Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 18

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 18
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 18 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 31 Meðferð og afdrif sjúklinga með mjaðmarbrot sem lögðust inn á Landspítala Kristófer A Magnússon1, Gísli H Sigurðsson1,2, Brynjólfur Mogensen1,3, Yngvi Ólafsson4, Sigurbergur Kárason1,2. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bráðamóttökudeild, 4bæklunar- deild Landspítala kam9@hi.is Inngangur: Mjaðmarbrot eru algeng meðal aldraðra, tíðari meðal kvenna og valda aukningu á dánartíðni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna meðferð og afdrif sjúklinga sem hafa orðið fyrir mjaðmar- broti og lögðust inn á Landspítala. Aðferð: Aftursýn rannsókn á öllum sjúklingum ≥ 60 ára sem gengust undir aðgerð á Landspítala árið 2011 vegna mjaðmarbrots og þeim fylgt styst eftir í 18 mánuði. Niðurstöður eru sýndar sem meðaltal (±staðalfrá- vik; bil) Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 266 einstaklingum, 166 (65%) konum (meðalaldur 82,9 ár (±8,1; 60-107)) og 89 (35%) mönnum (meðalaldur 81,6 ár (±7,7; 61-101)). Bið eftir aðgerð frá komu var að meðaltali 22 klst. (±14; 3-77). Aðgerð var framkvæmd í mænudeyfingu í 215 (85%) tilvika en svæfingu í 39 (15%). Meðallengd dvalar á bækl- unarskurðlækningadeild var 11 dagar (±10; 1-51). Fyrir mjaðmarbrotið bjuggu 68% sjúklinganna á eigin heimili en 54% við lok eftirfylgdar (p<0,001). Dánartíðni 30 dögum eftir brot var 9%, eftir sex mánuði 20% og eftir eitt ár 27%. Dánartíðni meðal þeirra sem hlotið höfðu mjaðmar- brot var áttföld þegar borin saman við almennt þýði ≥ 60 ára í tíu ára aldursbilum. Ályktanir: Aldur, dvalartími á sjúkrahúsi og dánartíðni eru sambærileg í þessari rannsókn og í erlendum rannsóknum en hlutfall karla hærra. Tími frá komu og til aðgerðar er innan marka erlendra gæðastaðla. Marktækt færri sjúklingar gátu búið á eigin heimili eftir brot en fyrir. Mjaðmarbrot draga verulega úr sjálfbjargargetu og eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið. 32 Lifun sjúklinga með grun um bráða blóðstorkusótt eftir upphafsgildi antithrombin, protein C og antiplasmin Einar Hjörleifsson1, Martin I. Sigurðsson2,3, Brynja R. Guðmundsdóttir4, Gísli H. Sigurðsson1,3, Páll T. Önundarson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine, Brigham and Women’s Hospital, 4rann- sóknardeild Landspítala Eih14@hi.is, gislihs@landspitali.is Inngangur: Bráð blóðstorkusótt (e. Disseminated intravascular coa- gulation, DIC) er ástand þar sem mikil blóðstorka á sér stað og sam- hliða mikil fækkun á ýmsum þáttum blóðstorkukerfisins. Klínískt ástand lýsir sér því með blóðtappamyndun í littlum æðum og samhliða blæðingarhneigð og fylgir þessu mikil aukning í dánartíðni sjúklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem ýtta geta undir DIC. Markmið þess- arar rannsóknar var að skoða samband lifunar við þrjú prótein blóð- storkukerfisins, antithrombin, protein C og antiplasmin, í sjúklingum grunaða um DIC. Efniviður og aðferðir: Safnað var saman öllum tilfellum af grunuðu DIC úr tölvukerfi Rannsóknardeildar LSH yfir 5 ára tímabil, tilfellin skoruð eftir greiningarprófi International society of thrombosis and Haemostasis (ISTH) fyrir DIC, greiningargeta próteinana metin eftir mismunandi viðmiðunargildum og samband þeirra við lifun. Niðurstöður: Í þeim 1825 tilfellum af grunuðu DIC reyndust 91 upp- fylla skilyrði ISTH fyrir DIC. Eins árs lifun var 37% hjá sjúklingum sem uppfylltu skilyrðin. Öll próteinin sýndu fylgni við ISTH stigun. Protein C hafði bestu greiningargetuna fyrir DIC samkvæmt reciver operating characteristic greiningu (ROC). Lægri viðmiðunargildi á antithrombin og protein C sýndu meiri hæfni í að skilja á milli þeirra sem lifðu og þeirra sem deyja. Lifun minnkaði eftir því sem fyrsta blóðgildi anti- thrombin og sér í lagi protein C lækkuðu. Ályktun: Lækkað antithrombin og protein C hefur forspárgildi um dauðsföll í sjúklingum sem grunaðir eru um DIC og ættu að leiða til kröftugrar leitar og meðhöndlunar á undirliggjandi þáttum sem geta leitt til DIC. Lægri viðmiðunargildi spá betur fyrir um dauðsföll í sjúk- lingum sem grunaðir eru um DIC. 33 Bætt langtímalifun eftir bráðan nýrnaskaða Þórir Einarsson Long1, Martin I Sigurðsson2, Gísli H Sigurðsson1,3, Ólafur Skúli Indriðason4. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Anesthesia, Perioperative and Pain Medicine, Brigham and Women’s Hospital/Harvard Medical School, Boston, 3svæfinga- og gjörgæslu- deild, 4nýrnalækningaeiningu Landspítala thorirein@gmail.com Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál á sjúkra- húsum með háa dánartíðni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða breytingar í nýgengi BNS og útkomu sjúklinga á 20 ára tímabili. Aðferðir: Fengnar voru allar mælingar á serum kreatíníni (SKr) á Landspítala frá júní 1993 og út maí 2013. Skrifuð voru tölvuforrit sem greindu BNS og flokkaði sjúklinga í stig samkvæmt RIFLE skilmerkjum út frá hæsta SKr gildi, miðað við lægsta gildi (grunngildi) sex mánuðina á undan. Upplýsingar um innlagnir og sjúkdómsgreiningar fengust úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala. Dánardagur var skráður og seinni tíma SKr notuð til að meta bata á nýrnastarfsemi. Niðurstöður: Alls áttu 45.607 einstaklingar mælt grunngildi og af þeim fengu 13.992 BNS á rannsóknartímabilinu. Tíðni BNS jókst frá 21,1 (19,2- 23,1) í 31,8 (29,2-34,6) per 1000 innlagnir/ári á tímabilinu. Lifun sjúklinga eftir BNS reyndist 67% eftir 90 daga og 56% eftir eitt ár. Í fjölþáttagrein- ingu tengdist BNS langtímalifun með áhættuhlutfall (hazard ratio) 1,59 ((95% öryggismörk) 1,53-1,65), 2,09 (2,00-2,20), og 2,87 (2,74-3,01) fyrir Stig 1, 2 og 3 af BNS (p<0,0001). Dánartíðni sjúklinga með BNS lækkaði á tímabilinu með áhættuhlutfall 0,78 (0,77-0,79) fyrir hvert 5 ára tímabil (p<0,0001). Alls náðu 8.870 (68%) sjúklinganna að endurheimta nýrna- starfsemi sína á eftirfylgdartímanum en það hlutfall hækkaði marktækt með tímanum og var 72% seinasta 5 ára tímabilið. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til að lifun eftir bráðan nýrnaskaða hafi batnað markvert á síðustu 20 árum og að fleiri sjúklingar nái að endurheimta nýrnastarfsemi. Bráður nýrnaskaði virðist þó ekki bara vera sjálfstæður áhættuþáttur fyrir skammtíma dánartíðni heldur einnig fyrir langtíma dánartíðni. 34 Útbreiddari kransæðasjúkdómur hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda sykursýki Steinar Orri Hafþórsson1, Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Erna Sif Óskarsdóttir1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Ísleifur Ólafsson2, Þórarinn Guðnason2, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala steinar.orri@gmail.com Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) eru oft með ógreinda truflun á sykurefnaskiptum sem hafa neikvæð áhrif á horfur

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.