Suðri - 13.12.2018, Blaðsíða 11
11 13. desember 2018
Eitthvað nýtt, geymdu bílinn frítt !
TAKTU FORSKOT Á
SÆLUNA!
Ertu á leið í morgunflug? Forðastu himinhá geymslugjöld á bílnum! Svefninn
er dýrmætur. Byrjaðu fríið degi fyrr og gistu á Base kvöldið fyrir flug. Sofðu
lengur, geymdu bílinn frítt og fáðu skutl á völlinn, tekur 5 mín.
Þetta er tilboð, bara fyrir snillinga !
Á Base er alltaf Happy Hour á barnum, og Gæðakaffi á könnunni. Það er bara basic!
Njóttu notalegrar stemningar og skoðaðu eitt flottasta nýlistasafn Íslands í leiðinni.
ALLT INNIFALIÐ: Frá 6900 í eigið herbergi.
Morgunverður Frá Basic Double til Comfort Suite.
Skutla á flugvöllinn og til baka Hafðu samband í tölvupóst eða síma til að
Geymsla á bíl bóka: basehotel@basehotel.is/ 519 1300
Áslaug Dóra og Anna María
semja við uppeldisfélagið
Ás laug Dóra Sigur björns dóttir
og Anna María Berg þórs
dóttir skrifuðu í síðustu viku
undir þriggja ára samninga við knatt
spyrnu deild Sel foss.
Ás laug Dóra og Anna María eru
báðar 15 ára gamlar og stigu sín fyrstu
skref í meistara flokki í Pepsideildinni
í sumar, þar sem Anna María lék fjóra
leiki og Ás laug Dóra þrjá. Ás laug
hefur þar að auki leikið sjö lands leiki
með U17 ára lands liði Ís lands á þessu
ári.
„Þetta eru frá bær lega efni
legir leik menn. Ás laug getur spilað
bæði bak vörð og mið vörð og líka á
miðjunni en Anna María er meira
sóknar þenkjandi. Þær eru búnar að
vera við loðandi meistara flokk síðasta
árið og eru búnar að standa sig vel.
Það er ó trú lega á nægju legt að þær
skyldu vilja semja við sitt upp eldis
fé lag. Þessar stelpur á samt fleiri, eru
fram tíðin okkar,“ segir Al freð Elías
Jóhanns son, þjálfari kvenna liðs Sel
foss.
Á myndinni hand sala Ás laug Dóra og
Anna María samningana á samt Guð
mundi Karli úr meistara flokks ráði kvenna.
Ár eftir ár - minningalaupur
hannaður af Höllu Ósk Heiðmarsdóttur
Útgáfuhóf í Læknis-
húsinu á Eyrarbakka
Bókaútgáfan Sæmundur
gefur út bókina Ár eftir ár
sem er minningalaupur þar
sem bókareigandi skráir dýrmætar
minningar sem og hversdagsleg
augnablik á hverjum degi, ár eftir ár á
meðan pláss leyfir.
Hönnuður er Halla Ósk
Heiðmarsdóttir á Selfossi.
Af þessu tilefni efnir útgáfan til
fagnaðar í Bókakaffinu á Selfossi
fimmtudagskvöldið
13. desember kl. 20:00.
Rautt, hvítt og bílstjóradrykkir
í boði.
Fjölskylda höfundar tekur lagið.
Í bókinni er ein síða fyrir hvern
dag ársins. Eigandi bókarinnar velur
augnablik eða liðnar minningar frá
deginum, merkir inn ártalið og getur
þannig bætt við fleiri minningum frá
sama degi í mörg ár.
Í hvert sinn sem minningu er bætt
inn á daginn, lítur maður yfir liðin
augnablik og nýtur þess að eiga bók
fulla af dýrmætum augnablikum, sem
hægt er að ylja sér yfir og fletta um
ókomin ár.
Bjarni Múli Bjarnason,
rithöfundur, heldur útgáfuhóf
í Læknishúsinu á Eyrarbakka
laugardaginn 15. desember kl. 1618
þar sem hann kynnir nýja bók sína
sem ber nafn hússins.
Sögusvið bókarinnar er m.a.
Eyrarbakki og umrætt hús og mun
Bjarni segja frá ritun bókarinnar
sem fór að miklu leyti fram þar, og
lesa valda kafla úr henni. Bjarni er
afastamikill rithöfundur og hefur
vakið verðskuldaða athygli fyrir verk
sín en bókin sem setti hann á svið
íslenskra rithöfunda var Endurkoma
Maríu sem fékk afragðs viðtökur
bæði gagnrýnenda og lesenda.
Höfundur hvetur alla áhugsama til
að koma við og kynna sér verkið.