Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Síða 40

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Síða 40
ISLANDSLEIÐANGUR STANLEYS 1789 var annar í röðinni enskra leiðangra hingað til lands og beint framhald af leiðangri Sir Joseph Banks 1772. Stanleyleiðangurinn kom til Islands í kjölfar Móðuharðindanna, en engar aðrar lýsingar erlendra manna eru til frá þeim árum. Má af dagbókunum ráða margt um hagi og ástand þjóðarinnar og fylla þær verulega í eyðu þess tímabils. Ferðabók þessi er prýdd um eitt hundrað svart-hvítum teikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur olíumálverkum. Fæstar þessara mynda hafa birst á prenti áður og er að þeim stórmikill menningarsögulegur fengur. Má með sanni segja að þær fylli bilið milli Ferðabókar Eggerts og Bjarna og bóka þeirra Mackenzies og Gaimards. \ár • Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.