Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 16

Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 16
3.400 eintök á öll heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum 3. tölublað 8. árgangur Vi rk t a fl á vi nn um ar ka ði U pp lý si ng ar u m k ja ra m ál á v er kv es t.i s FINNUR ÞÚ ? Þú gætir unnið 20.000 kr. í einum hvelli! VILTU AUGLÝSA Í VESTFJÖRÐUM? AUGLÝSINGASÍMINN ER 578 1190 & NETFANGIÐ ER AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS Vegagerðin hefur sett aftur í gang viðræður við landeigendur um bætur fyrir land sem fer undir nýjan þjóðveginn um Teigsskóg og nágrenni. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni staðfestir þetta. Hann segir að ekki þurfi að semja við eigendur að jörðinni Teigsskógur, þar sem vegurinn mun ekki snerta þá jörð eftir tilfærslu á veglínu við siðustu breytingu. Við eigendur jarðarinnar Barmur í Djúpafirðinum austanverðum er þegar fyrirliggjandi samningur. Þá er ósamið við eigendur Skálaness og Gróness en Magnús Valur sagðist ekki sjá nein ljón í veginum fyrir samningi þar. Óvissan hefur verið um jarðirnar Hallsteinsnes og Gröf. Þar var búið að gera landeigendum tilboð sem þeir höfðu hafnað. Reykhólahreppur er einn af eigendur Þórisstaða og fékk frá Vegagerðinni erindi í mars 2018, eftir að sveitarstjórnin hafði samþykkt formlega Þ-H leiðina, um yfirtöku lands undir vegagerðina og bætur fyrir það. Fram kemur í erindninu að Vegagerðin býðir hreppnum 561 þúsund krónur í bætur fyrir 18.702 fermetra lands. Sveitarstjórnin vildi ekki ganga að tilboðinu heldur var erindið afgreitt með eftirfarandi bókun : „Sveitarstjórn telur ekki tímabært að taka erindið til afgreiðslu, fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið  gefið út fyrir framkvæmd á Vestfjarðarvegi (60).“ Nærri 90% Vestfirðinga styðja Þ- H leið samkvæmt því sem Gallup könnun frá maí 2018 leiddi í ljós. Guðmundur Halldórsson, skipstjóri í Bolungavík lét gera könnunina á eigin kostnað. Teigsskógur – viðræður af stað

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.