Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 6
LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 7
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3
F Y L G I R I T 7 4
7. Framsýn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á bráða-
móttökum Landspítala 2012. Fyrstu niðurstöður
Guðborg A. Guðjónsdóttir1, Anna María Þórðardóttir2, Jakob Kristinsson3
1Eitrunarmiðstöð, 2bráðasviði Landspítala, 3rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ
Inngangur: Eitrun af völdum lyfja og efna er algeng ástæða fyrir
komum á bráðamóttökur á Vesturlöndum. Árin 2001-2002 var gerð
framsýn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á sjúkrahúsum
og heilsugæslustöðvum á landinu. Rannsóknartímabilið var eitt ár og 29
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar af öllu landinu tóku þátt. Þegar gögn
hennar eru skoðuð kemur í ljós að um það bil 80 % eitrananna komu til
meðferðar á bráðamóttökum Landspítala.
Markmið: Að afla sem áreiðanlegastra upplýsinga um bráðar og
meintar eitranir sem koma til meðferðar á bráðadeild í Fossvogi, bráða-
móttöku barna og Hjartagátt á Hringbraut.
Aðferðir: Rannsóknin er framsýn og rannsóknartímabilið er 1. janúar til
31. desember. Gögnum er safnað úr sjúkraskrárkerfinu með því að nota
ICPC tilefniskóða sem ná til eitrana og kóða sem frumkönnun sýndi að
eitranir er að finna í. 22 kóðar voru notaðir, síðan var hvert og eitt tilvik
skoðað nánar og mat lagt á hvort um eitrun eða meinta eitrun væri að
ræða samkvæmt ákveðnum skilmerkjum. Eitrunartilvikin voru færð inn
í sérstakan gagnagrunn aftengd persónugreinanlegum upplýsingum.
Niðurstöður: Í janúar og febrúar 2012 komu 172 eitranir til meðferðar
á bráðamóttökur Landspítala, 92 konur og 80 karlar. Í 145 tilfellum
var um lyfja- og/eða áfengiseitranir að ræða en eitranir vegna annarra
efna voru 27. Algengustu ástæður eitrananna voru misnotkun 77 og
sjálfsvígstilraunir 60. Tæplega helmingur eitrananna áttu sér stað á
heimili. Yngsti einstaklingurinn var 9 mánaða og elsti 86 ára. Helmingur
sjúklinga var á aldrinum 18-39 ára. Meðaldvalartími á bráðamóttöku
var 9 klukkustundir og 47 mínútur (miðgildi 6 klukkustundir og 34
mínútur). 135 voru útskrifaðir eftir mat og meðferð á bráðamóttöku, 37
voru lagðir inn.
Ályktanir: Fleiri konur en karlar leituðu á bráðamóttöku vegna eitrana
og stærsti hópurinn var ungt fólk á aldrinum 18-39 ára. Misnotkun og
sjálfsvígstilraunir voru algengustu ástæður eitrana. Meirihluti sjúklinga
var meðhöndlaður á bráðamóttöku og útskrifaður heim, rúmlega 20%
voru lagðir inn.
8. Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009
Brynjólfur Mogensen1,4, Linda Björk Bryndísardóttir2, Konráð Guðjónsson2, Viðar
Ingason2, Eggert Eyjólfsson3, Sveinn Agnarsson2
1Rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 2hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 3bráða-
deild Landspítala, 4læknadeild HÍ
Bakgrunnur: Umferðarslys eru algeng, alvarleiki áverka slasaðra oft
mikill og kostnaður þjóða gífurlegur. Það hefur reynst erfitt að afla upp-
lýsinga um hversu mikill þessi kostnaður er þar sem gagnasöfn eru yfir-
leitt ekki samhæfð og áherslur mismunandi. Heildarsýn er nauðsynleg
til þess að meta hvernig fjármunum er best varið til samgöngubóta
og umferðaröryggismála. Nokkrar skýrslur hafa verið skrifaðar um
kostnað vegna umferðarslysa á Íslandi og mælist árlegur kostnaður í
milljörðum króna.
Markmið: Að meta kostnað við umferðarslys á Íslandi árið 2009.
Aðferðir: Tölulegar upplýsingar voru fengnar frá Hagfræðistofnun,
Hagstofu Íslands, Landspítala, Tryggingafélögum og Umferðarstofu.
Tölulegar upplýsingar frá árunum 2005 og 2009 voru notaðar við kostn-
aðarútreikningana.Til að meta með hagrænum hætti þann kostnað sem
umferðarslys leggja á samfélagið var byggt á aðferðafræði sem nefnd
hefur verið kostnaður vegna veikinda (cost of illness, COI).
Niðurstöður: Núvirtur heildarkostnaður við slys árið 2009 á verðlagi
þess árs. Milljónir kr.
Ályktanir: Árlegur kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009, á
verðlagi þess árs, metin með COI-aðferðafræði er álitinn vera 21,9-22,8
milljarðar króna. Þrátt fyrir umfangsmikla gagnaöflun verður að álíta
matið á kostnaði þjóðarinnar vegna umferðarslysa vera varlega áætlað.
9. Bráðameðferð við flogum
Sveinbjörn Gizurarson
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Inngangur: Flogaveiki orsakast af óeðlilegum truflunum á rofboðum
í heila. Sjúkdómsmyndin einkennist yfirleitt af flogum sem geta
birst á mismunandi hátt, eru misalvarleg og miserfið að meðhöndla.
Alvarlegasta formið er status epilepticus, sem getur leitt til heilaskaða
eða jafnvel dauða, fái sjúklingur ekki umsvifalausa meðferð. Tíminn frá
því að flog hefst og þar til sjúklingur fær meðferð á að vera eins stuttur
og mögulegt er, til að minnka þann skaða sem flogið getur valdið.
Í dag eru tvær leiðir notaðar til meðhöndlunar á flogum: (1) lyfjagjöf í
æð, þar sem þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn sjá um lyfjagjöfina og eru
vanir aðstæðum eins og þessum. Fjölskylda, vinnufélagar og vinir geta
ekki gert annað en hringt á neyðarlínuna, fái einstaklingur flog; (2)
Lyfjagjöf í endaþarm er meðferð sem mikið er notuð á börnum. Innan
nánustu fjölskyldu er þessi lyfjaleið stundum notuð, en annars ekki.
Unglingar eru mjög andsnúnir þessari lyfjaleið. Það eru því fá úrræði
sem ættingjar, vinnufélagar og vinir geta nýtt sér fái sjúklingur flog á
almannafæri, annað en að hringja í neyðarlínuna.
Markmið: Að útbúa lyfjaform sem allir geta notað er einfalt, fljótlegt og
nýtist við margskonar aðstæður.
Aðferðir: Bensódíasepín eru óleysanleg í vatni og mjög torleyst í þeim
leysum sem nota má við venjulegar lyfjagjafir. Það hefur því verið
nánast ómögulegt að leysa upp klínískan skammt af lyfinu í <1 mL.
Rannsóknir á leysanleika bensodíasepína, frásogshraða þeirra við mis-
munandi aðstæður hafa sýnt að með réttum hjálparefnum hefur tekist
að útbúa nefúða, sem gefur einn virkan skammt í einum úða.
Niðurstöður: Lyfjaformið var prófað í forklínískum rannsóknum, það
stóðst lyfjaeiturefnafræðilegar prófanir og í framhaldi af því var farið í
klínískan fasa I og fasa II. Niðurstöður sýndu að lyfið getur stöðvað flog
á nokkrum mínútum.
Ályktanir: Nefúði er lyfjaform sem allir geta notað og eru bundnar vonir
við að þetta lyfjaform geti aukið lífsgæði þessara sjúklinga til muna. Það
hefur því mikið forvarnargildi að geta haft á sér neyðarlyf, sem fjöl-
Ályktun: Árlegur kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009, á verðlagi þess árs,
metin með COI-aðferðafræði er álitinn era 21,9-22,8 milljarðar krón . Þrátt fyrir
umfangsmikla gagnaöflun verður að álíta matið á kostnaði þjóðarinnar vegna
umferðarslysa vera varlega áætlað.
9. Bráðameðferð við flogum
Sveinbjörn Gizurarson
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Inngangur: Flogaveiki orsakast af óeðlilegum truflunum á rofboðum í heila.
Sjúkdómsmyndin einkennist yfirleitt af flogum sem geta birst á mismunandi hátt, eru
misalvarleg og miserfið að meðhöndla. Alvarlegasta formið er status epilepticus, sem
getur leitt til heilaskaða eða jafnvel dauða, fái sjúklingur ekki umsvifalausa meðferð.
Tíminn frá því að flog hefst og þar til sjúklingur fær meðferð á að vera eins stuttur og
mögulegt er, til að minnka þann skaða sem flogið getur valdið.
Í dag eru tvær leiðir notaðar til meðhöndlunar á flogum: (1) lyfjagjöf í æð, þar sem
þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn sjá um lyfjagjöfina og eru vanir aðstæðum eins og
þessum. Fjölskylda, vinnufélagar og vinir geta kki g rt annað en hringt á
neyðarlínuna, fái einstaklingur flog; (2) Lyfjagjöf í endaþarm er meðferð sem mikið
er notuð á börnum. Innan nánustu fjölskyldu er þessi lyfjaleið stundum notuð, en
annars ekki. Unglingar eru mjög andsnún r þess ri lyfjaleið. Það ru því fá úrræði sem
ættingjar, vinnufélagar og vinir geta nýtt sér fái sjúklingur flog á almannafæri, annað
en að hringja í neyðarlínuna.
Markmið: Að útbúa lyfjaform sem allir geta notað er einfalt, fljótlegt og nýtist við
margskonar aðstæður.
Aðferðir: Bensódíasepín eru óleysanleg í vatni og mjög torleyst í þeim leysum sem
nota má við venjulegar lyfjagjafir. Það hefur því verið nánast ómögulegt að leysa upp
klínískan skammt af lyfinu í <1 mL. Rannsóknir á leysanleika bensodíasepína,
frásogshraða þeirra við mismunandi aðstæður hafa sýnt að með réttum hjálparefnum
hefur tekist að útbúa nefúða, sem gefur einn virkan skammt í einum úða.
Niðurstöður: Lyfjaformið var prófað í forklínískum rannsóknum, það stóðst
lyfjaeiturefnafræðilegar prófanir og í framhaldi af því var farið í klínískan fasa I og
fasa II. Niðurstöður sýndu að lyfið getur stöðvað flog á nokkrum mínútum.
Ályktanir: Nefúði er lyfjaform sem allir geta notað og eru bundnar vonir við að þetta
lyfjaform geti aukið lífsgæði þessara sjúklinga til muna. Það hefur því mikið
Sjúkrahús og lækniskostnaður
700
700
Lögregla
500
950
Slökkvilið
20
20
Tryggingafélög, eignatjón
8.300
8.300
Samtals
9.520
9.970
Framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla
1.420
1.850
Greiðslur tryggingafélaga
11.000
11.000
Samtals
12.420
12.850
21.940
22.820
Beinn kostnaður:
Óbeinn kostnaður:
Samtals kostnaður vegna umferðarslysa
Neðri efri mörk