Vestfirðir - 17.01.2019, Page 4
4 17. janúar 2019
Þann áttunda mars á síðasta ári samþykkti
hreppsnefnd Reykhólahrepps með 4 atkvæðum
gegn 1 að „lleið ÞH verði lögð til grundvallar í
aðalskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi
Reykhólahrepps 2006 2018 vegna vegagerðar um
Vestfjarðarveg 60, Bjarkalundur að Skálanesi.“
Þá var talið að komin væri loksins niðurstaða í
val á veglínu. Í aðdraganda fundarins sagði sá eini
sem var á móti, í opinberu viðtali, að málið þyldi
ekki frekari tafir og að niðurstaða yrði að fást. Það
kom svo í ljós að það átti bara við ef niðurstaðan
yrði „rétt“ og ÞH leiðin var ekki „rétt“. Hófst nú nýr
tafaferill sem staðið hefur síðan og miðar að því koma í veg fyrir ÞH leiðina. Í
þessari viku er gert ráð fyrir því að sveitarstjórnin ógildi leiðavalið frá 8. mars
2018 og velji R leiðina, leið sem er óframkvæmanleg. Þá verður málið í þeirri
stöðu, að óbreyttu, að ekkert mun gerast næstu árin.
Það er misskilningur hjá hreppsnefndarmönnunum á Reykhólum að þeir ráði
vegagerð. Það er ríkið sem gerir það og Vegagerðin fyrir hönd þess rannsakar
og velur leið. Ríkið á vegina , borgar þá og heldur þeim við. Sveitarfélagið
leggur ekkert til. Sveitarstjórn getur neitað Vegagerðinni með því að gefa ekki út
framkvæmdaleyfi og gera ekki viðeigandi breytingar á skipulagi. En það þýðir
ekki að Ríkið verði að leggja vegina eins og sveitarstjórnin mæla fyrir um.
Vegalög
Í 28. grein vegalaga segir eftirfarandi:
Ákveða skal legu þjóðvega í skipulagi að fenginni tillögu Vegagerðarinnar
að höfðu samráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag
ekki á tillögu Vegagerðarinnar skal það rökstyðja það sérstaklega. Þó er
sveitarfélagi óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna
umferðaröryggis en tillagan felur í sér. [Skal Vegagerðin þegar við á leggja fram
mat á umferðaröryggi mismunandi kosta við vegarlagningu nægilega tímanlega
til að skipulagsnefnd geti tekið afstöðu til matsins við mótun aðalskipulagstillögu.]
Vegalög eru lög. Sveitarstjórnarmenn verður að hlíta lögum rétt eins og aðrir
þegnar landsins. Þarna segir í fyrsta lagi að lega vegar skuli ákveðin að fenginni
tillögu Vegagerðarinnar. Tillagan liggur fyrir og er um ÞH leið. Sú tillaga var
unnin í samráði fyrir Reykhólahrepp og að kröfu hans.
rökstuðningur enginn
Þá segir í öðru lagi að sveitarstjórn skuli rökstyðja það sérstaklega ef ekki
er fallist á tillöguna. Fyrir liggur að leiðtogar hreppsnefndar hafa samþykkt í
skipulagsnefnd hreppsins að setja R leið inn á aðalskipulag. Þetta þarf að rökstyðja
sérstaklega. En rökstuðingurinn er afar fátæklegur:
„Ljóst er að samfélagslegir hagsmunir Reykhólahrepps og
umhverfissjónarmiðum verði best borgið með Rleið. Undirritaðir telja að
umhverfisáhrif ÞH leiðar séu það umfangsmikil að sú leið verði aldrei fær“
Þetta stendur ekki undir því að geta kallast rökstuðningur. Umhverfismat fyrir
R leiðina hefur ekki farið fram en þær athuganir sem gerðar hafa verið á fyrri
stigum hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að umhverfisáhrif verði mikil og slæm. Eina
leiðin til þess að vita betur er með því að láta framkvæmda fullburða umhverfismat.
Það eru engin gögn sem styðja fullyrðinguna að umhverfissjónarmiðum verði best
borgið með R – leið. Meira að segja hreppsnefnd Reykhólahrepps andmælti ekki
Vegagerðinni á sínum tíma þegar ákveðið var að leggja frekari skoðun á umræddri
leið á hilluna.
Seinni hluti rökstuðningsins er aðeins mat tveggja mat um að ÞH leiðin verði
aldrei fær vegna umhverfisáhrifa. Það er líka í andstöðu við fyrirliggjandi gögn og
afstöðu flestra þeirra sem komið hafa að málinu.
Umferðaröryggi
Þá segir í lögunum að sveitarstjórn er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar
ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillaga Vegagerðarinnar. Þetta liggur
fyrir eftir öryggismatsúttekt á þeim fjórum möguleikum sem hafa verið nefndir.
Þar kom ÞH leiðin best út, það er með mest umferðaröryggi. En R – leiðin kom
langverst út, var sem sé hættulegasti kosturinn. Þetta þýðir einfaldlega að óheimilt
er að velja R leiðina. Það er lögbrot. Þeir tvímenningar hafa ekki lagt fram nein
gögn um öryggi R leiðina sem breytir öryggismatsútektinni. Þeir einfaldlega láta
sem lagaákvæðið komi þeim ekki við.
Út í ófæruna
Gangi það eftir, sem virðist fyrirsjáanlegt, að hreppsnefndin samþykki
tillöguna um Rleiðina kemur upp staða sem er algert einsdæmi. Valin veglína
sem enginn er til þess að framkvæma. Hefja þarf ferli um breytingar á skipulagi
og auglýsa þær. Þá mun Vegagerðin væntanlega mótmæla tillögunum og benda
á vegalögin. Það er vandséð hvernig Skipulagsstofnun getur hleypt tillögunum
áfram og mun ekki geta staðfest þær. Málið er sjálfdautt og á þá eftir að líta til
andófs og mótmæla þeirra annarra sem leggjast gegn R – leiðinni.
Sveitarstjórnin hefur engan framkvæmdaaðila til þess að standa straum af
kostnaði við umhverfismat og skipulagsbreytingar. Kostnaður við ÞH leiðina er
orðinn um 430 milljónir. Hver ætlar borgar hundruð milljóna króna við algerlega
nýtt ferli sem mundi taka mörg ár? Svarið er skýrt. Enginn. Ekki einu sinni
Hagkaupsbræður eða annað innlent auðvald. En Vestfirðingar munu líða fyrir
þvermóðskuna
Kristinn H. Gunnarsson
LEIÐARI
1. tölublað, 8. árgangur
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Kristinn H. Gunnarsson, sími: 892-7630, netfang: kristinn@kristinn.is.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 3.400 EINTÖKUM Á
ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
Anað úr ófæruna
– Vestfirðingum til ómælds skaða
Vestfirska vísnahornið
Vísnahornið hefst með framlagi
Indriða Aðalsteinssonar,
Skjaldfönn sem kemur
velortur undan jólum. Gefum honum
orðið:
Best er að taka kveðskapinn í
tímaröð og byrja um vetrarsólstöður:
Orða bundist ekki get
og því fagna mikið.
Hársbreidd eða hænufet
hefur myrkrið vikið.
Rúmlega tvö þúsund
Norðmannaheyrúllum var skipað út á
Hólmavík.
Norðmenn eflast hratt af heyjum,
hjálpa verðum þessum greyjum,
enda væri illur skellur,
ef að bústofn þeirra fellur.
Og svo sigldi rúlluflutningaskipið:
Rúllur hafa lagt frá landi,
líklega í góðu standi.
Norðmenn fagna út í eitt.
Ekki þurfi að fækka neitt.
Jólakveðja til Eiríks og Bjargar á
Grænhóli á Barðaströnd.
Gott er á Grænhól.
Glóir þar oft sól.
Fagurt og bjart ból.
best er þar um jól.
Strandamaðurinn sterki fékk vist í
heiðurshöllinni.
Strandamanna sómasveinn,
sanna met hans öll.
Öðrum fremur ekki neinn
á að búa í höll.
Þá er komið að áramótum.
Ekki er kostur okkar rýr,
yfir töfrum framtíð býr.
Lengir dag, þá léttast spor.
Láttu hug þinn dreyma vor.
Skaupið fór misjafnlega í fólk.
Aðalsteinn bóndi á Klausturseli í
Jökuldal fagnaði á fésbók,
fögrum og Gnarrlausum morgni
með endursýningu skaupsins að baki.
Upp er risinn afar fagur
hjá Aðalsteini Gnarrlaus dagur.
Ekki vill hann aftur sjá
ófétið á sínum skjá.
Eftirmáli: þessi vísa segir ekkert um
álit mitt á Jóni Gnarr eða skaupinu.
En það eru fleiri umdeildur á
ferðinni en Gnarrinn.
Vellygni Bjarni frár á ferð,
fantur af allra verstu gerð.
Auðvinaklíku hyglar hann
helst, með að gefa Landsbankann.
Það hefur aldrei þótt góð
búmennska að selja eða slátra bestu
mjólkurkúnum sínum.
Ráðsmennskan er raunaleg.
Reynist okkur Bjarni dýr.
Fari allt á versta veg
vantar okkur bráðum kýr.
Mér blöskraði og var hugsað
til granna minna í Árneshreppi
hvað samgöngur varðar, þegar
Reykhólamenn héldu því fram á
netinu að byggð þar myndist leggjast
af fengju þeir ekki væntanlegan
veg um hlaðið hjá sér. Páll Eyþór
Jóhannsson á þriðju og fjórðu
hendingu í eftirfarandi limru:
Teigsskógi gerður var greiði
í gegnum hann ágætis leiði.
Það raunar má sjá,
en raunalegt smá,
að Reykhólar leggjast í eyði.
Meira af vegamálum
Barðstrendinga. Eiríkur Jónsson er
harður Teigsskógsmaður.
Eiríkur er fær um flest.
Fjármanninn ég þekki best.
Er einn af mörgum þörfum þegnum
sem þræða vilja Teigsskóg gegnum.
Þjóðkunn kvæði má vel aðlaga
nútímanum svo sem í Hlíðarendakoti
eða fyrr var oft í koti kátt eftir Þorstein
Erlingsson.
Fyrr var oft í Klaustri kátt,
karlar ræddu saman.
Drukku fast og höfðu hátt.
Hentu að konum gaman.
Yfir glasi uxu þar
einatt skrýtnar sögur.
Þegar væflast var á bar
vetrarkvöldin fögur.
Þegar hríðarkastið um helgina var
gengið niður og orðið bjart fylgdist
ég með svartþrestinum mínum sem
settist að í trjágarðinum í haust,
hamast við að hakka í sig kjötafskurði
í hlaðvarpanum, ætlaði honum og
tófunum og datt þá í hug að þessi vaski
fugl ætti nú alveg skilið eina vísu.
Litli svarti kjánakall,
kvikur um sig ber.
Þrauka vill sá vinur snjall
veturinn hjá mér.
Endum þetta með vísu um
veðrabrigðin sem útlit er fyrir að verði
fram að næstu helgi.
Oss hefur vorið yfirgefið.
Austankári bítur nefið.
Yfir höfuð hött skal draga
og halda sig inni næstu daga.
Gleðilegan þorra.
Sláum botn í vísnahornið að þessu
sinni með vetrarsólstöðuvísu frá Jóni
Atla Játvarðssyni, hagyrðingnum
snjalla á Reykhólum, en þá var veðrið
annað og betra en síðustu daga:
Við mér sólin brosir björt
og bauð mér góðan daginn.
Undir morar moldin svört
og magnar blómahaginn.
Með góðum vetrarkveðjum
Kristinn H. Gunnarsson.
VETRARSÓL Á STRÖNDUM
„Vetrarsól á Ströndum’’ er lítil notaleg hátíð með
tónleikum, kvöldvöku, sögugöngu og fleiru. Fyrsta hátíðin
hefst á morgun og stendur yfir dagana 18.20. janúar 2019.
Dagskrá hátíðarinnar sjálfrar verður þannig:
18. janúar – föstudagur kl. 8:30 – 9:30
– Grunnskóli Hólmavíkur
SellóStína kveður og kennir rímnalög.
18. janúar – föstudagur kl. 20:30 – 21:30
– Hólmavíkurkirkja
íslensk þjóðlög og sönglög, meðal annars við texta
ljóðskálda úr Dölunum og af Ströndunum. – Jóhanna Ósk
Valsdóttir, söngur. Bjartur Logi Guðnason, píanó/orgel. Íris
Dögg Gísladóttir, fiðla. Kristín Lárusdóttir, selló.
19. janúar – laugardagur kl. 15:00-16:00
– Sauðfjársetrið
„Bábiljur og bögur í baðstofunni’’
„Ungir sem aldnir koma saman í baðstofunni. Fólk
getur unnið við eigið handverk, hlustað á sögur, langspil og
kveðskap og tekið þátt í samsöng um leið og vöffluhlaðborði
er skolað niður með kaffi, allt eftir því hvað hentar hverjum
og einum.’’
19. janúar – laugardagur kl. 20:30
– Bragginn á Hólmavík
Hinn þjóðkunni og stórskemmtilegi Svavar Knútur spilar
og skemmtir af sinni alkunnu snilld.
20. janúar – sunnudagur kl. 11:00
– Kaffi Galdur (fyrir utan)
Söguganga með Jóni Jónssyni þjóðfræðingi. Hægt að
kaupa heita og góða súpu eftir gönguna á Kaffi Galdri.