Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Page 24
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
24 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85
50 Samanburður á geymslu blóðskilju og buffy
coat blóðflaga með tilliti til efnaskipta og gæðaprófa
Giuseppe Paglia1, Ólafur E. Sigurjónsson2, 3, Óttar Rolfsson1, Soley Valgeirsdottir1,
Morten Bagge Hansen4, Sigurður Brynjólfsson1, Sveinn Gudmundsson2, Bernhard
O. Palsson1.
1Kerfislíffræðisetri HÍ, 2Blóðbanka Landspítala, 2heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Há-
skólans í Reykjavík, 4Department of Clinical Immunology, Rigshospitalet
oes@landspitali.is
Inngangur: Blóðflögur gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun, blæð-
ingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa takmark-
aðan geymslutíma utan líkama (fimm til sjö daga) og við geymslu þeirra
myndast ástand sem kallað er “platelet storage lesion” (PLS) sem leitt
getur til þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að fá heildarmynd á efna-
skiptabreytingum sem verða við geymslu blóðflaga, framleiddum með
tveimur mismunandi aðferðum til að skilja betur myndun á PLS og til að
þróa aðferðir sem bæta gæði blóðflaga við geymslu.
Aðferðir: Fylgst var með gæðum og starfsemi flaganna með gæða-
prófum og djúpgreiningu á efnaskiptaferlum með UPLC aðgreining
(HILIC aðferð) sem pöruð var við Q-TOF massagreini. Greindir voru 174
mismunandi þættir í sex blóðflögueiningum sem safnað var með blóð-
skilun. Greint var á 8 mismunandi tímapunktum við geymslu í 10 daga.
Niðurstöður: Ekki var um að ræða línulega breytingu á efnaskipta-
ferlum blóðflagana við geymslu heldur mátti greina 3 fasa þar sem
breyting varð í efnaskiptaferlum blóðflagna við geymslu þeirra. Í fyrsta
fasanum (dagur 0-3) mátti greina virkni í glycolysis ferlinum, phentose
phosphate ferlinum og glutathione ferlinum á meðan að það dró úr
tricarboxylic acid (TCA) hringnum. Í fasa tvö (dagur 4-6) mátti greina
aukningu í TCA hringnum og aukningu í purine efnaskiptaferlum. Í
þriðja fasanum (dagur 7-10) mátti greina almennt niðurbrot í öllum
efnaskiptum.
Ályktun: PSL leiðir ekki af sér línulegt niðurbrot í efnaskiptaferlum við
geymslu blóðflaga heldur breytingum sem greina má í 3 fasa. Þessar
niðurstöður gefa nýja innsýn inn í þá ferla sem mögulega eru valdur af
PSL og opnar dyrnar á því að nota kerfislíffræðilegar nálganir og módel-
smíði til að bæta gæði blóðhluta.
51 Frostþurrkuð blóðflögulýsöt úr örveruóvirkjuðum
blóðflögueiningum til sérhæfingar miðlagsstofnfrumna
Helena Montazeri1,2, Kristján Torfi Örnólfsson1,2, Linda Jasonardóttir1,2, Hildur
Sigurgrímsdóttir1,2, Sandra Mjöll Jónsdóttir1,2, Ólafur E. Sigurjónsson1,3
1Blóðbanka Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun
Háskólans í Reykjavík
oes@landspitali.is
Inngangur: Blóðbankinn hefur þróað aðferðir sem nýta útrunnar
örveruóvirkjaðar blóðflögueiningar til ræktunar á miðlagsstofnfrumum
úr beinmerg (MSC). Hagnýting á útrunnum blóðflögueiningum með
þessum hætti er gífurleg þar sem vandamál tengd dýraafurðum við
ræktun á MSC frumum er leyst á sama tíma og dýrmætur efniviður
er endurunninn. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að nota lýsöt úr
útrunnum blóðflögueiningum og örveruóvirkjuðum útrunnum blóð-
flögueiningum við ræktun á MSC frumum án þess að hafa áhrif á grunn-
eiginleika og líffræði þeirra.
Markmið: Í þessu verkefni er að kanna áhrif frostþurrkaðra á lýsata
unnin úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum til sérhæf-
ingar á miðlagsstofnfrumum.
Aðferðir: MSC frumur úr beinmerg voru ræktaðar í æti bættu með
lýsati úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum (PIPL) og
frostþurrkaðar útgáfa slíkra lýsata (L-PIPL). Áhrif ætis á vöxt og útlit
frumnanna var metið með alizarin red litun og mælingum á alkalískum
fosfatasa.
Niðurstöður: Virkni alkalísks fosfatasa var sambærileg á öllum
tímapunktum sem skoðaðir voru í L-PIPL og PIPL frumurækt-
unum og bendir það til þess að umfang beinsérhæfingarinnar hafi verið
svipað hvort sem L-PIPL eða PIPL var notað sem frumuætisviðbót.
Frostþurrkuð lýsöt unnin úr útrunnum blóðflögueiningum sýndu.
Magnmæling á alizarin red leiddi í ljós að minni steinefnaútfelling átti
sér stað í frumuræktunum þar sem notast var við L-PIPL samanborið
við PIPL.
Ályktanir: Þörf er á frekari rannsóknum til að kanna hvort notkun
L-PIPL í stað PIPL sem frumuætisviðbót við beinsérhæfingu á MSC hafi
í raun og veru í för með sér minnkun á steinefnaútfellingu en það kann
að vera að frostþurrkun valdi skemmdum á einhverjum próteinum/
vaxtarþáttum sem finnast í blóðflögulýsötum og hvata steinefnaútfell-
ingu.
52 Greiningarhæfni tölvusneiðmynda: Þvermál og þéttni fiskbeina
Halla K. Guðfinnsdóttir1, Þórður Helgason1,2
1Háskólanum í Reykjavík, 2Landspítala
halla09@ru.is
Inngangur: Þekking á samhenginu milli stærðar og þéttni beina, við
greinanleika þeirra í klíníkri tölvusneiðmynd, er lykilatriði í úrlestri
myndanna og veitir mikilsverðar upplýsingar um hvað megi sjá á
myndunum. Rannsóknin felur í sér að skoða hversu smá og efnisþunn
bein mega vera án þess að hverfa af tölvusneiðmynd. Greiningarhæfnin
er þá ákvörðuð með gerð þrívíddarlíkans fiskbeina og samanburði á
megindlegum atriðum. Tilgáta er að með þessum aðferðum megi draga
upp mynd af því hversu stórt þvermál beina þarf að vera við ákveðna
beinþéttni til að sjást á sneiðmynd.
Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina var notast við bein úr þorski
og laxi en fiskbein eru smágerð og með lægri beinþéttni en í mönnum.
Fiskarnir voru skannaðir í tölvusneiðmyndatæki LSH og þrívíddarlíkön
af beinagrindum fiskanna unnin úr gögnunum með myndvinnslu-
forritinu Mimics®. Nokkur bein voru valin til frekari greiningar og
skorin úr holdi fiskanna. Þvermáls, lengdar og þyngdar mælingar voru
framkvæmdar og mældar stærðir bornar saman við sömu mælingar í
líkaninu.
Niðurstöður: Áhugavert er að sjá að þorskbeinin eru þykkari heldur en
laxabeinin. Niðurstöðurnar sýna marktækt stærri mun á samanburði
mældra stærða og líkansins hjá laxinium (38,5% ± 15,3%) heldur en
þorsknum (9,7% ± 9,3%) þar sem stærðir líkansins eru mjög nálægt
mældum stærðum. Þetta sýnir getu til að endurbyggja með nákvæmni
þvermál og lengd þorskbeinanna en með minni nákvæmni smágerð
bein laxsins. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mjög þunn og fíngerð
bein vanti inn í líkönin sökum smæðar þeirra eða lágri beinþéttni sem
rekja má til hlut-rúmmáls áhrifa (e. partial-volume-effect).
Ályktun: Hægt er að gera líkön af smáum beinum með lítilli beinþéttni
úr sneiðmyndagögnum. Þetta er gagnlegt fyrir greiningu beinbrots á
smáum beinum.