Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 14
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
14 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85
tíma fylgikvilla (27% sbr. 32%, p=0,1) var sambærileg milli kynja. Fimm
árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borið saman við 90% hjá körlum
(p=0,09). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru hár aldur,
skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. Kvenkyn reyndist hins vegar
hvorki vera sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 0,99;
95%-ÖB: 0,97-1,01) né langtíma lifunar (OR 1,09; 95%-ÖB 0,79-1,51).
Ályktun: Konur gangast sjaldnar undir kransæðahjáveituaðgerðir en
karlar en eru fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur krans-
æðahjáveitu er ekki síðri meðal kvenna en karla og 5 árum frá aðgerð eru
87% þeirra á lífi.
19 Skurðaðgerðir við hjartaþelsbólgu á Íslandi 1997-2013
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2, Arnar Geirsson1
1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
ragnheidur.martha@gmail.com
Inngangur: Hjartaþelsbólga er sýking í hjartaþeli sem oftast leggst á
hjartalokur. Meðferðin felst í sýklalyfjagjöf en stundum er skurðað-
gerðar þörf til lækningar. Upplýsingar um árangur þessara aðgerða og
hlutfall sjúklinga sem þurfa aðgerð vantar hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á öllum sjúklingum sem
greindust með hjartaþelsbólgu á Landspítala 1997-2013. Litið var sér-
staklega á sjúklinga sem gengust undir hjartaðgerð vegna hjartaþels-
bólgu á tímabilinu. Upplýsingar fengust úr miðlægum greiningar- og
aðgerðarskrám.
Niðurstöður: Alls greindust 307 einstaklingar með hjartaþelsbólgu á
rannsóknartímabilinu og þurftu 38 þeirra skurðaðgerð (12,3%). Oftast
var um sýkta ósæðarloku að ræða, eða hjá 27 sjúklingum. Skipta þurfti
um loku hjá öllum sjúklingum nema tveimur, ýmist með gerviloku
(28%) eða lífrænni loku (57%). Í þremur tilvikum var um sýkta gerviloku
að ræða sem skipt var út. Kransæðahjáveita var framkvæmd samhliða
hjá 19% sjúklinga og hjá 16% þurfti að lagfæra aðra hjartaloku, oftast
míturloku. Fimm sjúklingar höfðu fyrri sögu um hjartaaðgerð og aðrir
5 sjúklingar voru sprautufíklar. Alls voru 26 sjúklingar með jákvæðar
blóðræktanir og voru algengustu sýklarnir gram-jákvæðir kokkar, oftast
Staphylococcus aureus. Oftast var notast við 3ju kynslóðar cephalo-
sporin og penicillín. Tímalengd frá greiningu að skurðaðgerð voru 12
dagar (miðgildi, bil: 0-330 dagar). Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð
voru hjartadrep (35%), öndunarbilun (44%) og enduraðgerð vegna blæð-
ingar (26%). Alls létust 4 sjúklingar innan 30-daga (11%). Fimm og 10 ára
lifun var 59,5% og 49,5%.
Ályktanir: Tæplega sjötti hver sjúklingur með hjartaþelsbólgu á
Landspítala þurfti skurðgerð, oftast ósæðarlokuskipti. Fylgikvillar eru
tíðir og dánarhlutfall umtalsvert hærra en við valaðgerð á hjartalokum.
20 Sjúklingar með stunguáverka lagðir inn á Landspítala 2005-2014
Una Jóhannesdóttir1, Guðrún María Jónsdóttir2, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir4, Hjalti
Már Björnsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,4, Brynjólfur Mogensen1,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bráðadeild, 4hjarta- og lungna-
skurðdeild Landspítala
una.johannesdottir@gmail.com
Inngangur: Slys og ofbeldi eru meðal algengustu dánarorsaka ungs
fólks. Fáar rannsóknir eru til um faraldsfræði stunguáverka í Evrópu
og engar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði
sjúklinga með stunguáverka á 10 ára tímabili.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra ein-
staklinga sem lagðir voru inn á Landspítala 2005-2014 í kjölfar áverka
með hníf eða sveðju. Upplýsingar fengust úr rafrænum sjúkraskrám
Landspítala. Áverkar voru metnir með áverkaskori og áverkamati.
Niðurstöður: 49 sjúklingar voru lagðir inn (0,15 á hverja 1000 íbúa),
meðalaldur var 33 ár og karlar 42 (86%). Meirihluti stunguáverka urðu í
heimahúsi, 26 tilfelli (53%), 15 utanhúss (31%), 4 á skemmtistað (8%) og
2 á vinnustað (4%). Áverkar á brjósthol voru algengastir (n=23), síðan
komu áverkar á efri útlimi (n=21), höfuð, háls og andlit (n=17), kvið
(n=15) og hrygg, mjaðmagrind og neðri útlimi (n=13). Meðaltími frá
áverka að komu á sjúkrahús var 41 mínúta (bil: 6-161). Meðal áverkaskor
var 9,5 (bil: 1-34), 9 einstaklingar (18%) voru alvarlega slasaðir (áverka-
skor >16). Meðal áverkamat var 7,0 og meðallegutími 5,5 dagar. Alls
gengust 27 sjúklingar (55%) undir aðgerð og var meðal áverkaskor þeirra
10,6, en 19 þeirra þurftu gjörgæslumeðferð (39%). Tveir sjúklingar létust
innan 30 daga (4%), báðir lífshættulega slasaðir. Af þeim 47 sjúklingum
sem lifðu áverkann útskrifuðust 43 heim (92%).
Ályktun: Stunguáverkar sem leiða til innlagna eru tiltölulega sjaldgæfir
hér á landi borið saman við nágrannalönd. Flestir eru mikið slasaðir
en 18% einstaklinga reyndust með alvarlega eða lífshættulega áverka.
Dánartíðni þeirra sem leggjast inn á Landspítala eftir stunguáverka er
mjög lág (4%) og gæti stuttur viðbragðs- og flutningstími neyðarbíls
skipt máli ásamt góðri meðferð eftir innlögn.
21 Kirtilfrumukrabbamein í lungum
- vefjaflokkun og lífshorfur eftir skurðaðgerð
Guðrún Nína Óskarsdóttir1,5, Jóhannes Björnsson4, Steinn Jónsson3,4, Helgi J Ísaksson2,
Tómas Guðbjartsson1,5.
1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2meinafræðideild, 3lungnadeild Landspítala, 4meinafræðideild
Sjúkrahússins á Akureyri, 5læknadeild Háskóla Íslands
gudrunn87@gmail.com
Inngangur: Lungnakrabbamein eru í 85% tilvika af ekki-smáfrumugerð
og eru algengustu vefjagerðirnar kirtilfrumu-, flöguþekju- og stór-
frumukrabbamein. Nýlega var birt nýtt flokkunarkerfi fyrir kirtil-
frumukrabbamein í lungum og markmiðið að spá betur fyrir um lifun
sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að endurskoða vefjagerð
allra kirtilfrumukrabbameina í lungum á Íslandi eftir lugnaaðgerð á 20
ára tímabili og meta áhrif vefjagerðar á lifun.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til 310 sjúklinga
með kirtilfrumukrabbamein í lungum (meðalaldur 65,5 ár, 56% konur)
sem gengust undir aðgerð á árunum 1991-2010 á Íslandi. Æxlin voru
endurflokkuð samkvæmt nýjustu flokkun IASLC/ATS/ERS á kirtil-
frumukrabbameinum. Heildarlifun var metin með aðferð Kaplan-Meier
og miðast eftirfylgd við 1. janúar 2015.
Niðurstöður: Acinar-ríkjandi kirtilfrumukrabbamein var algengasta
vefjagerðin (45% tilfella) en næstu komu solid (24%), lepidic (19%) og
papillary (8%) ríkjandi undirgerðir kirtilfrumukrabbameins. Eitt tilfelli
greindist af kirtilfrumukrabbameini in situ, 3 tilfelli af lítið ífarandi
(minimally invasive) kirtilfrumukrabbameini og 7 tilfelli voru ífarandi
slímmyndandi. Heildarlifun fyrir allar vefjagerðir var 81,1% eftir 1 ár og
42,6% eftir 5 ár. Ekki sást marktækur munur á lifeun eftir undirgerðum
kirtilfrumukrabbameins (log-rank próf, p=0,43) (mynd 1).
Ályktun: Acinar og solid ríkjandi kirtilfrumukrabbamein eru algeng-
ustu undirflokkar frumkomins kirtilfrumukrabbameins í lungum. Ekki
sást munur á lifun eftir undirflokkum kirtilfrumukrabbameins, líkt og
sést hefur erlendis.