Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 17
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 17
28 D-vítamínskortur er algengur hjá sjúklingum á gjörgæslu eftir
opnar hjartaðgerðir á Íslandi
Rúnar B. Kvaran1,3, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2,3, Martin I.
Sigurðsson4, Gísli H. Sigurðsson1,3
1Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2 hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Há-
skóla Íslandsl 4Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine Brigham and
Women’s Hospital, Boston
runarkvaran@gmail.com
Inngangur: D-vítamínskortur hefur verið tengdur við aukna hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini og aukn-
ar dánarlíkur af völdum þessara sjúkdóma. Rannsóknir frá suðlægum
löndum á hjartaskurðsjúklingum hafa sýnt lág gildi D-vítamíns (25(OH)
D) í blóði en upplýsingar um D-vítamínbúskap þessa sjúklingahóps
vantar á norðlægum slóðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna 25(OH)D-gildi sjúklinga eftir opna hjartaaðgerð á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn athugunarrannsókn
á 77 sjúklingum (77% karlar, meðalaldur 66,4±10,4 ár) sem lágu á
gjörgæsludeild Landspítala eftir opna hjartaaðgerð frá febrúar til sept-
ember 2014. Í flestum tilvikum var um að ræða kransæðahjáveitu (60%)
og ósæðarlokuskipti (30%). 25(OH)D var mælt í blóði á fyrsta sólarhring
gjörgæslulegu og síðan einum eða tveimur dögum síðar. Klínískum
upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. LÞS sjúklinga var að meðaltali
28,0±5,1 kg/m2 og APACHE II stigun sjúklinga var að meðaltali 12,1±5,0.
D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D <50 nmól/L.
Niðurstöður: Meðalgildi 25(OH)D í blóði sjúklinganna var um 35,2±22,1
nmól/L. Alls höfðu 59 sjúklingar (77%) D-vítamínskort og voru 30 þeirra
(39%) með 25(OH)D-gildi <25 nmól/L sem telst alvarlegur skortur.
Einungis 18 sjúklingar (23%) höfðu eðlileg gildi. Mismunur á fyrsta og
öðru 25(OH)D-gildi sjúklings var að meðaltali 5,4±5,0 nmól/L.
Ályktanir: Mikill meirihluti sjúklinga (77%) mældist með D-vítamíngildi
sem talin eru lægri en nægir til viðhalds góðrar heilsu. Nærri 40% mæld-
ust með alvarlegan skort sem getur tengst beineyðingu, beinkröm og
vöðvaslappleika. Vel kemur til greina að skima fyrir D-vítamínskorti hjá
sjúklingum sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi.
29 D-vítamínbúskapur hjá gjörgæslusjúklingum
Rúnar B. Kvaran1,2, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Martin I. Sigurðsson3, Gísli H.
Sigurðsson1,2
1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslandsl 3Department of
Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine Brigham and Women’s Hospital, Boston
runarkvaran@gmail.com
Inngangur: D-vítamínskortur tengist aukinni hættu á hjarta- og æða-
sjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini til viðbótar við
beina- og vöðvasjúkdóma líkt og lengi hefur verið þekkt. Rannsóknir í
suðlægum löndum hafa sýnt lág D-vítamíngildi (25(OH)D) í blóði gjör-
gæslusjúklinga og tengt D-vítamínskort við lengri spítalalegu og aukna
dánartíðni. Upplýsingar um D-vítamínbúskap gjörgæslusjúklinga á
norðurslóðum vantar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
D-vítamínbúskap gjörgæslusjúklinga á Landspítala.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn athugunarrannsókn á
102 sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæslu Landspítala frá febrúar til
september 2014. 25(OH)D var mælt í blóði sjúklinga á fyrsta sólarhring
gjörgæslulegu og einum eða tveimur dögum síðar. D-vítamínskortur
var skilgreindur sem 25(OH)D <50 nmól/L og alvarlegur skortur < 25
nmól/L. Algengi D-vítamínskorts var metið og áhrif hans á gjörgæslu-
og spítalalegu og dánartíðni.
Niðurstöður: Meirihluti sjúklinga var karlar (64%) og meðalaldur
sjúklinga var 65 ár (19-88 ár). Algengustu ástæður innlagnar á gjör-
gæslu voru sýklasótt (20%), blæðing (16%) og öndunarbilun (15%).
APACHE II stigun, sem metur alvarleika veikinda, var að meðaltali
19. 68% sjúklinga reyndust hafa D-vítamínskort. Aðeins 11% höfðu
D-vítamíngildi sem eru talin nauðsynleg til þess að viðhalda góðri
heilsu, eða > 75 nmól/L. Meðalmunur á aðskildum D-vítamínmælingum
hjá sama sjúklingi var 2,3±9,9 nmól/L. Sjúklingar með 25(OH)D < 25
nmól/L (n = 46) lágu að meðaltali 7,7 daga á gjörgæslu en sjúklingar
með 25(OH)D > 25 nmól/L (n = 56) að meðaltali 3,9 daga (p = 0,07).
Ályktun: D-vítamínskortur er algengur á meðal gjörgæslusjúklinga á
Landspítala og sjúklingar með alvarlegan D-vítamínskort virðast liggja
lengur inni á gjörgæslu en aðrir sjúklingar.
30 Áhrif síendurtekins togs á genatjáningu náttúrulega
ónæmisvarna í lungnaþekjustofnfrumulínu
Harpa Káradóttir1, Nikhil N. Kulkarni1, Þórarinn Guðjónsson1, Sigurbergur
Kárason2, Guðmundur H. Guðmundsson1
1Lífvísindasetri Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala.
hak14@hi.is
Inngangur: Þekkt er að öndunarvélarmeðferð getur valdið skemmdum
á lungnavef og aukið líkur á sýkingum í öndunarfærum. Markmið rann-
sóknarinnar var að kanna áhrif síendurtekins togs, sem líkir eftir önd-
unarvélarmeðferð, á náttúrulegar ónæmisvarnir lungnaþekjufrumna og
hvort hægt væri að styrkja þær samhliða toginu.
Efniviður og aðferðir: VA10 lungnaþekjufrumulínan var sett í Flexcell®
FX-5000TM togkerfi þar sem frumurnar gangast undir síendurtekið tog.
Frumurnar voru meðhöndlaðar með D3 vítamíni og 4-phenylbuty-
rat (PBA), sem hafa styrkjandi áhrif á náttúrulegar ónæmisvarnir.
Genatjáning frumnanna var mæld á mRNA (qRT-PCR) og prótein
(Western blot) stigi. Frumurnar voru einnig litaðar með flúrljómunar-
merktum mótefnum og greindar í smásjá.
Niðurstöður: Tjáning á ákveðnum genum ónæmiskerfisins var breytt
eftir síendurtekið togálag. Aukning var á genatjáningu bólgumiðlanna
IL-8 og IL-1β í mRNA magni. Hins vegar var tjáning flakkboðans IP-10
(CXCL10) og viðtakanum TLR-3 minnkuð. Auk þess var minnkun á ör-
verudrepandi peptíðinu LL-37, sem hægt var að snúa við með D-vítamín
og PBA örvun frumnanna. Þessi aukning á LL-37 var einnig staðfest í
próteinmagni.
Ályktun: Við síendurtekið togálag jókst bólgusvörun lungnaþekju-
frumnanna á meðan yfirborðsvarnir þeirra minnkuðu. Því má ætla að
hið náttúrulega ónæmissvar frumnanna sé skert við slíkar aðstæður
og vefurinn viðkvæmur fyrir sýkingum. Hægt var að snúa þessum
áhrifum við og styrkja varnir þekjunnar með D-vítamíni og PBA. Þessar
niðurstöður gætu haft klínískt gildi við leit að aðferðum til að draga úr
fylgikvillum öndunarvélarmeðferðar.