Suðri - 13.12.2018, Qupperneq 1

Suðri - 13.12.2018, Qupperneq 1
— 13. DESEMBER 2018 — Læknishúsið. Bókarkafli Metaðsókn í Bókarkaffinu Heyannir Þórðar í Skógum Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, skrifar jólahugvekju Suðra. Bls. 4. Á englavaktinni 11. tölublað 4. árgangur EITRAÐA BARNIÐ. BÓKARKAFLI Bls. 6 Gelmottur – Fersk flutningsleið Til að viðhalda kælingu ferskra matvæla meðan á flutningi stendur Merkileg lukka! Jólamiðinn er kominn á sölustaði um allt land. Sveitarfélagið Árborg Lóðir á Eyrarbakka – Einarshafnarhverfi Sveitarfélagið Árborg hefur látið deiliskipuleggja Einarshafnarhverfi, vestan til á Eyrarbakka. Þar eru um 20 óbyggðar einbýlishúsalóðir, en hús í hverfinu hafa mörg hver mikið varðveislugildi. Gatnagerð og lagningu veitna hefur ekki verið lokið innan hverfisins, en sveitarfélagið vill nú kanna áhuga húsbyggjenda á uppbyggingu í því. Í skipulaginu er lögð áhersla á að styrkja sérkenni Eyrarbakka, sérstöðu í húsagerðarlist og samræmi við þá byggð sem fyrir er. Húsagerðir eru tiltölulega frjálsar en settir eru skilmálar um byggingarefni. Algeng lóðarstærð er um 500 m². Deiliskipulagið og skilmála þess má nálgast á slóðinni https://www.arborg.is/einarshofn/. Sveitarfélagið vinnu nú að verkefninu „Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka“ og samræmist deiliskipulag Einarshafnarhverfis áherslum í því verkefni. Þeir sem áhuga hafa á uppbyggingu á svæðinu, eða óska nánari upplýsinga, eru beðnir að hafa samband við Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árbog- ar, í síma 480 1900, eða á netfangið asta@arborg.is fyrir 1. janúar n.k. Þær upplýsingar sem berast munu verða nýttar til að meta þörf fyrir gatnaframkvæmdir og tímasetja þær. Sveitarfélagið Árborg MENNINGARMÁNUÐURINN OKTÓBER WWW.ARBORG.IS Lokahóf í Húsinu á Eyrarbakka Sun. 30. september kl.11:00 - 18.00 Marþræðir - Stakkaskipti. Síðasti dagur sumaropnunar á Byggðasafni Árnesinga verður fagnað með laufléttri dagskrá í Húsinu. Þar munu listamenn bjóða gesti velkomna, vinnusmiðja verður fyrir krakka, sögufróðleikur fyrir gesti og ljúfir tónar fylla loftið. Frítt inn. UNTraditional - Listagjáin Fim. 04. oktober kl.17:00. Opnun sýningar í Listagjánni, Bókasafn Árborgar Selfossi. Ljósmynda- og málverka sýning eftir pólska listamanninn Artur Futyma. Sýningin er blanda af hefðbundnum og óhefðbundnum verkum í tví- og þrívídd. Opið virka daga 08:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 14:00 Listasmiðja fyrir börn og unglinga - Sundhöll Selfoss Föst. 05. október kl.15:00 - 17:00. Fyrsta af þremur listasmiðjum við Sundhöll Selfoss. Hver listasmiðja vinnur með eitt þema, en öll þrjú tengjast umhverfi okkar og sýn á Sveitarfélagið Árborg. Listasmiðjunum lýkur með sameiginlegri sýningu á Hótel Selfoss. Leiðbeinandi: Davíð Art Fjallkonan - Húsið Byggðarsafn Árnesinga Laug. 06 október kl.20:00. Einleikur eftir Heru Fjord byggður á ævi Kristínar Dahlstedt, langalangömmu Heru. Í verkinu fléttast saman lífsbarátta Kristínar og vangaveltur Heru um eigið líf og hvað hún eigi sameiginlegt með þessari formóður sinni. Frítt inn / takmarkaður sætafjöldi! UPPSKERUHÁTÍÐ ÍMÁ 2018 Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 27.des. kl. 19:30. Þar verða afhentir styrkir úr Afreks- og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, Hvatningaverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2018 Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega velkomnir. Guðmundur Þórarinsson spilar og syngur fyrir gesti Kaffiveitingar í boði eftir verðlaunaafhendingu. Gleðilega hátíð Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.