Vestfirðir - 17.01.2019, Blaðsíða 6

Vestfirðir - 17.01.2019, Blaðsíða 6
6 17. janúar 2019 R LEIÐIN ÚR SÖGUNNI Eftir að umferðaröryggismat á mismunandi vegkostum í Gufudalssveit var birt virðist vera fullljóst að R leiðin er úr sögunni. Sú leið fékk falleinkunn í öryggismatinu og því getur Vegagerðin ekki látið framkvæma hana. Vegamálastjóri Bergþóra Þorkelsdóttir  hefur sagt alveg skýrt að lög komi í veg fyrir slík áform. Það er einfaldlega  bannað með lögum. Vegir „skulu  uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega, merkinga og annarra þátta sem kveðið er á um í lögum þessum.“ Vilji Reykhólahreppur halda R leið til streitu þarf að breyta leiðinni og þá verður einfaldlega til A3 , sem er útfærsla Vegagerðarinnar á R leiðinni, enda hefur Vegagerðin frá upphafi sagt að R leiðin væri með miklum ágöllum og það yrði að lagfæra þá ef ætlunin væri að halda henni til streitu. R- leiðin langverst í umferðaröryggi Úr skýrslu um umferðaröryggismat fjögurra leiðakosta. Kostnaðarlega er Þ­H leiðin ódýrust. Hún  kostar um 7,2 milljarða króna en A3 leiðin er talin kosta 11,3 milljarða króna eða 4 milljörðum króna meira. R – leiðin kostar ekki minna en A3 leiðin, en til lítils er að kostnaðarmeta hana óbreytta. Óvissan er veruleg í mati á brúarkostnaðinum við A3 og gæti kostnaðurinn hækkað umtalsvert þegar betri upplýsingar liggja fyrir. D2 leiðin er dýrust, 6 milljörðum króna dýrari en Þ­H leiðin. Þ­H leiðin er fullfjármögnuð í tillögu að samgönguáætlun sem verður afgreidd á Alþingi innan fárra vikna. Verði A3 leiðin valin verður ekki hægt að setja framkvæmdaferli í gang. Það mun vanta a.m.k. fjóra milljarða og erfitt verður að áfangaskipta verkinu og láta hluta þess bíða þar til síðar þegar fjármagn fæst. Annar vandi við að velja A3 leið er að tímatöfin verður svo mikil að bæði Vegagerðin og Alþingi munu þurfa að taka ákvarðanir um ráðstöfun fjárins , 7 milljarða króna, til annarra brýnna verkefna sem verður hægt að vinna og ljúka á meðan beðið er eftir því að A3 komist á framkvæmdastig. REYKHÓLAR: R – LEIÐINNI MÓTMÆLT Á mánudaginn var sveitarstjóra Reykhólahrepps afhentur undirskriftalisti þar sem mótmælt er að R leiðin verði valin. Undir mótmælin skrifuðu 95 manns, þar af eru 623 með lögheimili í hreppnum og 33 utan hans, en það eru fasteigna­ eða jarðeigendur eða reka fyrirtæki í hreppnum. Textinn er svohljóðandi: Kristján Þór Eberneserson, bóndi á Stað sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi að meirihluti væri fyrir því í hreppnum að mótmæla R leiðinni. Íbúar í Reykhólahreppi voru 259 í byrjun ársins, þar af tæplega 200 á kjörskrá. Um þriðjungur atkvæðibærra íbúa í sveitarfélaginu hefur þannig lagst formlega gegn áformum um að velja R – leiðina og setja hana í aðalskipulag. Til samanburðar þá voru 52 undirskriftir í fyrravor, 8. febrúar 2018  fyrir R leiðinni á undirskriftalista sem þá fram kom. Flestir þeirra eiga lögheimili á hreppnum, en þó ekki allir. Undirskriftasöfnunin hafði þá þau áhrif á hreppsnefnd Reykhólahrepps að fresta því að framfylgja samþykkt um Þ­H leiðina og leitað var til Multiconsult um skýrslugerð. EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI VILTU AUGLÝSA Í VESTFJÖRÐUM? AUGLÝSINGASÍMINN ER 578-1190 AUGLÝSINGADEILDIN ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9:00 – 17:00

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.