Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 2

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 2
2 Njótið sumarsins! VLFA býður félagsmönnum sínum upp á góðan sparnað í sumarfríinu Afsláttur í ferjurnar Herjólf og Baldur Félagsmenn geta keypt afsláttarein- ingar í Vestmannaeyjarferjuna Herj- ólf og Breiðafjarðarferjuna Baldur. Afslátturinn nemur á bilinu 40-60% og kemur sér vel ef ferðinni er heitið út í eyjar. Ódýrara í göngin Félagsmenn geta einnig keypt stak- ar ferðir í gegnum Hvalfjarðargöngin á 600 krónur á skrifstofu félagsins. Stök ferð í gegnum göngin kostar enn 1000 krónur sé hún keypt í gjaldskýlinu. Veiðileyfi og tjaldstæði Félagar í VLFA, makar þeirra og börn innan 16 ára geta fengið frítt veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni í Svínadal. Einnig eiga félagsmenn frían aðgang að tjald- stæði á Þórisstöðum. Félagatal liggur frammi hjá staðarhaldara svo félagar geta einfaldlega mætt á svæðið með persónuskilríki. Nr 1. 1. árgangur 3. júní 2003 Útgefandi: Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 - 300 Akranes Sími: 430-9900 - Fax: 430-9901 Netf.: skrifstofa@vlfa.is og vlfa@vlfa.is Heimasíða: www.vlfa.is Ábm: Vilhjálmur Birgisson Hönnun: Aðalsteinn S. Sigfússon Umsjón texta: Jóhanna G. Harðardóttir Umbrot: Uppheimar Prentun: Prentverk Akraness Félagsmenn VLFÍ geta fengið ókeypis lögfræðiráðgjöf hjá lögmanni félagsins með því að panta sér viðtalstíma á skrifstofu félagsins í síma 430-9900. Ingólfur Hjartarson lögmaður hefur reynst félagsmönnum styrk stoð í ýms- um málum. Hagnaðarhlutdeild sem starfsmann Íslenska járnblendifélagsins fengu greidda nam um 7 milljónum. Ennfremur má nefna að Ingólfur hefur unnið í málum þeirra aðila sem lentu í rútuslysi verkafólks Norðuráls, starfsþmanna síldarbræðslunnar sem fengu greiddar liðlega 2 milljónir úr samningum hans, starfsfólks heimilis- hjálpar, nokkurra starfsmanna Klafa og svo mætti lengi telja. Störf Ingólfs fyrir félagið hefur á síðastliðnu ári skilað félagsmönnum VLFA u.þ.b. 14 milljónum króna og í öllum tilfellum hafa tekist sættir án dóma. Lögfræðiþjónusta í boði félagsins Félögum gefst kostur á að lækka sumarfrís- kostnaðinn með ýmsum hætti. Rétt rúmir 18 mánuðir eru liðnir síð- an ný stjórn tók við í Verkalýðsfélagi Akraness. Á þessum 18 mánuðum hefur félagið tekið algjörum stakkaskiptum til hins betra. Það voru mörg brýn mál sem biðu nýrrar stjórnar þegar hún tók við félaginu. Innheitu- og iðgjaldaskráning félagsins var í verulegum ólestri en tekist hefur að koma þeim málum í það horf sem þau þurfa að vera. Það er grundvallarforsenda þess að starfsemi félagsins geti verið með eðlilegum hætti. Þegar ný stjórn tók við var fjárhagsstaða Verkalýðsfélags Akraness afar bágborinn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þá hafði félagið verið rekið um tíma með yfirdráttarláni sem sýnir hversu alvarleg staða þess var orðin. Núverandi stjórn tókst á einu ári að snúa þessari þróun við og er ólíkt um að litast þegar fjárhagur félagsins er skoðaður. Heildarhagnaður félagsins jókst um 115% á fyrsta heila starfsári nýrrar stjórnar. Stjórn félagsins hefur á þeim stutta tíma sem hún hefur haldið um stjórnartaumana oft þurft að taka á mjög erfiðum málum þar sem við réttindi félagsmanna hafa verið í húfi. Ágreiningur hefur til að mynda komið upp um túlkun á kjarasamningum. Í öllum þessum málum hefur náðst niðurstaða. Í heildina hefur þessi réttindabarátta skilað félagsmönn- um VLFA um 14 milljónum króna. Stöndum vörð um áunnin réttindi Það er og verður stefna stjórnar félagsins að standa einarðlega vörð um öll áunnin réttindi félagsmanna og mun stjórn félagsins ekki horfa í tíma né kostnað í þeirri réttindabaráttu. Stjórn félagsins hefur verið að leita leiða til að auka og bæta þjónustu við félagsmenn eins og kostur er og er útgáfa þessa fréttabréfs einn liður í þeim efnum. Sú þjónusta sem stjórn félagsins er hvað ánægðust með er aðstoð við gerð skattaframtala fyrir fullgilda félagsmenn en tugir félagsmanna nýtta sér þessa aðstoð nú í byrjun árs. Einnig er stjórn stolt af jólaballinu sem félagið heldur og býður börnum fullgildra félagsmanna. Ekki er heldur hægt annað en að minnast á hækkun sem orðið hefur á sjúkradagpeningum frá því ný stjórn tók við sjóðnum. Nemur sú hækkun 33 prósentum og eru sjúkradagpeningar hjá Verkalýðsfélagi Akraness orðnir með því besta sem gerist innan Starfsgreina- sambands Íslands. Félagsmönnum fjölgaði um 200 á síðasta ári sem gefur ótvírætt til kynna að félagsmenn eru ánægðir með þá þjónustu sem félagið veitir, þó að vissulega megi alltaf gera betur í þeim efnum. Við setjum markið hátt. Markmið núverandi stjórnar er að Verkalýðsfélag Akraness verði það stéttarfélag á Íslandi sem mest og best þjónar sínum félagsmönnum hér á landi. Með viljann að vopni er allt hægt. Gleðilegt sumar. Ágætu félagsmenn Vilhjálmur Birgisson.

x

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness
https://timarit.is/publication/1854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.