Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 13

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 13
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 13 aði fyrir 27%. Íþrótta- og tómstundaslys voru orsök hryggbrota í 12% tilfella og hestaslys voru algengust þeirra (36%). Algengust voru brot á lenda- og spjaldhrygg (41%) en sjaldgæfust á efri hálshrygg (9%). Af þeim sem hlutu mænuskaða voru 38% með alskaða við komu á sjúkra- hús. Tæplega helmingur mænuskaðaðra var háður hjólastól við útskrift. Ályktanir: Um 9% þeirra sem hryggbrotnuðu fengu mænuskaða, flestir eftir fall eða bílveltur. Öryggiskröfur á vinnustöðum, við tómstunda- iðkun og í umferðinni þarf sífellt að bæta og fylgja eftir en einnig þyrfti að kanna nánar ástæður falla meðal aldraðra. 16 Réttmæti breyttrar útgáfu af verkjameðferðarvísi Sigríður Zoëga1, Sigríður Gunnarsdóttir1,2 Landspítala1, Háskóla Íslands2 szoega@landspitali.is Inngangur: Verkjameðferð er víða ábótavant en verkjameðferðarvísir (VMV) (Pain Management Index) er notaður til að meta hvort sjúklingar eru að fá viðeigandi verkjameðferð. VMV er reiknaður út frá styrk verkja og tegund verkjalyfs samkvæmt verkjastiga WHO. Neikvætt skor bendir til vanmeðhöndlunar verkja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna réttmæti breyttrar útgáfu VMV sem inniheldur staðdeyfi- og taugaverkjalyf til viðbótar við hefðbundin verkjalyf. Efniviður og aðferðir: Þetta var lýsandi rannsókn með stundaralgeng- issniði. Þátttakendur voru sjúklingar ≥18 ára sem legið höfðu inni í ≥sólarhring og voru færir um þátttöku. Lyfjaupplýsingar voru fengnar úr Therapy kerfinu en sjúklingar svöruðu spurningalista bandaríska verkjafræðafélagsins. Fjórar útgáfur af VMV voru reiknaðar: VMV-F sem byggir á fyrirmælum læknis, VMV-G sem byggir á því hvaða lyf voru gefin og breytt útgáfa VMV-F og G: VMV-Fb og VMV-Gb. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda (N=282) var 68,9 ár (SF=17,0), 51% voru karlar. Hlutfall sjúklinga með viðeigandi VMV var 75% fyrir VMV- F, 78% fyrir VMV-Fb, 58% fyrir VMV-G og 62% fyrir VMV-Gb. Ekki var munur á verkjabreytum eftir því hvor útgáfan af VMV-F var notuð. Hins vegar fengu sjúklingar með viðeigandi VMV-G meiri verkjastill- ingu og voru skemur með mikla verki en þeir sem voru með neikvæðan vísi, ólíkt sjúklingum með viðeigandi VMV-GB, p≤0.05. Sjúklingar með viðeigandi VMV-G og VMV-Gb voru frekar með aukaverkanir en sjúklingar með VMV-F og VMV-Fb, p≤0,05. Fleiri sjúklingar á skurð- lækningasviði voru með jákvæðan vísi en á lyflækningasviði, p≤0.05. Ályktun: Lítill munur var á upprunalega og breytta VMV. Báðar út- gáfurnar greina á milli hópa og áhrifa verkja á einstaklinginn. Líkt og upprunalega útgáfan er breyttur VMV réttmætur mælikvarði á hversu viðeigandi verkjameðferðin er. 17 Árangur þvagblöðrubrottnáms vegna krabbameins í þvagblöðru á Íslandi árin 2003-2013 Oddur Björnsson1 , Eiríkur Orri Guðmundsson2, Valur Þór Marteinsson3, Eiríkur Jónsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala, 3handlækningadeild Sjúkra- hússins á Akureyri odb5@hi.is Inngangur: Þvagblöðrubrottnám er kjörmeðferð við vöðvaífarandi krabbameini í þvagblöðru. Aðgerðin er umfangsmikil og fylgikvillar því algengir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif sjúklinga sem fóru í aðgerðina og fylgikvilla hennar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir þvagblöðrubrottnám vegna krabbameins í þvagblöðru á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 2003-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Fylgikvillar voru flokkaðir samkvæmt Clavien- Dindo flokkunarkerfinu. Langtímalifun sjúklinga var einungis skoðuð hjá þeim sjúklingum sem voru með breytiþekjukrabbamein (transitional cell cancer). Niðurstöður: Alls gengust 108 sjúklingar (meðalaldur 67 ár, 81,5% karlar) undir þvagblöðrubrottnám vegna krabbameins í þvagblöðru á rannsóknartímabilinu og af þeim höfðu 99 sjúklingar breytiþekju- krabbamein. Bricker-þvagveita var gerð í 86% tilfella og nýblaðra á þvagrás hjá 14% sjúklinga. Miðgildi aðgerðartíma var 266 mínútur og miðgildi blóðtaps í aðgerð 1000 ml. Miðgildi legutíma eftir aðgerð var 15 dagar. Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð en 1 sjúklingur (0,9%) lést innan 90 daga úr fylgikvilla aðgerðar. Alls fengu 62 sjúklingar (57%) fylgikvilla í kjölfar aðgerðar. Minniháttar fylgikvilla (Clavien: 1-2) fengu 30 sjúklingar (28%), 17 (16%) alvarlega fylgikvilla (Clavien: 3-5) og 15 (14%) hvoru tveggja. Enduraðgerð var framkvæmd á 26 sjúklingum (24%). Heildarlifun eftir 5 ár var 54% og sjúkdómatengd lifun 59%. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að lifun sjúklinga eftir þvagblöðrubrottnám hér á landi er sambærileg því sem lýst hefur verið í erlendum rannsóknum. Sama má segja um háa tíðni fylgikvilla og enduraðgerða. 18 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi Helga Rún Garðarsdóttir1, Hera Jóhannesdóttir2, Jónas A. Aðalsteinsson1, Linda Ósk Árnadóttir1, Sólveig Helgadóttir2, Tómas A. Axelsson2, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala hrg53@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur krans- æðahjáveituaðgerða hjá konum með áherslu á fylgikvilla, dánarhlutfall innan 30 daga og langtíma lifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi árin 2001-2012. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Fylgikvillar voru skráðir og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþáttagreining var notuð til að meta for- spárþætti dauða innan 30 daga og lifunar. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár. Niðurstöður: Af 1622 sjúklingum voru konur 291 (18%). Meðalaldur þeirra var hærri en karla (69 ár sbr. 65 ár, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% sbr. 62%, p <0,001) og EuroSCORE þeirra var hærra (6,1 sbr. 4,4, p <0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki og umfang kransæðasjúkdóms var sæmbærileg. Alls létust 12 konur en 30 karlar (4% sbr. 2%, p=0,1) innan 30 daga en munurinn var ekki marktækur. Heildartíðni skammtíma (53% sbr. 43%, p=0,07) og lang-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.