Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 11

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 11
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 11 í heilsugæslu sem og hinn virka þátt. Þátttakendur voru 24 sjúklingar ýmist með kvíða eða þunglyndi sem allir höfðu lokið við meðferðina. Helmingur þátttakenda höfðu svarað meðferð en hinn ekki. Þeir voru spurðir fyrirfram ákveðinna spurninga um meðferðina, um skilning þeirra á henni og hinn virka þátt ásamt því að svara sjálfsmatskvörðum sem mátu geðrænt ástand þeirra. Svör þeirra voru tekin upp, skrifuð upp í handrit og þau innihaldsgreind þar sem leitað var eftir þemum í svörum þeirra þar sem athugað var sérstaklega var hvort skilningur þeirra á meðferðinni tengdist árangri hennar. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður og ályktanir: Þrjú þemu greind- ust hjá báðum hópunum: 1) Að hafa val um að hugsa vandamál mín útfrá öðrum sjónarhornum; 2) Meðvitund eða þekking á einkennum og 3) Jákvætt viðhorf. Lítill munur reyndist á hópunum að öðru leiti en því að hópurinn þar sem meðferð var ekki árangursrík virtist ekki átta sig á, á meðan meðferð stóð, að hann hefði val um að hugsa vandamál sín útfrá öðrum sjónarhornum. Sú vitneskja virðist hafa komið eftir að meðferð lauk og því ekki nýst í meðferð. Annar munur sem fannst var að hópurinn sem ekki naut árangurs í meðferð eignaði utanaðkomandi þáttum árangur meðferðinnar (t.d. að komast í nýja vinnu). 10 Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm Erna Hinriksdóttir1, Hrólfur Brynjarsson2, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins erna91@gmail.com Inngangur: Fyrirburar með vanþroskuð lungu fá margir sterameðferð til þess að ná þeim af öndunarvél og/eða minnka súrefnisþörf þeirra. Ekki er ljóst hvort ávinningurinn af sterameðferð í æð sé nægur til að vega upp á móti hugsanlegum aukaverkunum meðferðar. Markmið rann- sóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Veldur sterameðferð því að súrefnisgjöf barnanna minnkar og þau komast fyrr af öndunarvél? 2) Hver eru áhrif steragjafar á vöxt barnanna, blóðsykur, tíðni sýkinga og líkur á heilalömun? Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfella-viðmiða- rannsókn á fyrirburum á Vökudeild Barnaspítalans sem á árunum 1989- 2014 fengu sterameðferð í æð (n=46) eða á úðaformi (n=37) við erfiðum lungnasjúkdómi. Viðmið voru pöruð við tilfelli á meðgöngulengd og fæðingarári. Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á súrefnisþörf barna sem fengu stera í æð eða á úðaformi fyrstu dagana eftir að meðferð hófst, en ekki hjá viðmiðum. Marktækt fleiri tilfelli en viðmið þurftu öndunarvélameð- ferð við upphaf steragjafar í æð, en ekki 5 dögum síðar. Marktækt minni þyngdaraukning varð hjá tilfellum sem fengu stera í æð en viðmiðum á meðferðartímabilinu, en við 35 og 40 vikna meðgöngualdur var þó ekki marktækur þyngdarmunur milli hópa. Ekki reyndist marktækur munur á blóðsykurstyrk, né tíðni sýkinga eða heilalömunar milli hópanna. Ályktanir: Sterameðferð í æð og á úðaformi minnkar súrefnisþörf fyrir- bura með erfiðan lungnasjúkdóm og steragjöf í æð flýtir því að börnin náist af öndunarvél. Steragjöf í æð dregur tímabundið úr þyngdar- aukningu barnanna, en ekki þegar til langs tíma er litið. Því virðist réttlætanlegt að nota stera við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum í völdum tilvikum. 11 Marktæk fækkun á ífarandi sýkingum hjá börnum á Íslandi eftir að PCV-10 bóluefnið var tekið upp í ungbarnabólusetningu Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Birgir Hrafnkelsson4, Karl G. Kristinsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, Land- spítala, 4raunvísindadeild Háskóla Íslands helgaerl@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkar eru einn algengasti sýkingavaldur í eyrnabólgu barna, en geta einnig valdið alvarlegum sýkingum eins og lungnabólgu, blóðsýkingu og heilahimnubólgu. Bólusetning með próteintengdu bóluefni gegn 10 hjúpgerðum pneumókokka (PCV-10, Synflorix®) var tekin upp í ungbarnabólusetningu árið 2011 og eiga öll börn sem fædd eru eftir 1. janúar 2011 kost á bólusetningunni, sem gefin er við 3, 5 og 12 mánaðar aldur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna breytingar á fjölda ífarandi pneumókokkasýkinga meðal barna (<16 ára) og algengi hjúpgerða í kjölfar bólusetningarinnar. Efniviður og aðferðir: Haldin er skrá á Sýklafræðideild Landspítala yfir allar ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka á landinu öllu. Úr þeirri skrá fengust upplýsingar um aldur, sýkingu og afdrif sjúklinga og hjúpgerð pneumókokka 3 ár fyrir upphaf pneumókokkabólusetningar (2009-2011) og þremur ár eftir (2012-2014). Upplýsingar um íbúafjölda og dauðsföll fengust hjá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Alls greindust 19 ífarandi pneumókokkasýkingar hjá börnum (<16 ára) árin 2009-2011 (árlegt nýgengi 8.9 á 100.000 börn), en aðeins 1 sýking árin 2012-2014 (árlegt nýgengi 0,47 á 100.000), p<0,0001. Á sömu árum lækkaði árlegt nýgengi meðal barna <2ára úr 48 niður í 3,7 sýkingar á 100.000, p=0,0012 og hjá börnum >2<16 ára úr 2,7 niður í 0 sýkingar á 100.000. Eitt barn lést fyrra tímabilið og hafði það hjúpgerð sem er að finna í PCV-10 bóluefninu. Ekkert barn lést síðara tímabilið. Hlutfall PCV-10 hjúpgerða í ífarandi sýkingum var 74% fyrra tímabilið, en hjúpgerð sýkingarinnar sem greindist síðara tímabilið er ekki að finna í PCV-10 bóluefninu. Ályktun: Tölfræðilega marktæk fækkun varð á ífarandi sýkingum meðal barna eftir að bólusetning með PCV-10 bóluefninu var tekin upp í ung- barnabólusetningu á Íslandi. 12 Eru tengsl á milli festiþráða pneumókokka og raðgerða þeirra? Gunnsteinn Haraldsson1,2, Sigríður Júlía Quirk1,2, Helga Erlendsdóttir1,3, Martha Á Hjálmarsdóttir1,3, Ásgeir Haraldsson3,4, Andries J. van Tonder,5 Stephen D. Bentley6, Angela B. Brueggemann5, Karl G Kristinsson1,2. 1Sýklafræðideild Landspítala, 2Lífvísindasetri læknadeildar Háskóla Íslands, 3læknadeild Há- skóla Íslands, 4Barnaspítala Hringsins, 5Nuffield Department of Medicine, University of Oxford, United Kingdom, 6Wellcome Trust Sanger Institute, University of Cambridge gah@hi.is Inngangur: Festiþræðir (pili) pneumókokka eru mögulegir sýkiþættir sem tengjast viðloðun. Ef tengsl eru á milli klóna og festiþráða gætu mismunandi festiþræðir hugsanlega útskýrt sveiflur í tíðni ólíkra klóna. Kóðað er fyrir festiþráðum á genaeyjunum PI-1 og PI-2. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tilvist þessara gena og tengsl þeirra við raðgerðir. Efniviður og aðferðir: DNA úr pneumókokkum úr ífarandi sýkingum (n=134), neðri öndunarvegum (n=187), miðeyra (n=350) og nefkoki heilbrigðra barna (n=376) frá árunum 2009-2014, alls 1047 stofnum, var einangrað í Promega Maxwell 16s einangrunartæki og heilraðgreint í HiSeq2500 raðgreini. Niðurstöður voru settar saman með Velvet og þær geymdar í BIGS gagnagrunni, þaðan sem voru dregnar úr þeim upp- lýsingar um raðgerð og tilvist genaeyjanna PI-1 og PI-2 og flokk PI-1.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.