Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Page 8
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
8 LÆKNAblaðið 2013/99
1 Myndgæði hafa áhrif á mælingar á súrefnismettun í sjónhimnu
Sveinn Hákon Harðarson1, Benedikt Atli Jónsson2 , Róbert Arnar Karlsson3 , Ásbjörg
Geirsdóttir4 , Davíð Bragason1 , Þór Eysteinsson1,5 , Ólöf Birna Ólafsdóttir1 , Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir1, Einar Stefánsson1
1Augndeild Landspítala, læknadeild HÍ, 2rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ, 3Oxymap ehf.
4St. Eriks Augnsjúkrahúsið í Stokkhólmi, 5lífeðlisfræðistofnun HÍ
sveinnha@hi.is
Inngangur: Mælingar á súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar eru
byggðar á augnbotnamyndum sem teknar eru með tveimur bylgju-
lengdum ljóss í einu. Tilgangur rannsóknarinnar var að prófa hvort
og hvernig myndgæði hafa áhrif á mælingar á súrefnismettun í sjón-
himnuæðum.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur samtímis
myndir með 570nm og 600nm ljósi. Hugbúnaður metur sjálfvirkt ljós-
gleypni sjónhimnuæða og reiknar súrefnismettun. Nýlega var þróað
hugbúnaðartól sem metur gæði augnbotnamynda sjálfkrafa og gefur
einkunn milli 0 og 1. Myndgæðaeinkunnin er samsett úr mati á fókus
og skerpu (contrast). Metnar voru myndir úr súrefnismælinum annars
vegar af 108 heilbrigðum og hins vegar af 17 einstaklingum á leið í
aðgerð vegna skýs á augasteini.
Niðurstöður: Í heilbrigðum einstaklingum minnkaði mæld súr-
efnismettun í bláæðlingum sjónhimnu með versnandi myndgæðum
(p<0,0001, R2=0,17) en ekki var samband milli mældrar mettunar í
slagæðlingum og myndgæða (p=0,79). Línulegt módel gaf til kynna að
sambandið milli mældrar mettunar og myndgæða hafi ekki verið vegna
hækkandi aldurs: Mettun í bláæðlingum=26-0,043*Aldur (ár)+37*Mynd-
gæðaeinkunn ; p=0,29 fyrir aldur en p=0,0008 fyrir myndgæði. Frekari
greining leiddi í ljós að áhrif myndgæða voru vegna skerpu (e. contrast,
p=0,0002) frekar en fókuss (p=0,36). Mæld súrefnismettun hjá sjúkling-
um á leið í augasteinsskipti sýndi jákvæða fylgni við myndgæði, bæði í
slagæðlingum (p=0,0079, R2=0,38) og bláæðlingum (p=0,0034, R2=0,45).
Ályktun: Léleg myndgæði tengjast lægri mældri mettun í bláæðlingum
og (í verri tilfellum) slagæðlingum. Myndgæði gætu verið skýrt sam-
band sem áður hefur fundist milli aldurs og mældrar súrefnismettunar.
Nýtt tól til að mæla myndgæði gerir gæðaeftirlit mögulegt og má mögu-
lega nýta til leiðréttingar á mælingum.
2 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun á 100% O2
– samanburður á heilbrigðum og glákusjúklingum
Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, Þórunn S. Elíasdóttir1,2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir 2,
Sveinn Hákon Harðarson1,2, Einar Stefánsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala
olofbirnaolafs@gmail.com
Inngangur: Orsakir gláku eru óþekktar en uppi eru kenningar um
að blóðflæði í augum sé illa stjórnað sem leitt gæti til súrefnisskorts.
Tilgangur verkefnisins var að kanna stjórnun á blóðflæði með því að
meta svar glákusjúklinga og heilbrigðra einstaklinga við innöndun á
100% súrefni.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúk-
lingum (n=10) og heilbrigðum einstaklingum (n=30) var mæld með
súrefnismæli, Oxymap T1. Súrefnismettun var mæld við innöndun á
andrúmslofti (baseline), eftir 10 mínútur af innöndun á 100% súrefni og
aftur við andrúmsloft (recovery).
Niðurstöður: Súrefnismettun sjónhimnuæða var marktækt hærri í slag-
æðlingum eftir innöndun á 100% súrefni hjá heilbrigðum einstaklingum
(p<0,0001) og glákusjúklingum (p=0,002). Bláæðlingar mældust einnig
marktækt hærri í súrefnismettun eftir 100% súrefnisöndun heilbrigðra
einstaklinga (p<0,0001) og glákusjúklinga (p<0,0001). Meðalæðavídd
slagæðlinga minnkaði í heilbrigðum einstaklingum (p<0,0001) ásamt
glákusjúklingum (p=0,003) við innöndun á 100% súrefni. Æðavídd
bláæðlinga minnkaði einnig við innöndun á 100% súrefni hjá báðum
hópunum (p<0,0001). Glákusjúklingar hækkuðu hlutfallslega meira í
súrefnismettun bláæðlinga við innöndun á 100% súrefni (66,4%±28,1%
vs. 50,2%± 18,1%, p=0,04). Að öðru leyti var enginn marktækur munur á
milli hópanna og svörun þeirra við innöndun 100% súrefnis.
Ályktun: Innöndun á 100% súrefni jók súrefnismettun í sjónhimnu-
æðum ásamt því að minnka æðavídd samanborið við normal aðstæður í
báðum hópunum. Glákusjúklingar hækkuðu hlutfallslega aðeins meira í
súrefnismettun í bláæðlingum í svari þeirra við 100% súrefnisinnöndun
samanborið við heilbrigða. Sú hækkun gæti stafað af vefjarýrnun sem
verður í gláku. Að öðru leyti var enginn munur á milli hópanna.
3 Mæling á súrefnismettun í sjónhimnu fólks með hálsæðaþrengsli
Þórunn Scheving Elíasdóttir,1,2,3 Davíð Þór Bragason,2 Sveinn Hákon Harðarson,2,4
Jóna V. Kristjánsdóttir, 2 Enchtuja Suchengi,5 Anna Bryndís Einarsdóttir, 2,5 Guðrún
Kristjánsdóttir,1,6 Einar Stefánsson2,4
1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2augndeild,Landspítala, 3svæfingadeild Landspítala,
4læknadeild Háskóla Íslands, 5taugalækningdeild Landspítala, 6Barnaspítala Hringsins Land-
spítala
tse@hi.is
Inngangur: Hálsæðaþrengsli (carotid stenosis) geta haft áhrif á blóð-
flæði til sjónhimnunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif
hálsæðaþrengsla og súrefnismeðferðar á súrefnismettun sjónhimnuæða.
Efniviður og aðferðir: Sjónhimnusúrefnismælirinn samanstendur af
augnbotnamyndavél, stafrænum myndavélum og ljósdeili. Mælirinn
tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm fyrir
útreikninga á súrefnismettun blóðrauðans. Þátttakendur voru þægin-
daúrtak 6 einstaklinga með ≥70% þrengingu í hálsslagæðum. Fjórir
höfðu hálsæðaþrengsli öðrum megin og tveir báðum megin. Reiknað var
meðaltal súrefnismettunar sjónhimnuæða í hvoru auga fyrir sig, með og
án súrefnis. Niðurstöðurnar voru bornar saman og gerður samanburður
við fingurmælingu (pulse oximeter) og heilbrigðan samanburðarhóp.
Niðurstöður: Við innöndun andrúmslofts mældist súrefnismettun
í slagæðlingum sömu megin hálsæðaþrengsla 92±4% (meðaltal ±
staðalfrávik) en 93±2% hjá heilbrigðum (p=0,78, n=6, óparað t-próf).
Súrefnismettun bláæðlinga var 57±4% við hálsæðaþrengsli og 55±4% hjá
Ágrip örfyrirlestra