnar eru fengnar en urðu 2—4 dögum of síðbúnar til þess að ná sein- ustu ferð e. s. Tröllafoss að vestan en bíða næstu skipsferðar, sem mun verða frá New York í byrj- un þessa mánaðar og frá Halifax um þann 20. þ. m. Að öðru leyti hafa einstakir innflytjendur gert grein fyrir hvernig ástatt sé um umbúðakaup þeirra að vestan: Eftirtalin firmu fá umbúðapappír og poka með næstu ferð að vestan: A. J. Bertelsen & Co., I. Br. & Kvaran, Eggert Kristjánsson & Co., Garðar Gíslason h.f., 0. J. & Kaaber, H. Ól. & Bernhöft, Sig. Þ. Skjaldberg.“ Síðan eru talin upp þrjú fyrirtæki, sem þegar hafi fengið sínar sendingar, eitt fær sinn hluta ekki fyrr en eftir áramót og upplýsingar skortir frá ein- um stað. Varðandi þetta bréf Fjárhagsráðs hefur því enn verið skrifað og borin fram sú krafa, að Fjárhagsr. hlutist til um, að því umbúðam., sem kemur með næstu ferðum að vestan verði skipt milli matvöru- kaupm. og því lýst yfir, að fél. muni, bæði sjálfs sín vegna og vegna þarfa viðskiptamanna sinna, halda fast við þá kröfu, að innflutnings- og gjaldeyris- leyfum fyrir umbúðavörum verði ekki úthlutað til annarra en félagsins sjálfs eða meðlima þess 1 framtíðinni, fyrir því magni, sem svarar til notk- unar og þarfa félagsmannanna, enda telji félagið. slíkt hina sjálfsögðustu réttlætiskröfu og muni ekki sætta sig við að verða í þessum efnum sett skör lægra en ýmsar aðrar sérgreinar. Þannig stendur mál þetta nú. Má í þessu sam- bandi geta þess, að aðeins tveir innflytjendur af þeim sjö, sem sagðir voru í bréfi F. í. S. eiga papp- ír með ferðum tveggja skipa í þessum mánuði, fengu hvor um sig lítils háttar af umbúðapappír með annarri þeirra ferða nú um miðjan mánuðinn. Hvað koma mun með síðara skipinu er óvíst enn, en margt bendir til þess að Félag matvörukaup- manna hafi ekki sagt síðasta orðið enn í þessu máli. VERZLUNARTÍÐINDIN 7

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.