Austurland - 28.09.2018, Blaðsíða 2

Austurland - 28.09.2018, Blaðsíða 2
2 28. september 2018 Mótun og fram fylgd byggða- stefnu sem í senn miðar að því að tryggja í búum lands byggðanna rétt mæta hlut deild í vel ferðar þjónustu sam fé lagsins og stuðla að traustri bú setu er meðal mikil vægustu við fangs efna stjórn- málanna. Á loka dögum þingsins var sam þykkt metnaðar full byggða á ætlun sem í fyrsta skipti er með skýrum mark miðum og mæli kvörðum. Gert er ráð fyrir reglu legri um ræðu á vett vangi ríkis stjórnarinnar til að fara yfir stöðuna og fram kvæmd á ætlunarinnar. En til þess að tryggja fram gang hennar er mikil vægt að við gerð fjár mála á ætlunar og fjár laga hverju sinni verði byggða gler augun ævin lega á nefinu á öllum þing- mönnum þegar við for gangs röðum fjár munum. Það örlar á breytingum í bú­ setu þróuninni Á undan förnum 20 árum hefur fólki fjölgað í öllum lands hlutum nema tveimur – Vest fjörðum og Norður- landi vestra. Fjölgun íbúa á Norður- landi eystra var 4,5% en á Aust fjörðum fjölgaði fólki um 3,7%. Til saman- burðar fjölgaði í búum höfuð borgar- svæðisins um 31,8% á sama tíma bili. Leið flestra hefur legið suður – á höfuð- borgar svæðið – og á síðustu árum einnig til Suður nesja. Þessi þróun hefur staðið lengi en á allra síðustu Stefna í þágu landsbyggðanna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, skrifar: Djúpivogur til allra átta Næsta sunnudag, 30. september, verður í sjötta sinn haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi. Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow. Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á alþjóðlega matargerð í Djúpavogshreppi. Fjölbreytileikinn í hreppnum er mikill og honum ber að hlúa að og varðveita. Dagskráin stendur frá kl. 13:00-16:00 í Löngubúð á Djúpavogi. Gestum er boðið að bragða á afurðum og njóta fjölbreytileikans. Öllum er velkomið að taka þátt og selja sínar vörur og afurðir. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Framtak-Blossi er orðinn umboðsaðili fyrir Volvo Penta rafstöðvar og skrúfuvélar á Íslandi Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is Sala á Volvo Penta varahlutum og viðgerðarþjónusta FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR Skeifunni 8 - 108 Reykjavík - Sími 5176560 www.belladonna.is árum hefur örlað á breytingum. Í búum nokkurra fá mennra sveitar fé- laga sem lengi hafa mátt þola fólks- fækkun hefur fjölgað á allra síðustu árum. Lík legt er að ferða þjónusta eigi mestan þátt í bú setu breytingunum þegar á heildina er litið en fleira hlýtur að koma til. Stuðningur við þá vaxtar- sprota sem verða til þess að fólk kýs að búa og starfa í dreif ýlinu er afar mikil vægur og á því er tekið í byggða- á ætluninni. Hver erum við, hvaðan erum við? Vita skuld eru afar mörg og ólík svör við spurningunni um hver við erum en ef hún beinist að aldri okkar kemur í ljós all mikill munur á milli land svæða sem birtist í því að utan suð vestur hornsins eru færri í búar í yngri aldurs hópunum heldur en þeim eldri. Þetta er eitt af því sem er undir í byggða á ætluninni enda á hún að stuðla að því að ungt fólk á barn eigna- og vinnu aldri sjái sér hag í bú setu á lands byggðunum. Svarið við spurningunni um hver við erum getur líka snúist um kyn. Kvenna fæð ein kennir lands byggða- sam fé lögin og einkum er hlut fall ungra kvenna lágt sem gæti bent til þess að vinnu markaður og ef til vill ýmsar aðrar að stæður séu konum ó hag stæðar. Þessi staða er þekkt í er- lendum sam fé lögum sem takast á við fólks fækkun og að líkindum mætti læra eitt og annað af reynslu er lendra þjóða og við brögðum þeirra Hlut fall er lendra ríkis borgara er nú um 9% af heildar mann fjölda í landinu. Sí vaxandi fjöldi fólks af er lendum upp runa er meðal ein kenna á mann- fjölda þróun síðustu ára og þessa gætir í öllum lands hlutum. Byggða á ætlunin tekur mið af þessari stað reynd og gert er ráð fyrir auknum stuðningi við íbúa af er lendum upp runa við að fóta sig í ís lensku sam fé lagi. Af mörgu að taka Byggða á ætlun er alltaf mikil vægur far vegur stjórn málanna til að færa fram þau mál sem eru brýn fyrir þróun og fram vindu sam fé lagsins í heild og ein stakra byggða. Nú brenna hús næðis mál víða á lands byggðar- fólki. Of lítið er um ný byggingar úti um land og hús næðis skortur hamlar sums staðar eðli legum vexti. Í byggða á ætlun er gert ráð fyrir sér- stöku lands byggðar verk efni Í búða- lána sjóðs í sam vinnu við ein staka sveitar fé lög þar sem horft verði til styrkja eða niður greiðslu vaxta til byggingar á í búðar hús næði í byggðum sem standa höllum fæti. At vinnu líf á okkar tímum er marg- brotið og tekur örum breytingum. Öflugar grunn rann sóknir eru meðal styrkustu stoða nú tíma at vinnu lífs og menntun og sí menntun er mikil væg. Í byggða á ætluninni er gert ráð fyrir að nýta náms lána kerfið fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. Það ætti að geta orðið til þess að í búum á lands byggðunum fjölgi og at vinnu starf semi styrkist. Eitt af því mikil væga er að mínu mati að vinna á að gerð þjónustu korts sem sýna á með mynd rænum hætti að- gengi lands manna að þjónustu hins opin bera og einka aðila sem nýta á til á fram haldandi stefnu mörkunar og til mótunar að gerðar á ætlunar í byggða- málum. Margt annað er lagt upp með í byggða á ætluninni eins og að ljúka við ljós leiðara tengingar, styðja við dreif- býlis verslun, styðja við al mennings- sam göngur og ekki síst innan- lands flugið, svo má nefna jöfnun orku kostnaðar, þrí fösun raf magns, svæðis bundna flutnings jöfnun, frá- drátt frá kostnaði vegna aksturs til og frá vinnu, störf án stað setningar, fjar vinnslu stöðvar og stuðningur við brot hætt byggðar lög svo dæmi séu tekin. Hvað viljum við og hvað gerum við? Ég trúi því að flest okkar vilji að landið allt haldist í byggð. Við viljum nýta mann auð lands byggðanna og þá þekkingu sem lands byggðar fólk býr yfir til heilla fyrir ís lenskt sam fé lag og við viljum nýta náttúru auð lindirnar á sjálf æran hátt þannig að um hverfinu sé hlíft og bæði ein staklingar og sam- fé lag hljóti sann gjarnan skerf. Nú er verk efnið að hrinda í fram- kvæmd byggða á ætluninni þar sem sú stað reynd að Ís land er víð áttu- mikið og strjál býlt land nýtur fullrar viður kenningar. Stefnu mörkun í sam göngu málum – ekki síst hvað al- mennings sam göngur snertir – verður að miðast við þetta og einnig skipu lag heil brigðis- og mennta mála. Byggða- stefna okkar nær til alls landsins – einnig þétt býlisins við Faxa flóa. Ekkert byggðar lag er öðru æðra. Við byggjum landið saman og höfum þörf fyrir hvert annað í efna hags legu og fé lags legu til liti. Við erum konur, karlar, börn, ung- menni, inn fæddir Ís lendingar og að- flutt. Sum hinna að fluttu dvelja hér langan aldur og gera landið og sam- fé lagið að sínum heima högum en aðrir standa skemur við. Okkar er að gæta þess að allir fái tæki færi til að láta til sína taka og gott af sér leiða án til lits til kyns eða upp runa. Í byggða- stefnu ríkis stjórnarinnar er gengist við því að við erum ekki öll ná kvæm- lega eins eða með sama bak grunn en lögð á hersla á mikil vægi allra og hið ó endan lega mikil væga jafn rétti sem er grunn for senda góðs sam fé lags. ÞYKIR SJÁLFSAGT AÐ OFHLAÐA BÁTA ÞEGAR VEL VEIÐIST? Sam göngu stofa hefur undan- farin ár beitt sér fyrir öflugri um ræðu um hversu hættu legt það er að of laða báta. Lára t.d. sjó- menn virki lega við gangast enn að koma með drekk hlaðin bát að landi og láta öll öryggis sjónar mið lönd og leið, láta hagnaðar sjónar mið hfa for- gang? Við gengst þetta t.d. á strand veiði- flotanum þegar vel veiðist og tíðin góð? Stað reyndin er sú að með því að koma með minni afla að landi er sá afli venju lega betri að gæðum, ekki er gengið á aflanum um borð sem auð vitað rýrir gæðin, það ser hver heil vita maður. Kæling af afla drekk- hlaðins báts er auk þess oft veru lega á bóta vant. Árangur Slysa varnar- skólans hefur skilað miklum árangri og opnað augu manna fyrir þessum þætti. Benda má á að engin bana slys urðu árin 2014 og 2017 en á síðustu öld fórust sjó menn á hverju ári, allt upp í 50 sjó menn týndu lífinu sum árin. Við horfið til of leðslu skipa hefur gjör breyst til hins betra og þeir jafn- vel litnir horn auga sem þannig gera af öðrum sjó mönnum. Sam göngu- stofa hefur einnig hafið rann sóknir á hvort sjó menn fái nægan hvíldar tíma og hvernig honum er þá varið. Bátar í höfn. Ofhleðsla er alvarlegt mál og býður hættunni heim. Bátarnir á myndinni tengjast fréttinni ekki með beinum hætti.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.