Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Page 22

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Page 22
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 22 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 Niðurstöður: Þrír einstaklingar voru með IgA skort, þar af einn með sértækan IgA skort en tveir einnig með lágt IgG og IgM. Auk þess mældist einn einstaklingur með lágt IgG og IgM án þess að vera með IgA skort. Ættartré íslenskra fjölskyldna með IgA skort bendir til fjöl- skylduþyrpingar en frekari mælinga er þörf hjá ættingjum. Ályktun: Með þessarri rannsókn sést að aukin tíðni er á IgA skort auk annarra mótefnafrávika hjá ættingjum IgA skorts einstaklinga og bendir til hlutverk erfðaþáttar í meinmyndun IgA skorts. Fjölskylduþyrping er á IgA skort en ekki hægt að segja með vissu hver hlutfallsleg áhætta IgA skorts meðal ættingja IgA skorts einstaklinga er sem ekki er um almennt þýði að ræða því munum viðgera frekari útfærslu á þýði samhliða rann- sóknum á líffræðilegum og erfðafræðilegum frávikum. Með því móti leitast við að bæta meðferðarmöguleika einstaklinga með IgA skort og sjálfsónæmissjúkdóma. 44 Gæði formalin fixeraðra DNA sýna úr vaxkubbum greind með Norðurljósagreiningu Hans Guttormur Þormar1,2, Bjarki Guðmundsson1,2,3, Jón Jóhannes Jónsson2,3 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar, Háskóla Íslands, 2Lífeind ehf, 3erfða- og sam- eindalæknisfræðideild Landspítali Hans@hi.is Inngangur: Flókin kjarnsýrusýni eru notuð við allar helstu aðferðir sam- eindalíffræði. Þrátt fyrir það hafa fáar aðferðir komið fram sem greint geta slík sýni með tilliti til samsetningar og uppsafnaðra skemmda. Slíkar greiningar geta skipt sköpum ef um er að ræða verðmæt og/eða illfáanleg sýni. Aðferðir: Norðurljósagreining ((Northern Lights Assay) á flóknum kjarnsýrusýnum samanstendur af rafdráttartæki og einnota ör- gelum. Greiningin er áreiðanleg, hröð og einföld í framkvæmd. Norðurljósagreining getur greint margvíslegar skemmdir í DNA m.a. einþátta og tvíþátta brot, miliþátta og innanþátta krosstengi, fyrirferðarmikla tengihópa og uppsöfnun einþátta DNA. Við notuðum Norðurljósagreiningu til að meta gæði kjarnsýrusýna einangruðum úr vefjasýnum sem hert voru í formalíni og steypt í paraffín. Niðurstöður: Norðurljósagreiningar benda til þess að sýni meðhöndluð með formalíni innihaldi talsvert magn einþátta kjarnsýra, milliþátta og innanþátta krosstengja en hlutfallslega lítið af óskemmdum tvíþátta kjarnsýrum. Ofangreindar skemmdir geta haft veruleg áhrif á fram- haldsmeðhöndlun sýnanna, niðurstöður raðgreininga og endurtakan- leika tilrauna þeim tengdum. Ályktanir: Norðurljósagreining getur veitt nýja innsýn í uppsöfnun skemmda í flóknum kjarnsýrusýnum, gefur möguleika á að bæta sýna- meðhöndlun og gera tilraunir til að lagfæra skemmd kjarnsýrusýni. 45 Notkun rafrænna gagnagrunna í krabbameinserfðaráðgjöf - upplifun ráðþega Vigdís Stefánsdóttir1,2, Óskar Þór Jóhannsson3, Jón Jóhannes Jónsson1,2, Heather Skirton4. 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Landspítala, 2lífefna- og sameindalíffræðistofu, lækna- deild Háskóla Íslands 3lyflækningasvið, Landspítala, 4Faculty of Health and Human Sciences, Plymouth University vigdisst@landspitali.is Inngangur: Einstaklingar og fjölskyldur leita erfðaráðgjafar vegna fjölskyldusögu um krabbamein. Á Íslandi er hægt að gera nákvæm, rafræn ættartré með gögnum úr ættfræðigrunni Erfðafræðinefndar HÍ á Landspítalanum og Krabbameinsskrá. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og upplifun ráðþega sem komið hafa í krabbamein- serfðaráðgjöf, þar sem rafæn ættartré hafa verið notuð til að gera áhættu- mat vegna arfgengra krabbameina. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var eigindleg, gerð á lokuðu spjall- borði á netinu. Þáttakendur voru úr þekktum BRCA fjölskyldum (n=225). Alls voru þáttakendur 19 og var skipt upp í 4 hópa sem tóku þátt í umræðum, hver á eftir öðrum. Niðurstöður: Þemu sem komu fram við greiningu gagna voru: Hvatning og ástæður fyrir erfðarannsókn, afleiðingar niðurstöðu erfða- rannsóknar, tilfinningaleg viðbrögð og hugleiðingar um rafræna gagna- grunna. Þáttakendur höfðu ekki á móti notkun rafrænna gagnagrunna og flestir treystu upplýsingum úr þeim. Nokkrir voru með áhyggjur vegna persónuupplýsinga. Þáttakendur höfðu ekki sérstakar áhyggjur af viðhorfi annarra ættingja vegna upplýsinga í gagnagrunnum. Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að ráðþegar eru sáttir við notkun rafrænna gagnagrunna til að fá nákvæmar ættfræði- og krabbameins- upplýsingar fyrir áhættumat og treysta upplýsingum úr þeim vel. Hins vegar ber að gæta þess að á Íslandi er löng hefð fyrir því að nota ætt- fræðiupplýsingar og að þessar niðurstöður séu ef til vill ekki yfirfæran- legar á aðrar þjóðir. 46 Norðurljósagreiningar á DNA skemmdum í líkamsvökvum Bjarki Guðmundsson1,2,3, Hans G. Þormar1,2, Olof Hammarlund1, Joakim Lindblad1, Albert Sigurðsson1, Davíð Ólafsson1,4, Anna M. Halldórsdóttir4, Jón J. Jónsson1,3 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala,2lífefna- og sameindalíffræðistofu lækna- deildar, Háskóla Íslands, 2Lífeind ehf, 4Blóðbanka Landspítala bjarkigu@hi.is Inngangur: Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á byggingar- skemmdum í utanfrumu DNA (cfDNA) í líkamsvökvum. Slíkar skemmdir gætu orsakast af eðlilegri eða óeðlilegri frumuendurnýjun, óstöðugleika erfðamengis eða meðhöndlun með efnum sem skemma erfðaefnið, t.d. krabbameinslyfjum. Norðurljósagreining byggir á tvívíðum þáttháðum rafdrætti í örgelum. Hægt er að nota Norður- ljósagreiningu til að greina einþátta brot, tvíþátta brot, milliþáttar kross- tengi, innanþáttar krosstengi, bognar fyrirferðarmiklar skemmdir og ein- þátta DNA. Við könnuðum hvort hægt væri nota Norðurljósagreiningu til að greina slíkar skemmdir í DNA í líkamsvökvum. Efniviður og aðferðir: DNA úr hvítum blóðkornum, plasma, munn- vatni, þvagi og botnfallsfrumum úr þvagi var einangrað með sértækum aðferðum sem valda ekki skemmdum á DNA. Skemmdir voru greindar með Norðurljósagreiningu. Sýnin voru greind á tvennan hátt, þ.e. óskorin og skorin með skerðiensíminu Mbo I sem sker bæði einþátta og tvíþátta DNA. Niðurstöður: Í cfDNA úr plasma í heilbrigðum viðmiðunarsýnum greindist mynstur stýrðs frumudauða, með einþátta og tvíþátta brot í litnisagnarstærð. cfDNA í þvagi sýndi blandað mynstur stýrðs frumu- dauða og ósértæks niðurbrots. Breytilegar skemmdir greindust í DNA úr munnvatni, þ.á.m. áberandi einþátta brot. Í DNA úr sjúklingum sem verið var að meðhöndla með krabbameinslyfjum greindust skemmdir sem samsvöruðu virkni viðkomandi lyfs. Þannig greindust krosstengi eftir meðhöndlun með carboplatini, bognunarskemmdir eftir með- höndlun með alkylerandi lyfinu cyclophosphamide og einþátta brot af völdum topoisomerasa hindrans etoposide. Ályktun: Mögulega er hægt að nota Norðurljósagreiningu til að fylgjast

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.