Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 23
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 23
með meðferð með krabbameinslyfjum eða draga úr aukaverkunum
þeirra. Þetta þarf að kanna nánar með frekari rannsóknum.
47 DNA-metýlun í stýrisvæði og tjáning cystatin C gens
í brjóstaæxlum
Elizabeth Cook1, Inga Reynisdóttir2, Rósa Barkardóttir2, Ísleifur Ólafsson1.
1Klínískri lífefnafræðideild, rannsóknakjarna, 2frumulíffræði, meinafræðideild Landspítala
isleifur@landspitali.is
Inngangur: Cystatin C er prótein sem hemur virkni enzýma af flokki cy-
stein próteinasa en cystein proteinasar taka þátt í ífarandi vexti illkynja
æxla. Gen cystatin C (CST3) er staðsett á litningi 20p11.2, er 6,5 kb að
stærð, með 4 útraðir og tjáð í öllum vefjum líkamans. Stýrisvæði gensins
er GC ríkt og hefur 44 möguleg set fyrir DNA metýlun. Markmið rann-
sóknar var að greina epigenetíska metýlun í stýrisvæði CST3 og áhrif
hennar á tjáningu gensins.
Aðferðir: Erfðaefni var einangrað úr blóði 13 heilbrigðra einstaklinga
og 23 frum-brjóstaæxla. Það var látið hvarfast lengi við bísúlfat og
raðir stýrisvæðis CST3 fjölfaldaðar og raðgreindar með aðferð Sangers
og Applied Biosystems 3130xl Genetic Analyser. Hlutfallslegt magn
DNA metýlunar var ákvarðað frá raðgreiningunni. Tjáning CST3
mRNA í brjóstaæxlum var fengin úr birtum örflögurannsóknum (GEO:
GSE25307).
Niðurstöður: DNA metýlun greindist á 16 GpC setum sem náðu frá
núkleotíðum -362 til -1061 í stýrisvæði (+1 er A í upphafsseti þýðingar
ATG). Engin metýlun greindist á 28 GpC setum í röðinni frá -1 til -361.
Hlutfallslegt magn metýlunar sýndi svipað mynstur í stýrisvæði í
sýnum úr blóði og brjóstaæxlum. Marktækt minni metýlun var á
tveimur GpC setum í stýrisvæði CST3 í krabbameinsfrumum (-725 og
-730, p = 0.01 og p = 1.7x10-5, í réttri röð) samanborið við erfðaefnið úr
blóði. Hlutfallslegt magn metýlunar sýndi ekki marktækt samband við
CST3 mRNA tjáningu í brjóstaæxlum.
Ályktun: Meiri breytileiki er í hlutfallslegu magni metýlunar á GpC
setum stýrisvæðis CST3 gens í erfðaefni brjóstaæxla en erfðaefni
bláæðablóðs. Metýlun sýnir ekki marktækt samband við CST3 mRNA
tjáningu í brjóstaæxlum. Ferkari rannsókna er þörf til að staðfesta þetta
samband.
48 Tjáning á Aldehyde dehydrogenasa í brjóstastofnfrumulínunni
D492 og tengsl við stofnfrumueiginleika
Katrín Birna Pétursdóttir1, Þórarinn Guðjónsson2,3,4, Jón Þór Bergþórsson2,3,4
Læknadeild Háskóla Íslands1, blóðmeinafræðideild Landspítala2, rannsóknarstofu í stofn-
frumufræðum3, Lífvísindasetri Háskóla Íslands4.
kbp2@hi.is
Inngangur: Aldehyde dehydrogenasar (ALDH) eru ensím sem hvata
oxun aldehyda og er hvarfið m.a. þáttur í afeitrun frumunnar. ALDH
virkni er talin fylgja stofnfrumueiginleikum í bæði eðlilegum og
krabbameinsfrumum. D492 er brjóstaþekjufrumulína með stofnfrumu-
eiginleika sem myndar þyrpingar af greinóttri kirtillíkri formgerð sé
hún ræktuð í þrívíðri rækt. D492M, dótturfrumulína D492, hefur gengist
undir bandvefsumbreytingu þekjuvefjar (EMT), en talið er að skörun sé
á milli EMT og stofnfrumueiginleika. Markmið rannsóknarinnar var að
athuga hvort ALDH virkni fylgi stofnfrumueiginleikum í D492.
Efniviður og aðferðir: ALDH virkni í D492 og D492M var mæld með
Aldefluor prófi og greind í frumuflæðisjá. D492 frumur voru einangr-
aðar og flokkaðar eftir ALDH virkni og sáð í þrívíða rækt.
Niðurstöður: Samanburður á ALDH virkni leiddi í ljós að virknin var
marktækt meiri í D492 frumum en D492M. Ræktun frumna hafði ekki
marktæk áhrif á ALDH virkni skv. samanburði á mismunandi kyn-
slóðum D492. Þekktir stofnfrumumarkerar sem voru greindir sýndu
yfirleitt einsleita tjáningu og voru ekki gagnlegir til að spá fyrir um
ALDH virkni í D492 og D492M. Frumur með háa ALDH virkni mynd-
uðu þyrpingar fyrr í þrívíðri rækt og virtust hafa aukna tilhneigingu til
að mynda kirtillíka formgerð. Þessar frumur höfðu einnig hærri tjáningu
á stofnfrumumarkernum Thy-1 og fjölguðu sér hraðar en frumur með
lága ALDH virkni, þegar sáð í lágum þéttleika.
Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar eru vísbendingar um aukna
stofnfrumueiginleika D492 frumna með háa ALDH virkni og möguleika
ALDH sem stofnfrumumarker. Til þess að staðfesta niðurstöðurnar er
þó þörf á frekari rannsóknum sem m.a. fela í sér meiri næmni á stofn-
frumueiginleika.
49 Kortlagning á breytingum á micro RNA við geymslu
á blóðflögum með og án örveruóvirkjunar
Níels Árni Árnason1, Ragna Landrö1, Óttar Rolfsson2, Björn Harðarson1, Sveinn
Guðmundsson1 , Ólafur E. Sigurjónsson1, 3
1Blóðbanka Landspítala , 2Kerfislíffræðisetri HÍ, 3heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Há-
skólans í Reykjavík,
oes@landspitali.is
Inngangur. Blóðflögur gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun,
blæðingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa
takmarkaðan geymslutíma utan líkama og við geymslu þeirra myndast
ástand sem kallað er “platelet storage lesion” (PLS) sem leitt getur til
þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg. Til að lengja
geymslu tíma þeirra í 7 daga er beitt örveruóvirkjun til að drag úr líkum
á sýklasmiti
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að fá heildarmynd á micro
RNA (miRNA) breytingum sem verða við geymslu blóðflaga til að skilja
betur myndun á PLS og til að þróa aðferðir sem bæta gæði blóðflaga við
geymslu.
Aðferðir. Fylgst var með gæðum og starfsemi flaganna með gæða-
prófum og greiningu á miRNA með örflögutækni. Greind voru rúmlega
2000 mismunandi miRNA í fjórum blóðflögueiningum á fjórum
tímapunktum við geymslu (D1, 2, 4 og 7) auk þess sem að 20 mismundi
gæðaþættir voru skoðaðir til að meta PSL.
Niðurstöður. Greining á gæðaþáttum sýndu að örveruóvirjaðar blóð-
flögur sýna meiri merki um PLS samanborið við blóðflögur sem ekki
hafa verið örveruóvirkjaðar, sérstaklega á degi 4 og 7. Meiri fjöldi
miRNA var til staðar í örveruóvirkjuðu blóðflögunum á degi 4 og 7
samanborið við blóðflögur sem ekki voru örveruóvrikjaðar.
Ályktun. Örveruóvirkjun hefur mögulega áhrif á PSL og veldur breyt-
ingum í miRNA samsetningu í blóðflögum við geymslu, Þessar niður-
stöður gefa nýja innsýn inn í þá ferla sem mögulega eru valdur af PSL
og opnar dyrnar á því að nota slíkar aðferðir ásamt kerfislíffræðilegum
nálgunum og módelsmíði til að bæta gæði blóðhluta.