Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Blaðsíða 10
C---------------------------------------------- ■N ÚTGEFANDI: Samband smásöluverzlana. Ritstjórn og ábyrgð: Stjórn Sambands smásöluverzlana. Afgreiðsla: Bankastræti 7, sími 5841. V___________________________________________________ eskja. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fólk kem- ur oft með ýmsa smáhluti, sem það hefir saumað heima og biður búðirnar að selja. Þetta fólk hefir sennilega ekki áttað sig á því, að það er orðið hegn- ingarvert að sýna dugnað og vinnusemi. Því næst talar blaðið um þýðingu refsiákvæða, og færist nú mjög í aukana yfir því hvað þetta sé nauðsynlegt, og sérstaklega er það sorgmætt yfir því, að hingað til hefir fangelsisvist ekki verið leyfileg, aðeins fjársektir, en ef frumvarpið verður að lögum, þá er öllu borgið, og verða þá refsiá- kvæðin þessi: 200 þús. króna sekt, fangelsisvist í 4 ár, svipting atvinnuréttar og upptaka eigna. Svo klykkir blaðið út með því að það sé skömm fyrir þingið, hvað lengi hefir dregizt að koma svona lögum á, og skor- ar á það að samþykkja þau sem allra fyrst, ég vona það líka, svo vandræði þjóðarinnar megi leysast sem fyrst. MORGUNBLAÐIÐ. Þann 9. þ. m. skrifar Víkverji um það, hvað hann sé hrifinn af hinum nýja verðgæzlustjóra, og hvað hann virðist vera efnilegur stríðsmaður í barátt- unni við kaupmennina. Hann tekur einnig undir söng hans í útvarpinu og tilkynningar hans í blöð- unum um aðstoð almennings í þessu voða stríði, og sérstaklega verði almenningur að athuga vel að vörur, sem keyptar eru, séu merktar með verði og ■nafni framleiðanda, og ef svo vel skyldi vilja til, að prísmiði hefði dottið af einhverri vöru, þá hlaupa strax með hana á Skólavörðustíg 12, svo sökudólgurinn megi sæta þyngstu refsingu, og nú kemur frumvarpið hennar Rannveigar sér í góðar þarfir. Ég vil rétt til gamans geta þess, að prísmið- ar hafa ekki verið fáanlegir mörg undanfarin ár. ALÞÝÐUBLAÐID Svipaður söngur er í því blaði sama dag, nema hvað þar byggist ágæti verðgæzlustjóra á því, að neytendur hafa valið hann, og þá væntanlega úr sínum hópi. Ég hef nú ekki heyrt fyrr að neytendur væru einhver sérstakur flokkur í þessu landi, en senni- lega býður hann fram við næstu kosningar, og verða þá flokkarnir orðnir fimm, og það er eigin- lega það sem okkur hefir alltaf vantað — fleiri flokka —. Verðlagsstjórinn sem áður var, var úr flokki þeirra sem ekki eru neytendur, svo það var ekki von að vel færi. SVARTUR MARKAÐUR. Það er nú satt að segja hálf broslegt, þegar allt- af er verið að læða því inn hjá almenningi að kaupmenn selji á svörtum markaði. Það er auðskil- ið mál að þeir hafa enga möguleika til þess. Fólk ætti bara að líta í blöðin nú undanfarið og sjá þar, hvaða vörur hafa verið gerðar upptækar, í skipum, sem hafa komið frá útlöndum, og ætti þá engum að vera vorkunn að átta sig á svarta mark- aðinum hér. Sannleikurinn er nefnilega sá að eng- ar þessar vörur, þó í land komist, fara til kaup- manna, og það er einmitt þess vegna að verðlags- eftirlitið getur ekki komizt fyrir svarta markað- inn. En hvað það á að þýða að snúa þessum sann- indum alveg við, það veit ég ekki, og sennilega enginn,nema þeir sem þessa þokkalegu iðju stunda. Ég hef nú nefnt nokkur dæmi um meðulin, sem notuð eru í baráttunni við kaupmennina. Þau eru bæði brosleg og sorgleg. Brosleg vegna þess hvað þau eru barnaleg, og sorgleg vegna þess, hvað þau eru rætin og sýna andlegt ástand þeirra flokka og manna, sem beita þeim. En skyldi nú þetta moldviðri allt vera gert bein- línis til að vernda almenning fyrir kaupmönnum. Nei. Það er gert til að breiða yfir að verðbólga og dýrtíð eykst með hverjum degi. Það er gert til að breiða yfir, að landið á ekki gjaldeyri til að kaupa fyrir klósettpappír. Það er gert til að breiða yfir, að hér hefir verið togaraverkfall síðastliðna 4 mán- uði. Það er gert til að breiða yfir, að sagt er að fimmti hver maður sé orðinn einhvers konar em- bættismaður. Það er gert til að breiða yfir, að flokkarnir hafa allir mikið af nytsömum slæpingj- um sem þeir þurfa að troða í embætti, og þegar þau þrjóta, þarf að búa ný til. Það er gert til að breiða yfir, að valdamennirnir ráða ekki lengur við sýna eigin drauga. 10. nóvember 1950. Mekkinó Björnsson. 8 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.