Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Síða 5

Verzlunartíðindi - 01.02.1953, Síða 5
5. gr. Gegni sami maður tveimur eða fleirum mimunandi störfum hjá sama fyrirtæki skulu honum greidd laun samkvæmt hæsta launaflokki viðkomandi starfs- greina, nema hann taki eitthvert starf að sér sem aukastarf. 6. gr. Sumarleyfi skal vera 15 virkir dagar á ári fyrir eins árs starfstíma, sem er 5% af árskaupi. Eftir 12 ára starf hjá sama fyrirtæki fær starfsmaður 3 daga frí til viðbótar og sé það tekið að vetri til. Samkomu- lag við atvinnurekanda ræður, hvenær leyfið er tekið. 7. gr. Vinnutími í sölubúðum skal vera 48 klukkustundir á viku. Vinna skal hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr, eftir því sem heppilegt verður talið fyrir hverja sérgrein. Alla virka daga ársins skal sölubúðum lokað eigi síðar en kl. 18. Þó skulu vera frá þessu undantekningar, er nú skal greina: Aðfangadag jóla skal eigi loka síðar en kl. 13 og á gamlársdag kl. 12. Þriðja dag jóla skulu sölubúðir opnaðar kl. 10. Siðasta virkan dag fyrir aðfangadag jóla er heimilt að halda sölubúðum opnum til kl. 24. Síðasta laugardag fyrir jól (annan en Þorláksmessu, ef hann ber upp á laugardag) eða annan virkan dag skömmu fyrir jól er heimilt að halda búðum opnum til kl. 22. Á tímabilinu frá og með 1. október til 30. apríl skal loka eigi síðar en kl. 16 á laugardögum (vetrartími). Á tímabilinu frá og með 1. mai til 30. september skal loka eigi síðar en kl. 12 á laugar- dögum, en á föstudögum er heimilt að halda búðum opnum til kl. 19 (sumartími). Alla virka daga ársins skal skrifstofum verzlunar- fyrirtækja lokað eigi síðar en kl. 17. Þó skulu vera frá þessu þær undantekningar, er nú skal greina: Aðfangadag jóla og gamlársdag skal loka eigi síðar en kl. 12. Á tímabilinu frá og með 1. október til 30. apríl skal loka eigi síðar en kl. 16 á laugardögum (vetrartími). Á tímabilinu frá og með 1. maí til 30. september skal loka eigi síðar en kl. 12 á laugardög- um, en á föstudögum er heimilt að halda skrifstofum opnum til kl. 18 (sumartími). Kaffitími, sem verið hefur í gildi á föstudögum, fellur niður allt árið. Eftirvinna greiðist með 50% álagi. Vinnulaun pr. klst. finnast með því að deila mánaðarlegum vinnu- stundafjölda í mánaðarlaun viðkomandi aðila. Starfsfólki skal skylt að vinna að venjulegri stand- setningu eftir lokun og ljúka afgreiðslu pantana. 8. gr. Starfsfólk skal mæta stundvíslega til vinnu sinnar, hvort heldur þá vinna hefst að morgni eða eftir matar- og kaffihlé. Starfsfólk það, er feliur undir B-lið, skal hafa 1% klst. samtals sem matar- og kaffihlé, en starfsfólk, sem fellur undir A-lið, skal hafa 1 klst. matarhlé. 9. gr. Launagreiðslum til starfsmanna i veikindaforföll- um þeirra skal haga þannig: Á fyrsta ári einn dag fyrir hvern unninn mánuð, eftir það sex vikna laun. Skal starfsmaður leggja fram læknisvottorð. Við vinnuráðningu skulu starfsmenn leggja fram læknisvottorð um heilsufar sitt, en síðan fari árlega fram læknisskoðun á þeim, og skulu þá atvinnurek- endur greiða kostnað við hana. Verði starfsmaður veikur, skal atvinnurekanda skylt að halda opinni stöðu hans í allt að 2 mánuði frá því að hann varð að hætta vinnu fyrir veikinda sakir, og skal starfsmaður skyldur að snúa aftur til starfs síns, sé hann heilbrigður innan þess tima. 10. gr. Starfsuppsögn af beggja hálfu skal vera þrir mán- uðir að reynslutíma loknum, en hann skal vera 1—3 mánuðir eftir samkomulagi. Þessi uppsagnarákvæði gilda þó ekki, ef starfs- maður sýnir vitaverða vanrækslu í starfi sínu, eða atvinnurekandi gerist brotlegur gagnvart starfsmanni. 11. gr. Meðlimir í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur skulu hafa forgangsrétt að starfi hjá atvinnurekendum þeim, sem eru aðilar að samningi þessum. 12. gr. Verði ágreiningur um framkvæmd þessa samninga, s. s. flokkun launa o. fl., skal gerðardómur skipaður 3 mönnum skera úr málum. Gerðadómurinn skal þannig skipaður: Einn maður tilnefndur af Verzlun- arráði Islands eða einn af Sambandi smásöluverzlana eða einn af Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis, eftir því hvern þeirra málið varðar. Einn skipaður af Verzl- unarmannafélagi Reykjavikur og skal hann vera launþegi og einn af borgarfógeta og skal hann vera oddamaður. 13. gr. Samningur þessi gildir frá 1. janúar 1953 til 1. júní 1953 og framlengist sjálfkrafa um 6 mánuði í senn verði honum ekki sagt upp með eins mánaðar fyrir- vara. Þó skal starfsmaður, er nýtur betri kjara en ákveðin eru i samningi þessum, halda þeim réttindum óskertum, meðan hann gegnir sama starfi. Reykjavík, 31. desember 1952. F. h. Verzlunarráðs Islands Isleifur Jónsson, Guðmundur Árnason. F. h. Sambands smásöluverzlana, S. Kristjánsson, Lárus Pjetursson. F. h. Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, Isleifur Högnason, Ragnar Ólafsson. F. h. Samninganefndar Launþegadeildar V. R., Ingvar N. Pálsson, Gunnl. J. Briem. Gyða Halldórsdóttir, Guðm. Jónsson. Björgúlfur Sigurðsson, Jónas Gunnarsson. SKRIFSTOFA SAMBANDS SMÁSÖLUVERZLANA. Húsnæði skrifstofunnar í Bankastræti 7 var orðið of þröngt fyrir starfssemina eftir þá fjölgun, sem undanfarið hefir orðið á félagsmönnum, en nú hefur skrifstofan fengið ágætt húsnæði að Lauga- vegi 22 (gengið inn frá Klapparstíg). S. S. hefur nú yfir að ráða ágætum fundarsal og geta fámennari sérgreinafélögin hæglega haldið fundi sína þar. Auk þess eru 2 góð skrifstofuher- bergi með fleiru. Skrifstofan hefur einnig fengið nýtt símanúmer: 82390 og eru menn vinsamlegast beðnir um að færa það í símaskrá sína. VERZLUNARTIÐINDIN 5

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.