Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 9
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 9
heilbrigðum (p=0,34). Ekki var munur á súrefnismettun sjónhimnuæða
sömu megin hálsæðþrengsla og gagnastæðra augna (n=4, parað t-próf).
Mismunur súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum (AV difference) í
báðum augum var 35±2% (p=0,78) og hélst óbreyttur við súrefnisgjöf
(p=0,51).Súrefnismeðferð hækkaði súrefnismettun í slagæðlingum í
95±5% (p=0,007, n=6,parað t-próf) og 58±4% í bláæðlingum (p=0,6). Ekki
var marktækur munur á sjónhimnu- og fingurmælingum.
Ályktun: Hálsæðaþrengsli virðast ekki hafa áhrif á súrefnismettun
sjónhimnuæða í þessu úrtaki. Óbreyttur mismunur súrefnismettunar í
slag- og bláæðlingum bendir til að súrefnisflutningur til augans mæti
efnaskiptaþörf innri sjónhimnunnar. Sjónhimnusúrefnismælirinn
nemur súrefnismettun í miðlægum æðum ekki síður en fingurmæling.
4 Rasch greining á eðli atriðamismununar (DIF) ADL kvarða A-ONE
Guðrún Árnadóttir
Landspítali, iðjuþjálfun
a-one@islandia.is
Inngangur: Iðjumatstækið A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral
Evaluation) er notað til að meta færni við athafnir daglegs lífs (ADL) og
áhrif taugaeinkenna á færnina. Fyrri Rasch greining ADL kvarða A-ONE
sýndi fram á að hægt er að umbreyta raðkvarða upplýsingum mats-
tækisins í mælieiningar á próffræðilega réttmætan og áreiðanlegan hátt.
Niðurstöður bentu einnig til að æskilegt væri að athuga nánar réttmæti
tengt atriðamismunun [differential item functioning (DIF)]. Tilgangur
rannsóknarinnar er því að athuga réttmæti ADL kvarða A-ONE nánar
með því að kanna hvort DIF og matsmismunun [differential test func-
tioning (DTF)] eigi sér stað tengt sjúkdómsgreiningum þátttakenda.
Efniviður og aðferðir: Notuð voru afturskyggn gögn einstaklinga (n =
415) með tvennskonar sjúkdómsgreiningar (heilablóðfall, heilabilun)
til að athuga hvort mismunur kæmi fram í mælingum þátttakenda á
atriðum kvarðans. Byggt var á niðurstöðum fyrri Rasch greiningar á
kvarðanum (20 atriða, fjögurra þrepa kvarði). DIF var talin hófleg ef <
0,64 logit en veruleg ef ≥1,0 logit. DTF var síðan ákvörðuð með því að
fá fram mæligildi allra einstaklinga beggja hópa á tveimur afbrigðum
kvarðans, fengnum með Rasch greiningu, þar sem atriðin höfðu verið
skorðuð (anchoring) út frá sjúkdómsgreiningu. Fylgni mælinga hvers
þátttakanda á skorðuðu kvörðunum tveimur var könnuð. Viðmið til
útilokunar á DTF voru há fylgni og samstæð mæligildi innan 95%
öryggisbils.
Niðurstöður: DIF út frá sjúkdómsgreiningum þátttakenda var töluverð.
Fylgni mælinga á mismunandi skorðuðum afbrigðum kvarðans var há
(r=0,99) og allar samstæður mæligilda féllu innan öryggisbils. DTF var
því ekki til staðar.
Ályktun: Þau atriði sem sýna atriðamismunun tengjast ákveðnum
sjúkdómseinkennum. Þau hafa greiningargildi, en valda ekki matsmis-
munun. Því er umbreyting raðkvarða upplýsinga ADL kvarða A-ONE í
mælieiningar réttmæt.
5 Aðferðir og magn methýlfenídats sem vímuefnaneytendur í æð ná
úr fjórum gerðum methýlfenídat taflna
Guðrún Dóra Bjarnadóttir1,2, Andrés Magnússon1,2, Bjarni Össurarson Rafnar1,2,
Engilbert Sigurðsson1,2, Steinn Steingrímsson2,3, Helena Bragadóttir1, Magnús
Jóhannsson2, Valþór Ásgrímsson2, Ingibjörg Snorradóttir2, Magnús Haraldsson1,2.
1Geðsviði Landspítala, 2heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3Sahlgrenska sjúkrahúsinu í
Gautaborg
gudrundb@lsh.is
Inngangur: Methýlfenídat (MPH) er örvandi lyf við ofvirkni og athyglis-
bresti og hefur notkunin aukist mikið undanfarin ár. Misnotkun MPH
um munn eða nef er þekkt en misnotkun í æð er lítið rannsökuð. Fjórar
gerðir MPH taflna eru til á Íslandi, eitt stuttverkandi (Rítalín®) og þrjú
langverkandi (Rítalín Uno®, Concerta®, Methýlfenídat Sandoz®).
Almennt er talið erfiðara að misnota langverkandi MPH en nýleg
rannsókn sýndi samt að Rítalín Uno® er það MPH lyf sem íslenskir
vímuefnaneytendur velja helst. Markmiðið er að rannsaka aðferðir sem
vímuefnaneytendur í æð nota til að ná virku MPH úr töflum, mæla magn
virka efnisins og bera saman við magn sem heilbrigðir einstaklingar ná
úr sömu töflum.
Efniviður og aðferðir: Einstaklingum sem hafa notað MPH í æð var
boðin þátttaka. Fjórir vímuefnaneytendur tóku þátt og einn hafnaði
þátttöku. Einnig tóku fjórir heilbrigðir einstaklingar þátt. Rannsakendur
útveguðu töflur og nauðsynlegan búnað. Magn MPH í sýnum var mælt
með vökvagreiningu.
Niðurstöður: Meðalaldur vímuefnaneytenda var 39 ár og meðaltími í
sprautuneyslu 15 ár. Vímuefnaneytendur og heilbrigðir náðu yfir 50%
af MPH úr Rítalín® og Rítalín Uno en minna en 30% úr Concerta® og
Methýlphenidate Sandoz®. Báðir hóparnir voru skemur að verka Rítalín®
og Rítalín Uno® en hin lyfjaformin. Ekki fannst marktækur munur á
magni MPH á milli hópanna.
Ályktanir: Rannsóknin er sú fyrsta í heiminum þar sem vímuefnaneytendur í
æð leysa upp MPH og magnið sem þeir ná er mælt. Rannsóknin sýnir að hægt
er meðhöndla bæði stutt- og langverkandi MPH töflur þannig að auðvelt er að
misnota efnin í æð.
6 Áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki:
íhlutunarrannsókn
Kristjana Sturludóttir1,2, Sunna Gestsdóttir2, Rafn Haraldur Rafnsson1, Erlingur
Jóhannsson2
1Landspítala, 2íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfunardeild,
menntavísindasviði Háskóli Íslands
kristjst@landspitali.is
Inngangur: Geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á millj-
ónir manna um allan heim, og er meðal algengustu orsaka langvinnra
sjúkdóma. Einstaklingar með sjúkdóminn eru líklegri til að tileinka
sér óheilbrigðan lífsstíl og deyja fyrir aldur fram. Rannsóknir benda
til þess að hreyfing hafi jákvæð áhrif á einstaklinga með geðklofa.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif 20 vikna íhlut-
unar á jákvæð og neikvæð einkenni geðklofa hjá ungu fólki ásamt því
að skoðuð voru áhrif íhlutunarinnar á þunglyndi, kvíða, hreyfingu,
holdafar, blóðþrýsting og hvíldarpúls.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=17) voru sjúklingar á geðdeild
Landspítalans á aldrinum 18-31 árs greindir með geðklofa. Þeir tóku þátt
í íhlutunarrannsókn undir handleiðslu íþróttafræðinga og hreyfðu sig
að lágmarki tvisvar sinnum í viku ásamt því að sitja fræðslu um heil-
brigðan lífsstíl einu sinni í viku. Þátttakendur svöruðu spurningarlistum
um geðræna líðan (PANSS, DASS, Rosenberg, CORE-OM, BHS, QQL,