Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 8
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 9 þátttakenda var könnuð með stöðluðum spurningalista, metinn eftir ákveðnum kvarða og tjáð í prósentum. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 58 ár (20-90 ára). Þekking á tilgangi eigin lyfjameðferðar var 81,8% +/- 22,9% (SD). Þekking minnkaði með aldri, 0,4% að meðaltali á ári (p<0.005). Fólk sem var í lyfjaskömmtun hafði minni þekkingu á tilgangi eigin lyfjameðferðar en þeir sem ekki voru í skömmtun, 58,9% á móti 83,9%, en meðalaldur þeirra sem voru í lyfjaskömmtun var mun hærri ( 71,2 vs 56,4 ár). 78% þátttakenda voru fylgjandi því að hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfsins. Af þeim 74 þátttakendum sem notuðu inn- öndunarlyf sögðust 26 ekki hafa fengið neina kennslu í notkun þess. Ályktanir: Þekking fólks á tilgangi eigin lyfjameðferðar virðist allgóð. Allt má þó bæta og mikill meirihluti fólks vill að ábending lyfjameð- ferðar verði ávallt skráð á skömmtunarmiða lyfs. Bæta þarf kennslu í notkun innöndunarlyfja. 13. Nýtt forvarnar- og fræðsluefni fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem leita til Neyðarmóttöku Eyrún Jónsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis, Landspítala Bakgrunnur: Árlega leita um 120 einstaklingar á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis sem starfrækt hefur verið á bráðasviði Landspítala frá árinu 1993. Afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið víðtækar. Einstaklingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að þjást af sálrænum og líkamlegum kvillum en þeir sem ekki hafa upplifað slíkt áfall. Rannsóknir sýna að rúmlega helmingur þolenda kynferðisofbeldis greinist með áfallastreituröskun í kjölfarið. Auk þess er þunglyndi og aðrar geðraskanir einnig algengur vandi meðal þolenda kynferðisof- beldis. Aukinn skilningur á alvarlegum afleiðingum kynferðisofbeldis hefur varpað ljósi á mikilvægi þess að þolendur hljóti viðeigandi heil- brigðisþjónustu eins fljótt og mögulegt er eftir að kynferðisofbeldi hefur átt sér stað. Markmið: Til að viðhalda þekkingu og auka skilning á afleiðingum ofbeldisins er mikilvægt að þjónusta við þolendur sé sýnileg og al- menningur viti í hverju hún felist. Í þeim tilgangi hefur nú verið gefið út fræðsluefni sem ætlað er að kynna þjónustu Neyðarmóttökunnar og veita fræðslu um mögulegar afleiðingar kynferðisofbeldis. Aðferð og niðurstaða: Árið 2010 hlaut neyðarmóttakan styrk frá Öðlingsátakinu, sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir var í forsvari fyrir, til útgáfu og hönnunar á fræðsluefni. Í framhaldi af því hófu Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og Berglind Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri áfalla- teymis bráða- og geðssviðs vinnu við að semja fræðsluefni. Þetta mikilvæga verkefni fékk síðar styrk frá bæði Embætti landlæknis og Reykjarvíkurborg til útgáfu og dreifingar efnisins. Á degi alþjóðlegra mannréttinda 10. desember 2012, var gefið út spjald og límmiði með upplýsingum um þá þjónustu sem neyðarmóttakan veitir til dæmis stuðning, lögfræðiaðstoð, læknisskoðun og sálfræðiþjónustu og bækl- ingur um algeng sálræn viðbrögð við kynferðisofbeldi. Ályktanir: Vonir standa til að spjöldin og límmiðarnir sem veita upp- lýsingar um þjónustu Neyðarmóttökunnar auki líkur á að einstaklingar leiti sér aðstoðar sem fyrst eftir kynferðisofbeldi. Bæklingurinn um Áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi er ætlaður að veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra upplýsingar um algeng viðbrögð við ofbeldinu og leiðir til að takast á við þau. Fræðsluefnið er hugsuð sem forvörn og vonast er til að hún auki líkurnar á að þolendur leiti sér aðstoðar ef þörf er á til að fyrirbyggja að afleiðingar sem kunna að koma upp eftir kynferðisofbeldi þróast út í langvarandi heilsufars- vandamála. 14. Heilbrigðisþjónusta við Búðarhálsvirkjun Þorsteinn Jónsson1,2, Lilja Óskarsdóttir2, Dóra Björnsdóttir3 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Búðarhálsvirkjun, 3Landspítala Bakgrunnur: Búðarhálsvirkjun er vatnsaflsvirkjun á framkvæmda- stigi í Þjórsá á vegum Landsvirkjunar. Rík áhersla er lögð á öryggismál á framkvæmdarsvæðinu. Á hverjum morgni er byrjað á svokallaðri „andakt” sem gengur út á að gefa starfsmönnum upplýsingar um veðurfar og almennar upplýsingar um vinnuumhverfið og fleira í þeim tilgangi að auka árvekni og koma í veg fyrir slys meðal starfs- manna. Ávallt eru öryggisverðir á vakt sem sjá um að öryggisreglum sé framfylgt meðal þeirra 300 starfsmanna sem eru daglega á vinnu- svæðinu. Hjúkrunarfræðingur er til staðar allan sólarhringinn við Búðarhálsvirkjun og sér um rekstur heilbrigðisþjónustu. Fastur tími er á opnun sjúkrastofu en þess utan er hjúkrunarfræðingur til taks á bakvakt. Markmið: Tilgangur verkefnisins er að skoða umfang heilbrigðisþjón- ustu á framkvæmdarsvæðinu við Búðarhálsvirkjun. Aðferð: Rannsóknargögn voru unnin upp úr rafrænni skráningu sem er í höndum vakthafandi hjúkrunarfræðings á virkjunarsvæðinu en öll afskipti af heilsutengdum þáttum hafa verið skráð rafrænt frá því að sjúkrastofa á virkjunarsvæðinu var opnuð. Rannsóknartímabil var frá 1. júní 2011 til og með 31. desember 2012. Stuðst var við eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hver er fjöldi viðfangsefna heilbrigðisþjónustu á framkvæmdasvæð- inu við Búðarhálsvirkjun? 2. Hver eru helstu viðfangsefni heilbrigðisþjónustu á framkvæmda- svæðinu við Búðarhálsvirkjun? Niðurstöður: Alls hafa 1014 viðfangsefni tengd heilbrigðisþjónustu við Búðarhálsvirkjun verið skráð, flest tilfelli eru á haustmánuðum og flestar komur eru á þriðjudögum (n=243). Ekkert vinnutengt dauðsfall hefur átt sér á vinnusvæðinu. Sjúkrabíll hefur tíu sinnum verið kallaður til og flutt sjúkling á sjúkrahús. Flest heilbrigðistengd viðfangsefni hafa verið minniháttar. Um 54% (n=540) heilbrigðistengdra viðfangsefna skilgreinast sem heilsugæsla, svo sem fræðsla, ráðgjöf, mælingar á blóðþrýstingi og blóðsykri, lyfjagjafir, blóðprufur og þess háttar. Þrjátíu og eitt prósent (n=316) viðfangsefna heilbrigðisstarfamanns skilgreinast sem veikindi, svo sem flensa, kviðverkir, bakverkir og þess háttar. Fimmtán prósent (n=158) skilgreinast sem slys, svo sem skurðir, högg, fall, aðskotahlutir í auga og fleira. Ályktanir: Skráning heilbrigðisþjónustu við stórframkvæmdir er mikilvæg, ekki síst í forvarnarskyni. Forvarnir og öryggisgæsla á fram- kvæmdarsvæðinu hefur líklega skilað sér, því fá alvarleg slys hafa átt sér stað frá því að verkefnið hófst. Langt er í sérhæfða aðstoð á heil- brigðisstofnun ef alvarleg slys eða veikindi eiga sér stað og því má segja að ábyrgð heilbrigðisstarfsmanns á framkvæmdarsvæðinu sé mikil.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.