Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Page 2

Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Page 2
Það er von að menn séu undrandi yfir svona einræðislegum aðgerðum. Heildsalar gera í pukri samning við höfuðkeppinaut frjálsrr verzl. — S.Í.S., og afhenda því þriðjungsaðild innfiutningsins en svifast einskis til þess að bola burt sínum eigin við- skiptamönnum, smákaupmönnum. Almenningur spyr undrandi: Hvað er verið að fela og hvaða sér- hagsmunir eru hér á ferðinni? Er ekki nauðsynlegt, að allir leggist á eitt um það, að flytja réttar vörur til landsins, og þá ekki sizt þeir, sem eiga að dreifa vörunni og bezt þekkja óskir og þarfir neytend- anna? En þeir smákaupmenn, sem bezt þekkja til mál- anna eru ekki eins forviða. Þeir vita, að sömu aðferðir hafa verið notaðar fyrr gagnvart þeim, þótt ekki hafi það komizt í blöðin. Á meðan öll sérgreinafélögin voru í V. I., hlutu ályktanir þeirra og samþykktir að ganga í gegnum þá stofnun. Og þar var hlutanna vel gætt. Þar mátti um fram allt ekki koma neitt það fram, sem spillt gat vissum pólitískum línum. Það var ekki ósjaldan að hlutur smákaupmanna var fyrir borð borinn: 1 verðlags- málum, í innflutningsmálum, í skipulagsmálum sjálfrar smásölunnar. Hraðinn, sem hafa varð á samþykktum sérgreinafélaganna um ýms mál, var oft næsta ótrúlegur. Orðatiltækið: „Ef þið hafið ekki samþykkt það fyrir kl. 5, þá verður sett á landsverzlun“, var óspart notað. Um fram allt mátti ekki kryfja málið til mergjar, ekki leita upp- lýsinga, helzt ekki spyrja. Og smákaupmenn þögðu lengi vel. Það er að segja, það var maldað í móinn, gerðar samþykktir til V. I., en alltaf fallizt á það, að ekki mætti skaða verzlunarstéttina með því að sýna klofning. Hún stæði svo höllum fæti gagnvart þjóðinni. Smákaup- menn voru farnir að finna það, að þeir voru taldir sníkjudýr á þjóðarlíkamanum. Þeir áttu eiginlega helzt að biðja fyrirgefningar á tilveru sinni. Nöldrið hjá smákaupmönnum byrjaði árið 1939. Þá stofnuðu nokkur sérgreinafélög F.S.S., aðal- lega til þess að reka á eftir málum sínum innan V. 1. Með stofnun F.S.S. var ekki hugmyndin að kljúfa sig frá V. I. Miklu frekar var ætlunin að styrkja það, og ótaldar eru þeir fundir, sem fóru í umræður um málefni kaupsýslunnar fyrir atbeina F.S.S. Nefndir voru settar á laggirnar, lagabreyt- ingar ræddar, endurskipulagning V. I. á breiðum grundvelli þaulhugsað. Verzlunarráðið tók undan- tekningarlaust þakksamlega öllu þessu umstangi og allri þessari umhyggju. En innsti hringurinn var alltaf á verðinum. Málin voru þvæld og tafin á skipulagsbundinn hátt, hver einasta tillaga, sem til bóta horfði, var drepin. Um fram allt var þess vandlega gætt, að verzlunarstéttin gæfi ekki út sitt eigið blað. Þótt blaðaútgáfa væri fyrirskipuð í lögum þess, var útgáfu Verzlunartíðinda hætt fyrir stríð og dugðu engar aðalfundarsamþykktir til þess að fá það endurvakið. Nú, þegar S. S. hefur gefið út blað sitt í 2y2 ár, þá er áhuginn loksins vaknaður. Það var loks árið 1950, sem smákaupmenn létu til skarar skríða og tvö stærstu sérgreinafélögin stofnuðu Samband smásöluverzlana með eigin skrifstofu, en sögðu sig úr lögum við V. I. í árs- byrjun 1951. Úrsagnirnar voru tilkynntar án þess að nokkur ástæða væri tilfærð og mjög athyglis- vert er, að V. 1. hefur aldrei spurst fyrir um ástæðu til svo alvarlegs spors. Smákaupmenn hafa gætt þess vel, að auglýsa ekki ágreining sinn við V. I. eða stórkaupmenn umfram það, sem einfaldlega kom í ljós með stofn- un S. S. Þetta er í fyrsta skipti, sem þeir hafa birt nokkuð á prenti um þessi ágreiningsmál. En þegar svo lubbalega er komið fram, sem hefur sýnt sig í máli vöruskiptafélagsins, þá verður ekki hjá því komizt að drepið sé á helztu atriðin í sam- skiptum smásala og heildsala. En ekki verður hér eftir hikað við að skýra málin áfram, ef Fél. ísl. stórkaupmanna telur blaðaumræður heppilegri en samstarf á jafnréttisgrundvelli — án óheilinda. „Spark“ heildsalanna 30. des. var mikið axar- skaft. Iðnrekendur og smákaupmenn létu þó ekki gremjuna hlaupa með sig í gönur og fóru hægt í málið, þannig að það er loks hinn 15. jan., sem það er gert heyrinkunnugt. Heildsalarnir höfðu þannig í langan tíma tækifæri til þess að sjá að sér. Menn vildu ekki trúa því, að heil stétt myndi gera slíkt frumhlaup að sínu máli. Sennilega hefur þó verið talið í þeim herbúðum, að smásalar myndu þegja eins og í gamla daga, þegar V. I. var upp á sitt bezta. En málið var of alvarlegt til þess að það yrði þagað í hel. Það er ekki einkamál heildsalanna að ráðstafa innflutningi til landsins. Fram til ársins 1950 var smákaupmönnum ævin- lega talin trú um, að kaupmenn gætu aldrei staðið saman um sín mál. Stofnun S. S. hefur gersamlega afsannað þetta og samtök smákaupmanna hafa eflzt jafn og þétt. I S. S. eru nú 10 sérgreinafélög, úr Reykjavík, Hafnarfirði og Siglufirði, með samtals um 400 félagsmenn. Það er mjög ánægjulegt að geta sagt, að sam- starfið hefur undantekningarlaust verið alveg 9 VERZLUNAHTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.