Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 2

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 2
LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 3 Læknablaðið the iceLandic medicaL journaL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir er ábyrgðarmaður efnis í þessu fylgiriti. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Kápan: Á Snæfellsjökli (1446 m) á góðum degi í mars 2010. Ljósmynd Védís Skarphéðinsdóttir Upplag 200 Prentun: Oddi ehf. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0254-1394 Ávarp Bráðadeild er inngangur bráðveikra og slasaðra inn á Landspítala. Veikum og slösuðum er veitt eins góð þjónusta og tök eru á. Á bráðsviði er mikil fræðsla til sjúklinga, nema og starfsfólks og rannsóknir eru stundaðar í æ vaxandi mæli. Með um 100.000 komum veikra og slasaðra á hverju ári, vel menntuðu starfsfólki og umfangsmikilli rafrænni skráningu hefur bráðasvið Landspítala alla möguleika á mikilvirkum rannsóknum sem geta fengið hljómgrunn í alþjóðlegu vísindasamfé- lagi. Rannsóknir eru grunnurinn að góðri þjónustu við sjúklinga á bráðasviði. Þær eru gerðar með það að markmiði að fá fram gagnreynda þekkingu á mismunandi þáttum í starfseminni; tengdum sjúklingum og meðferðum, verkferlum, skipulagi og öðru. Þannig fæst vitneskja um hvað er verið að gera vel og hvað má gera betur. Bráðadagurinn er árleg uppskeruhátíð bráðasviðs, með kynningum á rann- sóknum og verkefnum tengdum starfsemi sviðsins. Að þessu sinni var þemað forvarnir haft að leiðarljósi og lögð sérstök áhersla á að fá til kynningar rann- sóknarniðurstöður. Auglýst var eftir erindum innan sviðs sem utan og bárust 22 erindi sem öll voru ritrýnd af undirbúningsnefndinni og birt í ráðstefnuritinu sem er fylgirit með Læknablaðinu. Dagskárin endurspeglar það frjóa starf sem unnið er á bráðasviði Landspítala en einnig hina þverfaglegu aðkomu að starfsemi sviðsins og mikilvægar tengingar þess við menntastofnanir, deildir spítalans og aðrar sjúkrastofnanir. Það er með stolti og ánægju sem við í undirbúningsnefndinni kynnum dagskrá Bráðadagsins 2013. Von okkar er að ágripin skapi umræður og áhuga auk þess að hvetja til enn frekari rannsókna sem efla starfsemi sviðsins. Við færum öllum þeim sem sendu inn ágrip, styrktaraðilum, fundarstjórum og starfsfólki bráðasviðs bestu þakkir fyrir framlag þeirra til Bráðadagsins 2013. Fyrir hönd undirbúningsnefndar Bráðadagsins 2013, Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnastjóri, rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.