Vestfirðir - 04.10.2018, Síða 4
4 4. október 2018
Yfir Vestfirðinga ríður eitt stofnanaáfallið
enn. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur fellt úr gildi rekstrarleyfi
fyrir 17.500 tonna laxeldi í sjó í Patreksfirði og
á Tálknafirði. Óafgreiddar eru kærur um sjálft
starfsleyfið. Stofnanir inn framkvæmdasvaldsins
takast á um laxeldið. Úrskurðarnefndin finnur að
gerðum Skipulagsstofnunar og Matvælastofnunar
og tekur nú til meðferðar kæru á Umhverfisstofn-
un. Þessi stofnanasirkus hefur þá einu niðurstöðu
í för með sér að uppbygging laxeldis í sjó á Vestfjörðum tefst og jafnvel
stöðvast eins í Ísafjarðardjúpi.
Deilt um peninga
Átökin snúast ekki um hárfína lögfræði. Lagaþræturnar sem andstæðingar
laxeldis bjóða upp á eru birtingarmynd átaka, afleiðing en ekki orsök. Átök
snúast ekki heldur um vernd laxastofna. Áratuga fiskrækt með hrognakok-
teilum bæði innlendum og erlendum í velflestum ám landsins staðfesta að
markmiðið var að efla stangveiðina en ekki að vernda staðbundna stofna.
Þetta snýst um peninga og ekkert annað. Flóknara er málið ekki.
Fyrir Vestfirðinga snýst málið líka um peninga. Af laxeldi í sjó má vænta
þess að hafa miklar tekjur, fjölda starfa, fjölgun íbúa og hækkandi verðmæti
verðlítilla íbúða. Laxeldið í sjó uppfyllir líka að vera það eina sem staðið
hefur til boða síðustu 20 árin: að vera eitthvað annað.
Stefnan mörkuð 2004
Fyrir hálfum öðrum áratug gerðu stjórnvöld sátt í málinu. Mörkuð var sú
stefna að banna laxeldi í sjó um allt land, nema þar sem stangveiðihags-
munirnir voru hverfandi. Frá þeim tíma hefur eldið aðeins verið leyft á Vest-
fjörðum, hluta af Austfjörðum og í Eyjafirði. Þarna var gengið mjög langt
til móts við áhrifamikinn og háværan hóp veiðiréttindamanna. Við þetta
samkomulag hefur verið staðið. En innan stangveiðihópsins eru menn sem
vilja enga sátt. Þeir hafa grafið undan samkomulaginu og hafa sterk tök inn-
an margar stjórnmálaflokka, að ekki sé talað um nokkrar stofnanir sem eru
undirlagðar talibönum að þessu leytinu til. Þar hefur Hafrannsóknarstofnun
verið misnotuð til þess að skapa þá trú að laxeldi sé sérstaklega varasamt
fyrir land og þjóð. Svonefnt áhættumat hefur ekki gengið í gegnum vísinda-
lega prófraun og er hvergi til í heiminum, en er engu að síður notað sem
vísindaleg rök gegn laxeldinu.
Laxeldið gefur miklar tekjur
Fyrirsjáanlegt er að laxeldið mun gefa miklar tekjur. Útflutningstekjur 2016
af um 10 þúsund tonna framleiðslu voru um 10 milljarða króna og er þó
laxeldið enn á byrjunarstigi. Stangveiðin gefur miklu minna af sér. Miðað
við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2004 má ætla að beinar
tekjur hafi verið 3,5 – 4 milljarðar króna. Fimmtíu þúsund tonna framleiðsla
á Vestfjörðum, sem meira að segja Hafrannsóknarstofnun segir mögulega,
myndi gefa um 50 milljarða króna í útflutningstekjur á hverju ári. Því myndi
fylgja um 800 störf bein og óbein og mannfjölgun á Vestfjörðum gæti orðið
um 1800 manns sé miðað við mat KPMG sem unnið var á síðasta ári. Ætla
má að unnt verði hæglega að framleiða 150 þúsund tonn á Íslandi. Gengi
það eftir væri búið að auka tekjur þjóðarinnar um 150 milljarða króna og fer
þá að slaga upp í sjávarútveginn.
Þessi möguleikar eru raunhæfir, verðið á laxinum er gott og því spáð
að svo verði næstu ár, fjárfestar eru fúsir til þess að setja peninga í upp-
bygginguna og greinin tekjur framförum jafnt þétt í búnaði og öðru varð-
andi reksturinn. Fiskeldi er mjög vaxandi í heiminum og Sameinuðu þjóð-
irnar kalla eftir auknu fiskeldi til þess að mæta aukinni fæðuþörf heimsins
vegna fólksfjölgunar.
Stangveiðin verður áfram
Engin ástæða er til þess að ætla að laxeldið hafi skaðleg áhrif á villta
laxastofna og því mun sú atvinnugrein eiga sína möguleika áfram. Í opin-
berri umræðu hér á landi fara hátt ýkjur um hættur af laxeldi. Ekkert er þó
handfast eða staðfest um blöndun stofna, aðeins tilgátur og upphlaup.
Skæruliðastjórnmál
Öfgar og óbilgirni eru orðin að alvarlegasta vandamáli íslenskra stjórnmála.
Talibanarnir innan veiðiréttarhópsins virða ekkert nema eigin kröfur og
standa ekki við markaða stefnu stjórnvalda. Við þetta bætist svo að nátt-
úruvernd er í hugum töluverðs hóps ofar öllu öðru og þar með talið þörfum
fólks víða um land. Venjulegt alþýðufólk á Vestfjörðum á ekki bandamann í
hópi þessara skæruliða sem hefur sótt í ráðandi störf hjá opinberum stofn-
unum sem huga að umhverfismálum. Sjást merki um það í hverju hags-
munamáli Vestfirðinga á fætur öðru að helstu tálmanirnar er að finna inn-
an stofnana ríkisins í formi einstrengislegrar túlkunar á lögum og skorts
á vilja til lausna. Mál er að linni. Annars verða landsmenn sviptir miklum
möguleikum til efnahagslega ávinnings.
Kristinn H. Gunnarsson
LEIÐARI
12. tölublað
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Kristinn H. Gunnarsson, sími: 892-7630, netfang: kristinn@kristinn.is.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is
FrÍbLAÐINU er DreIFt Í 3.400 eINtÖkUM Á
ÖLL HeIMILI oG FYrIrtÆkI Á VeStFJÖrÐUM
Skæruliðar innan
stofnana
Vestfirska vísnahornið
Jón Atli Játvarðsson á Reykhólum
hefur sjálfsagt fylgst agndofa með
fréttum af Orku náttúrunnar eins
og velflestir landsmenn. Honum varð að
orði að það hefði orðið útsláttur:
Orkuskiptin eru hafin,
útslagið við mælir fraus.
Einhver tengill illa skafinn
orðinn kapall rafmagnslaus.
Endaði með auknum harmi
eins, á rásum ljósvakans.
Burtu rann á reiðhjólsgarmi
með ryðgað stolt til Bjarmalands.
Indriði á Skjaldfönn minnist á skýr-
slu Hannesar Hólmsteins um orsakir
hrunsins fyrir áratug, sem loksins leit
dagsins ljós eftir langa mæðu:
Hannes á leiðindin lítur.
Líðst ekki á Davíð neinn skýtur.
Hann smúlar og smúlar,
púlar og púlar
uns karlinn er loks orðinn hvítur.
Jón Atli yrkir líka um skýrslu Hann-
esar í orðastað hans:
Fór ég yfir einhver gögn.
Engin þekkt er syndin.
Um glapræði er grafarþögn
og glansar fegruð myndin.
Klökkur yfir trausti og trú
sem tekin var að láni.
Mældist hraði á mjólkurkú
sem moldvörpu á Skáni.
Útkoman nú öllum kunn
og endaslöpp við metum.
Teljum þetta gagnagrunn
og gerum súg að Bretum.
Botninn í þáttinn slær Indriði á
Skjaldfönn:
Flest Reykjavíkurbréf áðurnefnds
Davíðs ganga út á það að bera blak af
núverandi Bandaríkjaforseta.
Ennþá skapar Trumpur tjón
títt, um lönd og álfur.
Það er vont að vera flón
og vita ei af því sjálfur.
Með haustkveðjum
kristinn H. Gunnarsson
Laxeldi:
rekstrarleyfið fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála hefur fellt úr
gildi rekstrarleyfi sem Mat-
vælastofnun veitti Fjarðarlax ehf fyr-
ir 10.700 tonna ársframleiðslu á laxi.
Sama dag felldi nefndin einnig úr gildi
rekstrarleyfi Artic Sea Farm fyrir 6.800
tonna ársframleiðslu á laxi. Bæði leyfi
náðu til framleiðslu í opnum sjókvíum
í Patreksfirði og á Tálknafirði og voru
þau veitt 22. desember 2017.
Óafgreiddar eru hjá nefndinni þrjár
kærur þar sem kærð er sú ákvörðun
Umhverfisstofnunar að veita fyrirtækj-
unum tveimur starfsleyfi fyrir sama
eldi.
Ríkisstofnanir kærðar
Kærðar eru í þessum fimm málum
ríkisstofnanirnar Matvælastofnun og
Umhverfisstofnun. Auk þeirra kemur
Skipulagsstofnun ríkisins að málinu
vegna álits stofnunarinnar á skýrslu
um mat á umhverfisáhrifum, sem er
grunnskjal í málum sem þessum. Taldi
Skipulagsstofnun að skýrslan uppfyllti
skilyrði laga og reglugerðar um mat
á umhverfisáhrifum. Krafist var að
rekstrarleyfin yrðu felld úr gildi. Varð
úrskurðarnefndin við kröfunni.
Kærendur eru:
Náttúruverndarsamtök Íslands, nátt-
úruverndarsamtökin Laxinn lifi,
Akurholt ehf. og Geiteyri ehf., eigend-
ur Haffjarðarár í Hnappadal, Ari P.
Wendel, eigandi Kirkjubóls í Arnarfirði
og veiðiréttarhafi í Fífustaðadal, Víðir
Hólm Guðbjartsson, eigandi Grænu-
hlíðar í Arnarfirði og veiðiréttarhafi í
Bakkadal, Fluga og net ehf., rekstrar-
félag Vatnsdalsár á Barðaströnd, Atli
Árdal Ólafsson, eigandi hluta veiði-
réttar í Hvannadalsá, Langadalsá og
Þverá í innanverðu Ísafjarðardjúpi og
Varpland ehf., eigandi hluta veiðiréttar
í Langadalsá og Hvannadalsá, og veiði-
félag Laxár á Ásum.
Úrskurðarnefndin snýr við
blaðinu
Deilt var um kæruaðild. Matvælastofn-
un hélt því fram að kæran væri van-
reifuð varðandi aðild og hagsmuni
kærenda. Ekki væri skýrt í kærunni
hverjir hinir lögvörðu hagsmunir væru
í tilviku kærenda hvers og eins eða fyr-
ir þá sameiginlega. Lögum samkvæmt
gætu aðeins þeir kært sem ættu lögvarða
hagsmuni og úrskurðarnefndin hefði
með úrskurði 97/2016 markað þá
niðurstöðu að allir kærendur aðrir en
Náttúruverndarsamtök Íslands og nátt-
úruverndarsamtökin Laxinn lifi hefðu
ekki lögvarða hagsmuni. Undanþágu-
ákvæði laganna heimilaði hins vegar
útivikstar- og hagsmunasamtökum að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum að
eiga kæruaðild að máli. Í umræddum
úrskurði sem fjallaði um resktrarleyfi
sem Matvælastofnun veitti vegna sjó-
kvíaeldis í Arnarfirði í maí 2016 segir
að kærendur séu „eigendur Haffjarð-
arár í Hnappadal á Snæfellsnesi. Um
er að ræða laxveiðiá sem rennur til
sjávar á sunnanverðu nesinu. Laxeldið
sem hið kærða starfsleyfi heimilar er í
Arnarfirði á Vestfjörðum, fjarri nefndri
á. Verður ekki séð með vísan til þessa
að kærendur hafi hagsmuna að gæta
umfram þá hagsmuni sem almenna má
telja. Slíkir hagsmunir nægja ekki einir
og sér til kæruaðildar að málum fyrir
úrskurðarnefndinni, svo sem áður hef-
ur komið fram.“
Meðal kærenda nú voru einmitt
sömu fyrirtæki Geiteyri ehf og Akur-
holt ehf og úrskurðarnefndin breytir
afstöðu sinni og samþykkir í fyrsta lagi
kæruaðild þeirra sem fara með hags-
muni veiðiréttarhafa í ám á Vestfjörð-
um vegna nándar við fyrirhugað laxeldi
og í öðru lagi samþykkir rétthafa vegna
Haffjarðarár og Laxár í Ásum með þess-
um rökstuðningi:
„Tvær síðarnefndu árnar eru því
í mikilli fjarlægð frá umræddu eldi
og eru staðhættir þannig að ef til þess
kæmi að lax slyppi úr eldiskvíum væru
umtalsverðar hindranir því í vegi að
hann leitaði í þær ár. Það sýnist þó
ekki útilokað, sérstaklega þegar til þess
er litið að fyrir liggur staðfesting Haf-
rannsóknastofnunar á því að veiðst
hafi eldislax í Vatnsdalsá, sem fellur til
sjávar á sama stað og Laxá á Ásum, en
ekkert sjókvíaeldi er þar nærri.“ Allir
þrír nefndarmenn í fyrri úrskurðinum
sátu einnig og úrskurðuðu í seinni úr-
skurðinum.
Skortur á samanburði valkosta
Það sem veldur því að úrskurðarnefndin
fellir rekstrarleyfið úr gildi sem Mat-
vælastofnun hafði veitt er að aðeins
var tekið til umhverfismats sjókvíeldi
á lax. Segir nefndin „að ekki verði við
það unað að aðeins sé í mati á um-
hverfisáhrifum að einungis séu metin
umhverfisáhrif eins valkosts.“ Fari af
þeim sökum ekki fram sá nauðsynlegi
samanburður á umhverfisáhrifum fleiri
kosta til þess að leyfisveitandi geti tek-
ið upplýsta afstöðu að fullrannsökuðu
máli. Snýr þessi gagnrýni einkum að
Skipulagsstofnun sem fer með það hlut-
verk í umsóknarferlinu að fylgjast með
gerð mats á umhverfisáhrifum og gera
athugasemdir ef mats fylgir ekki lögum
og reglum. Skipulagsstofnun gerði ekki
athugasemdir við að aðeins einn kostur
var tekinn til mats. Gaf stofnunin út
sitt álit á matsskýrinu fyrirtækisins eins
og lög mæla fyrir um og segir um það:
„Skipulagsstofnun telur að matsskýr-
slan uppfylli skilyrði laga og reglugerð-
ar um mat á umhverfisáhrifum.“
Úrskurðarnefndin færir svo í
löngu mál rök fyrir því að bera þurfi
saman mismunandi kosti og vísar til
Hæstaréttardóms frá 16.2. 2017 um
Suðurnesjalínu 2 til stuðnings þeirri
lagatúlkun. Því til viðbótar má vísa á
úrskurð úrskurðarnefndarinnar frá okt
2016 varðandi Þeistareykjarlínu. Þar
var einmitt framkvæmdaleyfi sveitar-
stjórnar fellt úr gildi á sömu forsendu.
Skipulagsstofnun vissi
Það er athyglisvert að þarna eiga í hlut
fjórir aðilar innan framkvæmdavalds-
ins eða á stjórnsýslustigi eins og það
heitir. Fyrir utan úrskurðarnefndina
er það Skipulagsstofnun, sem veitir álit
á umhverfismatið, Umhverfisstofnun
sem veitir starfsleyfi og Matvælastofn-
un sem veitir rekstrarleyfi.
Ráðherra skipar alla nefndar-
menn. Hann velur formann og vara-
formann og fær tilnefningu um aðra
frá Hæstirétti. Úrskurðarnefndin
hefur lokaorðið og bindur hendur
ráðherra. Hins vegar er hægt að bera
úrskurðina undir dómstóla. Eftir
Hæstaréttardóminn um Suðurnesja-
línu 2 og úrskurð nefndarinnar um
Þeistareykjarlínu máttu ríkisstofnan-
irnar Skipulagsstofnun og Umhverfis-
stofnun vita hvernig línurnar lágu sem
lagðar voru þarmeð, enda komu þær
að Þeistareykjalínu málinu. Þessi vit-
neskja lá fyrir meðan leyfisumsóknin
var til meðferðar hjá Matvælastofn-
un. Þegar Skipulagsstofnun hleypir
fram án athugasemda umhverfismati
með aðeins einum valkosti var verið
að leggja upp í hendurnar á vænt-
anlegum kærendum leið til þess að
vinna kærumálið. Spurningar hljóta
að vakna um framgöngu Skipulags-
stofnunar. Matvælastofnun verður líka
að skýra það hvers vegna hún lét sem
hún vissi ekki af fyrirliggjandi afstöðu
úrskurðarnefndarinnar og Hæstaréttar.
Úrskurðarnefndin situr uppi líka með
óútskýrða stefnubreytingu um rétt til
aðildar að kæru.
Framkvæmdaaðilar í laxeldi í sjó
eiga ekki létt verk fyrir höndum að
glíma við fjórhöfða stofnanaþurs þar
sem hatrammir andstæðingar laxeldis
í sjó virðast vera innanbúðarmenn í
lykilstöðum.