Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 10

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 10
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 10 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 SWLS) fyrir og eftir íhlutun. Hæð, þyngd, blóðþrýstingur, mittisummál og hvíldarpúls voru mæld og líkamsþyngdarstuðull reiknaður í upp- hafi og lok íhlutunar. Tekin voru einstaklingsviðtöl við nokkra þátt- takendur og þeir spurðir um upplifun sína af rannsókninni. Niðurstöður: Á íhlutunartímabilinu dró marktækt úr neikvæðum og almennum einkennum geðklofa, þunglyndi, kvíða og streitu, lífsgæði jukust og virkni varð meiri (p<0,05). Hvíldarpúls þátttakenda lækkaði en holdafarsmælingar og blóðþrýstingur héldust óbreytt í lok íhlutunar- tímabils. Ályktun: Á íhlutunartímabilinu batnaði andleg líðan þátttakenda og hreyfing þeirra jókst og varð markvissari. Þá jókst líkamsþyngd þátttak- enda ekki á tímabilinu. Höfundar telja að hægt sé að nota reglubundna hreyfingu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl sem áhrifaríkan þátt í með- ferð einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. 7 Hugarheill Eiríkur Örn Arnarson1,W. Ed. Craighead2 1Læknadeild Háskóla Íslands og geðsviði Landspítala, 2 Rex Fuqua Professor, Department of Psychiatry and Behavioral Sciences and Department of Psychology, Emory University, USA eirikur@lsh.is Inngangur: Meiriháttar þunglyndi (MHÞ) og óyndi er algengt og hamlandi og hefst oft seint á táningsaldri. Ungmenni, sem upplifa MHÞ, eiga á hættu að fá slík köst síðar. Hugarheill er forvarnarverkefni. Lögð er áhersla á að unglingar geti lært að hafa áhrif á hegðun, breytt líðan og hugsun. Kennt er að hugsa um og meta aðstæður á uppbyggilegan hátt og að takast á við félagslegar aðstæður. Námskeið er sett fram í handbókum leiðbeinenda og þátttakenda og byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Texti, dæmi og myndir falla að hugar- heimi íslenskra unglinga. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru nemendur úr 9. bekk grunn- skóla, sem ekki höfðu greinst, en vegna margra einkenna þunglyndis talin í áhættu að þróa þunglyndi eða óyndi. Geðgreiningarviðtöl og sjálfsmat fór fram fyrir og eftir námskeið og 6 og 12 mánuðum síðar. Þátttakendum var dreift af handahófi í námskeiðs- (NS) og viðmiðunar- hópa (VH). Námskeið fóru fram í sex sveitarfélögum og byggðust á sál- félagslegu líkani til að auka viðnám þátta sem taldir eru tengjast þróun þunglyndis. Hittust hópar 14 sinnum og árangur metinn við hálfs- og eins árs eftirfylgd. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að Hugarheill dragi úr ein- kennum þunglyndis og sporni við þróun þess. Lifunargreining (survival analysis) við 12 mánaða eftirfylgd benti til áframhaldandi marktæks munar á NS- og VH (c2 = 5,02, p = ,025; OR = ,182) og voru fimmfalt meiri líkur á því að VH hefði þróað með sér MHÞ eða óyndi en NS. Ályktanir: Niðurstöður sýna að sporna megi við þróun þunglyndis ungmenna. Verkefnið hefur verið þýtt á ensku og portúgölsku og fer fram rannsókn í Portúgal til að kanna hvort álíka árangur náist í ólíku menningarsamfélagi. 8 Skert hugarstarf í MS sjúkdómnum og tengsl þess við líkamlega færni, þreytu og þunglyndi Sólveig Jónsdóttir¹ ², Hilmar P. Sigurðsson¹, Haukur Hjaltason¹ ², Sóley Þráinsdóttir¹ ² ¹Taugalækningadeild Landspítala, ²læknadeild Háskóla Íslands soljonsd@landspitali.is Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að um helmingur sjúklinga með MS er með skert hugarstarf. Markmið þessarar rannsóknar var að meta hugarstarf og tengsl þess við líkamlega færni, þreytu og þung- lyndi hjá sjúklingum með kastaform MS (relapsing remitting multiple sclerosis, RRMS). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 64 sjúklingar með virkan RRMS sjúkdóm, sem voru að hefja natalizumab meðferð á Landspítala og 24 heilbrigðir einstaklingar til samanburðar. Líkamleg færni sjúklinga var metin með EDSS kvarðanum (Expanded Disability Status Scale). Ítarlegt taugasálfræðilegt mat var lagt fyrir alla þátt- takendur. Þreyta og þunglyndi var einnig metið. Niðurstöður: Þáttagreining á niðurstöðum taugasálfræðilegra prófa hjá sjúklingum leiddi í ljós sex hugræn svið. Frammistaða sjúklinga var marktækt verri en heilbrigðra á fimm þessara sviða. Skerðing kom fram á Yrtu og óyrtu hugarflæði, Sjónhreyfihraða, Málhraða og athygli, Orðaminni og Sjónminni. Sjúklingar stóðu sig jafn vel og heil- brigðir á sviðinu Sjónræn rökhugsun. Þegar eingöngu var tekið tillit til taugasálfræðilegra prófa, sem ekki reyndu á fingrafimi, kom fram skert hugarstarf hjá 53% sjúklinga. Líkamleg færni var marktækt tengd öllum hugrænum sviðum nema Sjónminni og Sjónrænni rökhugsun. Alvarleg þreyta kom fram hjá 81,3% sjúklinga og 45,3% töldust þunglyndir. Þreyta og þunglyndi höfðu engin áhrif á hugarstarf. Ályktun: Verkefni, sem reyna á mál og hreyfihraða munns og handa, eru erfiðust sjúklingum með RRMS. Þeir eru jafnvígir heilbrigðum á sjónrænum verkefnum, sem ekki reyna á fingrafimi. Niðurstöður þessar styðja rannsóknir, sem hafa fundið meiri þynningu á heilaberki í vinstra heilahveli MS sjúklinga en því hægra. Skert líkamleg færni er tengd skertu hugarstarfi, en þreyta og þunglyndi er það ekki. 9 Þemagreining á skilningi sjúklinga á ósértækrar hugrænnar atferlismeðferðar og virkum þætti meðferðar? Magnús Blöndahl Sighvatsson1,2; Jón Friðrik Sigurðsson1,2,3; Paul Salkovskis4; Engilbert Sigurðsson1,2; Heiðdís B. Valdimarsdóttir4,5; Fanney Þórsdóttir2 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Háskólanum í Reykjavík, 4Háskólanum í Bath,5Mount Sinai- læknaskólanum magnblo@landspitali.is Inngangur: Rannsókninni sem hér er lýst, er fyrstu rannsókn af fjórum sem miðar að því að athuga hvernig ósértæk hugræn atferlismeðferð (ÓHAM) fyrir kvíða og þunglyndi í heilsugæslu virkar. Rannsóknir á Íslandi benda til þess að ÓHAM sé árangursrík og því er næsta röklega skrefið að reyna einangra mögulega virka þætti meðferðarinnar (pos- sible mechanisms of change) sem og að kanna skilning þeirra sem notið hafa meðferðarinnar á henni. Í þessari rannsókn var tilgáta Salkovskis (1996) um mögulegan virkan þátt könnuð sérstaklega. Hún gengur út á að kenna þurfi sjúklingi aðra raunhæfari og trúanlegri skýringu (kenn- ing B) en það bjagaða mat á aðstæðum sem sjúklingur er með þegar hann kemur til meðferðar (kenning A). Salkovskis taldi jafnframt að þessi kennsla væri gagnleg óháð geðröskunum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem þemagreiningu (thematic analysis) var beitt til að kanna hver var skilningur sjúklinga sem höfðu klárað ÓHAM við þunglyndi og kvíða

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.