Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 6

Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 6
6 14. febrúar 2019 Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar á Hrafnabjörgum sýning í Þjóðarbókhlöðu opnuð 6. febrúar 2019 Bóndinn á Hrafnabjörgum Sigur jón Samúels son var bóndi á Hrafna björgum í Ísa fjarðar- djúpi. Hann fæddist á Hrafna- björgum 6. febrúar 1936 og lést 4. ágúst 2017. Sigur jón var elsta barn hjónanna Samúels G. Guð munds sonar, bónda á Hrafna björgum, og Hildar Hjalta dóttur hús freyju og ljós móður á Hrafna björgum. Sigur jón, sem ólst upp í stórum syst kina hópi á Hrafna- björgum, fór nokkuð ungur að árum til sjós. Gjarnan hefði hann kosið að eigin sögn, að gera sjó mennskuna að ævi starfi og þá helst sem vél stjóri. En ör lögin buðu Sigur jóni ekki upp á nám vél fræðum; þegar faðir hans lést, langt fyrir aldur fram, réttu þau honum hins vegar hlut verk bóndans á Hrafna- björgum til næstu rúm lega fimm tíu ára. Á hugi Sigur jóns og þekking á vélum nýttist þó bæði honum sjálfum og ná grönnum hans oft og vel í bú- skapnum. Sigur jón Samúels son Sigur jón ólst upp við hefð bundin sveita störf auk starfa á jarð vinnu- tækjum búnaðar fé laga Ögur- og Reykja fjarðar hreppa, aðal lega við tún- ræktun og vega gerð. Sigur jón stundaði einnig sjó mennsku um nokkurra ára skeið á ver tíðum, aðal lega frá Grinda- vík. Lengst af sem 2. vél stjóri á vél- bátnum Guð jóni Einars syni. Sigur jón tók við búi á Hrafna björgum eftir lát föður síns árið 1958 og bjó þar alla tíð síðan. Framan af með sauð fé og kýr en seinni árin ein göngu sauð fé. Sigur jón var for maður Veiði fé lags Laug dælinga um ára tuga skeið, sat í hrepps nefnd Ögur hrepps og síðar Súða víkur hrepps um ára bil. Hann var auk þess for maður búnaðar fé lags Ögur hrepps um tíma og í stjórn Ræktunar sam bands Ögur- og Reykja fjarðar hrepps. Sigur jón las mikið og hafði sér stakt dá læti á bókum Hall dórs Lax ness.Hann mat þjóð- legan fróð leik mikils og kunni einnig reiðinnar býsn af ýmiss konar vísum og skemmti legum sögum af mönnum og mál efnum og hafði gaman af að segja frá. Synir Sigur jóns eru Samúel Guð- mundur (f. 1966), vél stjóri í Reykja vík og Kristinn Þor bergur (f. 1968), vöru- flutninga bíl stjóri í Kanada. Plötu safnarinn Sigur jón byrjaði að safna plötum eftir 1950, þá um fermingu, ís lenskum söng plötum og harmoníku plötum sem sumar voru frá því skömmu eftir alda- mót og að sjálf sögðu 78 snúninga. Í safni Sigur jóns er elsta og jafn framt fyrsta ís lenska harmoníku hljóm platan sem kom út, upp taka Jóhanns Jóseps- sonar frá Ormar slóni, 78 snúninga plata hljóð rituð 1933. Sigur jón átti allar söng plötur með Einari Kristjáns syni, Stefáni Ís landi, allt upp runa legar upp- tökur og báðar plötur Einars Hjalte sted sem teknar voru upp í New York 1916. Plöturnar keypti hann á forn sölum í Reykja vík, t.d. á Grettis götunni og í kjallara Fálkans meðan það var hægt, og víðar. Forn sölur voru Sigur jóni tals- verð bú bót í gegnum árin og kynni af öðrum söfnurum leiddu jafn framt til plötu skipta. Þegar Sigur jón var eitt sinn inntur eftir því hvert rekja mætti á huga- málið, svaraði hann því til að grammó- fónn hafi verið til á bænum á æsku- árum sínum þó að út varp kæmi ekki í sveitina fyrr en árið 1944. Nokkrar plötur voru til, m.a. með söngvurunum Sigurði Skag fi eld og Hreini Páls syni og harmoniku snillingunum Gellin og Borgst röm, sem voru í miklu upp á- haldi hjá safnaranum. Plöturnar og geisla diska út gáfan Plötur Sigur jóns voru orðnar yfir 7000 talsins, flest allar heil legar og vel með farnar. Sigur jóni fannst aftur- hvarf að fara úr 78 snúninga plötum yfir í 45 og síðar 33 snúninga plötur: „78 snúninga plöturnar voru gerðar úr hertu gúmmíi sem virðist endingar- betra en výnillinn og ekki eins við- kvæmt fyrir brestum og hann. Það á svo eftir að koma á daginn hvernig geisla- diskarnir koma til með að endast.“ Sigur jón safnaði lögum af 78 snúninga plötunum sínum yfir á geisla- diska og gaf út í tak mörkuðu upp lagi. Á 78 snúninga plötunum voru oft 2-6 lög á hverri plötu, en Sigur jón safnaði saman efni eftir lista mennina og flokkaði saman. Hann gróf upp myndir og skrifaði texta um lista mennnina til út gáfunnar. Þetta var metnaðar full út- gáfa þó að eins væri gefið út í fáum ein- tökum. Hann skráði kata lóg númerin á út gáfunum SS 001 og var kominn upp í SS 027. Á meðal þeirra sem hann gaf út voru Sigurður Skag fi eld, Einar Markan, Eggert Stefáns son, Rík harður Jóns son, Marz-bræður og Ingi björg Þor bergs. Plötu snúðurinn Sigur jón var tíu ára gamall þegar honum var gefin fyrsta nýja hljóm- platan með Gunnari Óskars syni, barna stjörnu þess tíma. Á ung lings- árunum fór pilturinn svo á sjóinn og gat fjár magnað frekari plötu kaup auk þess sem hann vann fyrir sér sem diskó- tekari á dans leikjum við Ísa fjarðar- djúp og spilaði þá gjarnan blandaða músík fyrir alla aldurs hópa. Sigur- jón átti jafnan nýjustu plöturnar með dans músík sam tímans og tók að sér plötu snúða störf á dans leikjum vítt um sveitir og blandaði þá saman gömlu og nýju dönsunum. Þegar Sigur jón var eitt sinn spurður hvort tón listar á huganum hafi ekki fylgt hljóð færa leikur, þver- tók hann fyrir að hafa komið ná lægt hljóð færum sjálfur ef undan væri skilið smágutl á nikku hér í eina tíð. „En ég lærði ungur að spila á grammó fón,“ svarar hann að bragði. „Ég er heldur ekki í neinum vand ræðum með að finna það sem mig langar til að hlusta á hverju sinni því ég hef raðað plötunum upp eftir á kveðnu kerfi.“ Plötu safnið og hljóm flutnings tækin Gríðar stórt plötu safn Sigur jóns inni hélt m.a. nánast allar ís lenskar 78 snúninga plötur sem gefnar voru út. Sigur jón vildi að plötu safnið sitt færi á safn. Hann sagði í við tali að ekki væri mikið leitað til sín varðandi fá- gæt plötu ein tök þótt það kæmi stöku sinnum fyrir. „Óska staðan væri að plöturnar yrðu varð veittar á safni þar sem al menningur gæti haft not af því. Sjálfar plöturnar yrðu vita skuld ekki til út láns, en hægt væri að hugsa sér að fólk gæti fengið að hlusta á tón listina innan veggja safnsins og fengið jafn- vel af rit af því sem það vildi. Það er ekki vinnandi vegur að hafa þetta allt í heima húsi þar sem það bæði tekur allt- of mikið pláss og ryk fellur.“ Auk hljóm platnanna átti Sigur jón úr val af hljóm flutnings tækjum, allt frá gömlum grammó fónum upp í nú- tíma græjur. Elsti grammó fónninn í safni hans er frá árinu 1914 og er svo- kallaður His Master's Voice trektar- fónn, sem enn getur spilað. Hann átti líka vax hólka tæki, en þau eru mjög fá- gæt. Á huga málinu fylgdi svo söfnun á fróð leik um tón list og tón listar menn. „Sigurjón byrjaði að safna plötum eftir 1950, þá um fermingu, íslenskum söngplötum og harmoníkuplötum sem sumar voru frá því skömmu eftir aldamót og að sjálfsögðu 78 snúninga. Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergurinn Glámur, er 35cm á hæð og vegur 65 kg. Hann er sérhannaður sem undirstaða undir umferðaskilti með innsteyptri festingu fyrir 2" rör. Dvergarnir R Öflugur skiltasteinn með gegnumgangandi röri

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.