Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 8
Hvað líður umbúðunum? Að undanförnu hafa átt sér stað allmiklar bréfa- skriftir milli Sambands smásöluverzlana f. h. Félags matvörukaupmanna annars vegar og Fjár- hagsráðs hins vegar út af innflutningiumbúða.Skal mál þetta nú rakið að nokkru, til fróðleiks þeim, sem hlut eiga að máli: í aprílmánuði s.l. veitti Fjárhagsráð ný leyfi til heildverzlana í Reykjavík fyrir umbúðakaupum frá Finnlandi að upphæð kr. 230.000.00. Kom brátt í ljós að afgreiðslutími þaðan myndi verða alllangur og fyrirsjáanlegur skortur á umbúðum þegar kæmi fram á mitt ár, ef ekki yrðu gefin út ný leyfi á eitt- hvert annað land þar sem umbúðir fengjust og flutt inn á þau strax. f júnímánuði s.l. gerði Félag matvörukaupmanna þá eindregnu kröfu til Fjárhagsráðs, að það veitti félaginu sjálfu leyfi fyrir umbúðum. Rökstuddi félagið mál sitt með því, að mjög væri vafasamt að skilningur annarra en matvörukaupmanna sjálfra á þörfum þeirra fyrir umbúðir væri nægi- legur til þess að tryggja, að eins rösklega yrði gengið að verki með að útvega umbúðirnar að leyf- inu fengnu og nauðsyn bæri til, auk þess sem í því væri aukin trygging fyrir réttlátri skiptingu um- búðanna milli kaupmannanna, ef þær kæmu beint til þeirra og í einu lagi. Fjárhagsráð tók þessar röksemdir ekki til greina. Hins vegar gaf það út ný leyfi á Kanada fyrir kr. 270.000.00, en þaðan var hægt að fá um- búðir þá með litlum fyrirvara, og gjaldeyrir var fyrir hendi. Leyfunum var úthlutað á sama hátt og áður, til ýmissa heildsala í Reykjavík. Síðan leið hver mánuðurinn á fætur öðrum og ekki komu umbúðirnar. Hins vegar fékk Samband ísl. sam- vinnufélaga umbúðir út á sinn hluta af áðurnefnd- Þegar minnzt er á það, að nauðsynlegt sé að at- huga nánar en gert hefur verið, hvað fæst frá hverju landi, áður en leyfin eru veitt, þá verður ekki komizt hjá því að minnast einnig hins, hversu oft það endurtekur sig að leyfin koma of seint — varan ýmist uppseld eða hækkuð í verði. En það er kapítuli út af fyrir sig og skal ekki ræddur hér. Jón Helgason. um leyfum um mánaðam. sept.—okt., svo og Heild- verzlun Magnúsar Kjaran, sem brauðgerðarhúsin höfðu falið að flytja inn pappír út á leyfi, sem Fjárhagsráð hafði veitt þeim sérstaklega. Var nú Fjárhagsráði hinn 18. okt. skrifað ýtarlegt bréf, þar sem sýnt var fram á, að ekki væri allt með felldu um þá töf, sem orðið hefði á innflutningi umbúðanna, þar sem áðurnefndir tveir aðilar hefðu getað flutt þær inn frá Kanada, en aðrir þeir, sem Fjárhagsráð hafði fengið í hendur gjaldeyris- og innflutningsl. á sama land á sama tíma, hefðu enn ekki gert matvörukaupmönnum neina úrlausn. Með tilliti til þeirra röksemda, sem settar höfðu verið fram áður við Fjárhagsráð og reynslan væri nú að sanna að réttar hefðu verið, var gerð sú eindregna krafa, að félaginu yrði þegar veitt gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir umbúðavörum á Kanada að upphæð kr. 200.000.00. Miklar líkur voru fyrir því þá, að hægt væri að fá umbúðir þaðan strax, ef leyfi hefði verið fyrir hendi og full vissa var fyrir- liggjandi um að hægt var að fá góðar og ódýrar umbúðir frá Englandi fyrirvaralítið. Að rúmri viku liðinni hafði ekkert svar borizt við bréfi þessu. Var þá erindið enn ítrekað hinn 26. okt., og krafizt svars, sem þá barst daginn eftir. Var það á þá leið að erindi félagsins hefði verið sent Félagi ísl. stór- kaupmanna til umsagnar, og óskað eftir að það afl- aði upplýsinga um, hversu mikið hefði verið þá þegar flutt inn af umbúðavörum út á leyfi, sem meðlimum þessum hefði verið veitt, og hvenær það væri væntanlegt, sem ókomið væri. Afstaða til beiðni félagsins um leyfi fyrir umbúðum myndi verða tekin, þegar slíkar upplýsingar lægju fyrir. Hinn 30. okt. var Fjárhagsr. enn skrifað bréf, og gerð grein fyrir afstöðu félagsins. Var tekið fram, að vantrú félagsins á afgr. Fjárhagsráðs á málinu myndi ekki vekja undrun þess, ef því væri með öllu kunnugt um, hvernig innflytjendur umbúðanna hefðu brugðizt skyldum sínum við viðskiptamenn sína og neytendur almennt. Var og á það bent, að Fjárhagsráð hefði látið hjá líða að óska upplýsinga frá F.I.S. um atriði, sem verulegu máli skiptu, svo sem því, hvernig þær umbúðir, sem meðlimir þess ættu von á að fá, skiptust í umbúðapappír og um- búðapoka. Jafnframt var bent á, að félagið teldi sig eiga rétt á að eftir umbeðnum upplýsingum frá F. I. S. yrði gengið af nægilegri festu til þess að tryggja, að ekki yrði hallað rétti matvörukaup- manna með því að tefja málið meira en orðið væri. Svar við þessu bréfi barst 2. nóvember. Fylgdi því afrit af bréfi F. í. S. til Fjárhagsráðs dags. 1. nóvember. Þar segir m. a.: 6 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.