Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 5
6 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 unnar. Mikilvægt er að nýta þekkingu hjúkrunarfræðinga sem best í þágu sjúklinga á bráðamóttöku. Virðisaukandi vinna hjúkrunar- fræðinga felur í sér vinnu sem mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sér- staklega sinni og stuðlar að velferð sjúklinga. Virðissnauð vinna hjúkr- unarfræðinga er vinna sem ekki þjónar hagsmunum sjúklinga beint eða er sóun á faglegri þekkingu og hæfni þeirra. Markmið: Að varpa ljósi á virðisaukandi og virðissnauða vinnu hjúkr- unarfræðinga á bráðamóttöku. Aðferð: Gerð var bein vettvangsathugun á hjúkrunarfræðingum á bráða- móttöku Landspítala á tímabilinu febrúar til mars 2010. Þátttakendum, sem voru reyndir hjúkrunarfræðingar, var fylgt eftir heilar 10 vaktir eða í samtals 80 klukkustundir og var gögnum um vinnu þeirra safnað í handtölvu og á stafrænt upptökutæki. Niðurstöður: Samtals voru 77% af vinnutíma hjúkrunarfræðinga virðis- aukandi og fór mestur tími þátttakenda í beina og óbeina umönnun sjúklinga eða 68%, sem telst virðisaukandi fyrir sjúklinga. Þættir sem mældust títt og teljast til virðissnauðrar vinnu og nokkur tími fór í eru til dæmis að fylla út rannsóknarbeiðnir og að undirbúa rúmstæði. Vinna þátttakenda var oft rofin þar sem þeir þurftu að beina athyglinni að ein- hverju nýju, þeir voru mikið á ferðinni á milli staða innan deildarinnar og þurftu oft að sinna fjölverkavinnslu (multi-tasking). Ályktanir: Mestur hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku fer í virðisaukandi vinnu, en þó er svigrúm til úrbóta þar sem greina má atriði sem draga úr virði vinnunnar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunar- fræðingana sjálfa, samstarfsfólk þeirra, stjórnendur og ráðamenn að átta sig á, viðurkenna og vinna með áhrifaþætti vinnunnar svo auka megi virði hennar og þar með gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. 5. Þróun bráðahjúkrunarmóttöku fyrir aldraða sem koma endurtekið á bráðadeild Landspítala Hlíf Guðmundsdóttir1 2, Helga Rósa Másdóttir1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir 1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands Inngangur: Í nóvember 2011 var innleitt á bráðadeild Landspítala notkun á mælitækinu The Triage Risk Screening Tool (TRST) sem notað hefur verið til að skima aukna þjónustuþörf hjá 75 ára og eldri sem koma á bráðamóttöku. TRST var þýtt, staðfært og sett inn sem staðlaður texti í rafræna ráðgjafabeiðni í Sögukerfi. Innleiðing á TRST og rafrænni beiðni til sérfræðings í öldrunarhjúkrun var gerð með fræðsluerindum, vasaspjöldum og örfyrirlestrum maður á mann. Fjöldi sem áætlað var að vísa í þetta úrræði var allt að 40-70 aldraðir á mánuði. Verkefnið er áframhaldandi þróun á gæðaverkefni til að auka þjónustu við langveika aldraða sem koma endurtekið á bráðadeild og eru útskrifaðir heim, með því að bjóða upp á ráðgjöf og eftirfylgd öldrunarhjúkrunarfræðinga eftir útskrift með tilliti til að efla stuðning við þá og aðstandendur þeirra. Um er að ræða samstarfsverkefni milli lyflækningasviðs og bráðasviðs Landspítala. Markmið: Að kanna notkun á ráðgjöf og eftirfylgd öldrunarhjúkrunar- fræðings eftir útskrift af bráðadeild: tíðni, hópa sjúklinga og tegund ráð- gjafar árið 2012. Aðferð: Rafrænum gögnum var safnað framsýnt og töldu til tilvísana frá bráðadeild í Sögukerfinu og skráningar öldrunarhjúkrunarfræðings. Niðurstöður: Árið 2011 var 99 öldruðum sem komu á bráðadeild vísað til bráðahjúkrunarmóttöku eða að meðaltali 8,25 á mánuði og árið 2012 var fjöldinn komin í 207 eða að meðaltali 17,25 á mánuði. Sérfræðingur í öldrunarhjúkrun veitti ráðgjöf til 165 sjúklinga en aðrir hjúkrunar- fræðingar á göngudeild veittu ráðgjöf til 42. Farið var í 99 vitjanir heim, 41 vitjun á deildir á Landspítala og 18 göngudeildarkomur voru á Landakoti. Algengustu vandamál þeirra sem vísað var í ráðgjöfina voru byltur, verkir og slappleiki. Ályktanir: Öldruðum sem vísað er til sérhæfðrar öldrunarráðgjafar hefur verið að fjölga og oft getur verið um að ræða fjölveika aldraðra með flókinn heilsufarsvanda sem krefst samhæfingar margra kerfa. Mikilvægt er að þróa enn frekar hjúkrunarmóttöku fyrir fjölveika aldraða. Árið 2013 verður haldið áfram að skima fyrir langveikum öldr- uðum sem þurfa eftirfylgd eftir útskrift heim af bráðamóttöku. Áætluð er rannsókn til að kanna áhrif öldrunarráðgjafar á endurkomur aldraða á bráðadeild Landspítala. 6. Bráðar brjóstholsskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjósthols áverka á Íslandi 2005-2010 Bergrós K. Jóhannesdóttir1,3, Brynjólfur Mogensen1,2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Bakgrunnur: Áverkar eru algeng dánarorsök ungs fólks á Vesturlöndum, ekki síst áverkar á hjarta, lungu og ósæð og má rekja 25-50% dauðsfalla í kjölfar slysa til slíkra áverka. Í völdum tilvikum getur komið til greina að framkvæma bráðan brjóstholsskurð hjá þessum sjúklingum en ábendingar aðgerðar eru umdeildar og árangur misjafn. Markmið: Að kanna afdrif þessara sjúklinga á Íslandi afturvirkt. Aðferðir: Í rannsókninni voru allir sjúklingar sem gengust undir bráðaaðgerð á brjóstholi eftir brjóstholsáverka á Íslandi frá 2005 til 2010. Leitað var að sjúklingum í rafrænum gagnagrunni Landspítala og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var: Eðli áverka og ábending aðgerðar en einnig afdrif sjúklinga, legutími og magn blóðgjafa. Loks var reiknað ISS- og NISS-áverkaskor, gert RTS-áverkamat við fyrstu læknisskoðun og út frá því áætlaðar lífslíkur (PS). Niðurstöður: Níu karlmenn gengust undir brjótshols- (n=5) eða bringu- beinsskurð (n=2), og tveir undir báða skurðina. Miðgildi aldurs var 36 ár (bil 20-76) og reyndust 6 sjúklinganna með áverka bundna við brjóstholi en þrír höfðu fjöláverka. Í fjórum tilfellum var um stungu (n=2) eða skotáverka (n=2) að ræða en hjá hinum 5 afleiðingar umferðarslyss (n=3) eða falls. Aðgerð var framkvæmd á einum sjúklingi í sjúkrabíl en hjá hinum 8 eftir komu á slysadeild. Endurlífgun var hafin hjá fjórum sjúklingum á slysstað og hjá tveimur á bráðamóttöku. Miðgildi ISS- og NISS-skora voru 29 (16-54) og 50 (25-75). Miðgildi RTS-áverkamats var 7 (0-8) og PS 85%, (1,2-95,6%). Blóðtap hjá þeim sem lifðu aðgerðina var 10L (miðgildi) og voru gefnar 23 einingar af rauðkornaþykkni, mest 112 einingar. Legutími var 54 dagar (miðgildi). Af þeim 5 sjúklingum sem lifðu aðgerðina og útskrifuðust hlaut einn vægan heilaskaða sem rakinn var til súrefnisskorts og annar þverlömun vegna hryggbrots. Ályktanir: Bráðaskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka eru tiltölulega fátíðar á Íslandi. Rúmur helmingur sjúklinga lifði aðgerð- ina sem telst ágætur árangur hjá svo mikið slösuðum sjúklingum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.