Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 20

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 20
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 20 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 staklingum. Sjúkragögn þeirra voru yfirfarin. Notast var við lýsandi tölfræði en einnig Fisher exact, línulega aðhvarfsgreiningu og Mann Whitney U próf. Niðurstöður: Staðfestar malaríusýkingar reyndust vera 31. Í heild voru að meðaltali 1,82 tilfelli á ári, nýgengi um 0,6 tilfelli/100 þúsund íbúa/ári. Á tímabilinu 1980-1997 var nýgengi 0,3/100 þúsund/ári. Ekki er mark- tækur munur á nýgengi milli tímabila (p=0,056). Tegundin Plasmodium falciparum greindist í 71% tilfella, P. vivax í 16%, P. ovale og P. malarie hvor um sig í 6,5%. Tveir sjúklingar fengu endurkomu malaríu, tveir lögðust inn á gjörgæslu, tveir þurftu á blóðskilun að halda, einn ein- staklingur fékk brátt andnauðarheilkenni en enginn lést. Miðgildi legu- tíma var 2,5 dagar. Algengasta meðferðin var atóvakón með prógúaníl. Ályktun: Ekki er hægt að draga ályktun um mun á tíðni malaríu milli tímabila, en tilhneiging til hækkandi nýgengi virðist vera til staðar. Nýgengi hér er svipað og í Finnlandi árin 2003-2011, en þar voru 0,5 til- felli/100 þúsund íbúa/ári. 38 Saga um langlífa foreldra og tengsl við lifun sjúklinga með mergæxli og MGUS Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir1, Sigrún Helga Lund2, Ingemar Turesson3, Magnus Björkholm4, Lynn R Goldin5, Ola Landgren6, Sigurður Yngvi Kristinsson2,7 1Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Skåne, Háskólasjúkrahús Malmö, 4Blóðlækninga- deild Karolinska sjúkrahússins og Karolinska stofnunin, Stokkhólmi, 5Deild faralds- og erfða- fræði krabbameina. Bandaríska krabbameinsstofnunin, Bethesda, 6Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, Nýju Jórvík, 7Blóðlækningadeild Landspítala. ingigerdursverrisdottir@gmail.com Inngangur: Í hinu almenna þýði eru lífslíkur þeirra sem eiga langlífa foreldra auknar. Flestar rannsóknir hafa einblínt á meingerð mergæxlis (multiple myeloma) og áhrif á lifun en fáar á áhrif umhverfis og annarra þátta. Það sama má segja um undanfara mergæxlis, góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS). Markmið okkar var að rannsaka áhrif þess að eiga langlífa foreldra á lifun sjúklinga með mergæxli og MGUS. Efni og aðferðir: Í rannsókninni voru 1815 sjúklingar með mergæxli og 1407 með MGUS. Að auki voru 8267 einstaklingar í þýðisbundnum viðmiðunarhópi fyrir sjúklinga með mergæxli og 5595 fyrir MGUS- sjúklinga í rannsókninni. Hættuhlutfall (hazard ratio, HR) meðal sjúk- linga með mergæxli og MGUS þar sem saga var um langlífa foreldra var borið saman við þá sem ekki áttu langlífa foreldra. Niðurstöður: Saga um langlífa foreldra hjá sjúklingum með mergæxli sýndi ekki tengsl við minni áhættu á dauða (HR=0,92; 95% CI 0,81-1,05). Sama gilti um þá sem áttu eitt langlíft foreldri eða þar sem báðir voru langlífir (HR=0,91; 95% CI 0,80-1,04 og HR=1,02; 95% CI 0,72-1,47). Saga um langlífa foreldra meðal MGUS-sjúklinga sýndi fram á minni áhættu á dauða (HR=0,69; 95% CI 0,53-0,91). Áhættan var minni ef annað for- eldrið var langlíft (HR=0,69; 95% CI 0,52-0,91). Rannsóknarhópurinn var ekki nægilega stór til að hægt væri að sýna fram á minni áhættu ef báðir foreldrar voru langlífir (HR=0,72; 95% CI 0,34-1,53). Ályktun: Saga um langlífa foreldra hefur ekki áhrif á lifun sjúklinga með mergæxli. Hins vegar tengist langlífi foreldra MGUS-sjúklinga minni áhættu á dauða og gefur svipaða niðurstöðu og hjá viðmiðunarhópi. 39 Áhrif ónæmisglæðis LT-K63 á frumur sem stuðla að lifun mótefnaseytandi frumna í beinmerg nýburamúsa Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2, Giuseppe Del Giudice3 og Ingileif Jónsdóttir1,2,4. 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Íslenskri erfðagreiningu audurap@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Virkjun kímmiðja er takmörkuð sem veldur myndun fárra mótefnaseytandi frumna (AbSCs, plasmafrumna) og þær sem fara í beinmerg fá ekki nægjanleg lifunarboð til að verða langlífar AbSCs. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða frumur og þættir eru mikil- vægir fyrir lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa eftir bólusetningu með próteintengdu pneumókokka bóluefni (Pnc1-TT) og áhrif ónæmis- glæðisins LT-K63. Efniviður og aðferðir: Tíðni frumna var metin í milta og beinmerg á degi 4, 8, 14, 21 og 56 eftir bólusetningu með Pnc1-TT með eða án LT- K63, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: eósínófílar (Gr-1, F4/80, Cd11b, Siglec-F+, SSChigh), neutrofílar (Gr-1+, F4/80-), mónócýtar (Gr-1, F4/80, CD11bhigh, Siglec-F-, SSClow), makrófagar (Gr-1, F4/80, CD11bint, SSCint), megakaryocýtar (CD41+). Tíðni AbSCs var metin með ELISPOT og sértæk mótefni í sermi mæld með ELISA. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu marktækt aukna tíðni megakaryocýta í beinmerg 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 miðað við bólusetningu án LT-K63. Á degi 8 sást einnig aukin tíðni eósínófíla og makrófaga þegar bólusett er með Pnc1- TT+LT-K63. Aftur á móti voru neutrofílar í beinmerg og milta marktækt færri 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 en þegar bólusett var með Pnc1-TT eingöngu. Fyrri niðurstöður sýna að tíðni AbSC í beinmerg til langs tíma er marktækt hærri þegar bólusett er með Pnc1-TT+LT-K63 miðað við Pnc1-TT eingöngu. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ónæmisglæðirinn LT-K63 auki tíðni eósínófíla, megakaryocýta og makrófaga í beinmerg nýburamúsa, en sýnt hefur verið að þessar frumur veita AbSCs í bein- merg mikilvæg lifunarboð. 40 Fíkólín-2 skortur meðal MBL2 arfgerða Helga Bjarnadóttir1, Margrét Arnardóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1 1Ónæmisfræðideild Landspítala hbjarna@landspitali.is Inngangur: Fimm gerðir mynsturþekkjandi próteina (PRPs) virkja komplímentkerfið í gegnum lektínferilinn. Þau nefnast mannanbindi- lektín (MBL), kollektín-11 og fíkólín-1-3. Sýnt hefur verið fram á tengsl MBL skorts við meinmyndun ýmissa sjúkdóma s.s. áhættu að fá endurteknar sýkngar. Tíðni MBL skorts (arfgerðir AX/O og O/O) er 8% í íslenskum blóðgjöfum. Það er tiltölulega hátt meðal heilbrigðra ein- staklinga og bendir til að MBL skortur sé bættur upp. Það er líklegt að PRPs séu að bæta hvert annað upp því þau eru náskyld í byggingu og starfsemi. Markmið: Ef MBL skortur er bættur upp, þá gæti styrkur fíkólína verið hærri í MBL skorts einstaklingum heldur en hjá þeim sem eru ekki með skort. Þar af leiðandi setjum við fram þá tilgátu að þekktur erfðabreyti- leiki í FCN2 geninu (rs7851696, G>T), sem veldur genaskammtsháðri lækkun á fíkólín-2, sé sjaldgæfari í MBL skorti heldur en hjá þeim sem eru með eðlilegt MBL. Markmiðið var að rannsaka tíðni samsætunnar meðal MBL arfgerða.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.