Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 12
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
12 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85
Niðurstöður: Í heildina fundust 104 raðgerðir á meðal 1014 stofna, en
ekki var hægt að ákvarða raðgerð 33 stofna. Algengasta raðgerðin var
ST3014, 151 stofn, en 39 raðgerðir innihéldu aðeins einn stofn hver.
Genaeyjur festiþráða fundust í 474 stofnum af 30 raðgerðum, en ekki í
573 stofnum af 78 raðgerðum. Raðgerð ST62 innihélt 8 stofna með PI-2
en 27 stofna án, og ST199 innihélt 10 stofna með PI-1, flokki III en 42
stofna án festiþráða. Þrjár aðrar raðgerðir innihéldu stofna sem voru
ýmist með eða án festiþráða eða með ólíka gerð og/eða flokk festiþráða.
Að öðru leiti voru allir stofnar hverrar raðgerðar eins m.t.t. festiþráða,
þ.m.t ST3014 sem innihélt báðar genaeyjurnar.
Ályktun: Gen fyrir festiþræði fundust í tæplega helmingi pneumó-
kokkastofnanna og tilvist þeirra fór eftir raðgerðum þannig að stofnar
af sömu raðgerð voru eins með tilliti til festiþráða.
13 Klónadreifing pneumókokka í sýkingum og
heilbrigðum berum fyrir upphaf bólusetninga á Íslandi
Sigríður Júlía Quirk1,2, Gunnsteinn Haraldsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,2, Helga
Erlendsdóttir2, Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2, Andries J. van Tonder3, Angela
Brueggemann3, Stephen Bentley4, Karl G. Kristinsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3University of Oxford, 4Wellcome
Trust Sanger Institute
sigjulia@landspitali.is
Inngangur: Pneumókokkar hafa mikla aðlögunarhæfileika og eiginleiki
þeirra til að taka upp erfðaefni hefur leitt til erfðafræðilegar misleitni.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði pneumókokka-
klóna frá óbólusettu þýði á Íslandi.
Efni og aðferðir: Allir stofnar úr ífarandi sýkingum (IPD, n=95) og annar
hver stofn frá miðeyra (ME, n=300), neðri öndunarvegum (LRT, n=149)
og heilbrigðum leikskólabörnum (n=338) frá 2009-2011 voru heilgena-
raðgreindir. Hjúpgreining var gerð með latex kekkjunarprófi, multiplex
PCR og heilgenaraðgreiningu. Klónagerð (ST) var ákvörðuð út frá heil-
genaraðgreiningunni.
Niðurstöður: Hjúpgerð 19F var algengust í ME og LRT, hjúpgerð 14 í
IPD og hjúpgerð 6B meðal leikskólabarna. Stofnarnir tilheyrðu 95 ST
(klónum) og 10 þeirra innihéldu stofna af fleiri en einni hjúpgerð (ein
hjúpgerð oftast ráðandi). Alls greindust 40 ST í sýnum frá IPD (13 þeirra
eingöngu í IPD). Hver ST samanstóð af 1-3 stofnum nema ST191 (10
stofna). Alls greindust 52 ST í sýnum frá ME (12 ST eingöngu í ME),
52 ST frá LRT (7 ST eingöngu í LRT) og 53 ST hjá leikskólastofnum
(10 ST eingöngu í leikskólastofnum). Þrettán ST voru sameiginlegar
öllum sýnaflokkum, ST9, ST100, ST124, ST162, ST176, ST199, ST311,
ST440, ST425, ST460, ST2221, ST3014 og ST9458. ST3014 var algengust
yfir rannsóknartímabilið en sá klónn er náskyldur PMEN Taiwan 19F
ST236 klóninum og var að mestu af hjúpgerð 19F. ST3014 var marktækt
algengari í LRT heldur en í IPD (p<0.0001).
Ályktun: Algengasti klóninn, ST3014, hafði sterka tilhneigingu til að
sýkja ME og LRT. Reglubundin bólusetning með 10-gildu pneumó-
kokkabóluefni (Synflorix®) var innleidd á Íslandi í apríl 2011. Frekari
rannsóknir á klónadreifingu á Íslandi eftir bólusetningu stendur yfir.
14 Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013
Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir1, Pétur Hörður Hannesson1,2, Páll Helgi Möller1,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2myndgreiningarsviði Landspítala, 3skurðlækningadeild Land-
spítala
birtadogg@gmail.com
Inngangur: Garnaflækja á bugaristli (sigmoid volvulus) orsakar oft garna-
stíflu. Kjörmeðferð er ristilspeglun og síðar aðgerð. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna meðferð og horfur garnaflækju á bugaristli á
Landspítala.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum með
garnaflækju á bugaristli á tímabilinu 2000-2013. Farið var yfir sjúkra-
skrár og skráð kyn, aldur, legutími, meðferðarform, fylgikvilla með-
ferðar, vefjagreiningasvar og endurkomur.
Niðurstöður: Heildarfjöldi sjúklinga var 49, 29 karlar og 20 konur
(1,5:1). Meðalaldur var 74 ár (bil: 25-93). Í fyrstu legu fóru 12 sjúklingar
í aðgerð ýmist beint (n=1), aðkallandi aðgerð eftir innhellingu (n=1)
eða í kjölfar speglunar (n=10). Af þeim sem fóru í speglun fóru allir í
bráða aðgerð af eftirtöldum ástæðum: drep í görn (n=3), misheppnuð
speglun (n=6) og garnaflækja á botnristli (n=1). Eitt andlát varð eftir
tvær misheppnaðar speglanir og bráða aðgerð í kjölfarið. Hjá hinum
37 (75,5%) sjúklingunum var meðferðin eftirfarandi: speglun (n=35),
innhelling (n=1) og endaþarmsrör (n=1). Hér varð eitt (2%) andlát. Tveir
(5,4%) sjúklingar fóru síðar í valaðgerð. Endurkoma varð hjá 24 (64,9%).
Af þeim var einn settur upp fyrir valaðgerð en lagðist inn áður vegna
garnaflækju. Dregin var upp Kaplan Maier kúrfa og voru samsöfnuð
líkindi (accumulated probability) á að fá ekki endurkomu eftir 3, 6 og 24
mánuði; 66%, 55% og 22%.
Umræða: Meirihluti sjúklinga sem ekki fer í aðgerð í fyrstu legu kemur
aftur með endurtekna garnaflækju á bugaristli og líkindi á endurkomu
aukast eftir því sem frá líður. Mikilvægt er því að hafa valaðgerð í huga
snemma eftir fyrsta kast.
15 Hryggjar- og mænuáverkar á Landspítala á árunum 2007-2011
Eyrún Arna Kristinsdóttir1, Páll E. Ingvarsson2, Kristinn Sigvaldason3, Sigrún
Knútsdóttir2, Halldór Jónsson Jr1,4
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2endurhæfingardeild Landspítala, 3svæfinga-og gjörgæsludeild
Landspítala, 4bæklunarskurðdeild Landspítala
krisig@landspitali.is
Inngangur: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á faraldsfræði hrygg-
brota. Mænuáverkar í tengslum við þau eru meðal alvarlegustu afleið-
inga slysa og forvarnarstarf því mikilvægt.
Markmið: Öflun faraldsfræðilegra upplýsinga um hryggjar- og mænu-
áverka á Landspítala og leit að áhættuþáttum fyrir forvarnarstarf.
Aðferðir: Upplýsinga um orsakir, alvarleika, aldur, kyn o.fl. var aflað
úr sjúkraskrám allra sem greindust með hryggbrot á Landspítala árin
2007-2011.
Niðurstöður: Með hryggbrot greindust 487 einstaklingar, 42 þeirra
fengu mænuskaða (9%). Fimm fengu mænuskaða án hryggbrots.
Meðalaldur var 56 ár og karlar voru 57%. Árlegt nýgengi hryggbrota var
31 tilfelli/100.000 íbúa en mænuskaða 2,7 tilfelli/100.000 íbúa. Fall var
algengasta orsök hryggbrota (49%) og mænuskaða (43%) en umferðar-
slys næst algengust (31% og 26%). Í flokknum lág föll (<1 m) var meðal-
aldur hár (77 ár) og konur í meirihluta. Algengustu umferðarslysin
voru bílslys (82%) en flest þeirra voru bílveltur. Bílvelta var orsök allra
mænuskaða vegna bílslyss. Meirihluti hryggbrota vegna bílslysa varð í
dreifbýli (79%), 19,5% slasaðra notuðu ekki bílbelti en upplýsingar vant-