Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 5

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 5
5 Endurbætur Orlofshús og íbúðir félagsins hafa fengið andlitslyftingu í vor og margt endurnýjað í húsunum. Skipt var um eldhús- og baðinnréttingar í öllum orlofsíbúðum félagsins á Akureyri og bústaðirnir í Húsfelli, Hraunborgum og Svínadal voru lakkaðir að inna. Íbúðir félagsins við Furulund á Akureyri eru uppbókaðar fyrir löngu. Það sama má segja um bústaðinn í Húsafelli og nýja raðhúsið í Stykkishólmi er einnig að verða fullbókað. Fáeinum vikum er enn óráðstafað í Hlíð á Hval- fjarðarströnd og nokkrar stakar vikur eru lausar í Svínadalnum, Ölfusborgum, Hraunborgum í Ölfusi og í Klifabotni í Lóni. Tekið er við pöntunum á skrifstofu félagsins. Útleiga í vetur Ásókn í helgardvöl í bústöðum félags- ins yfir veturinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Helgardvölin kostar 7.500 krónur fyrir félagsmenn og er þá miðað við að dvalið sé frá föstudegi til mánudags, nema í Hlíð þar sem þarf að skila á sunnudegi. Fullt var í öllum bústöðunum yfir jól, áramót og páska og mjög margir notuðu tækifærið að taka sér aukafrí í bústað yfir helgi í góðu veðri síðastliðinn vetur. Búist er við að bústaðirnir verði vel bókaðir næsta vetur svo það er gott að hafa tímann fyrir sér að panta pláss fyrir hátíðirnar. Gagngerar endurbætur á sumarhúsum félagsins Sumarhúsin er geysilega vinsæl og nú eru aðeins örfáum vikum óráðstafað af sumardvöl þessa árs Miklar endurbætur hafa verið gerðar á orlofshúsum félagsins í vor. Til að mynda var skipt var um eldhús- og baðinnréttingar í öllum orlofsíbúðum félagsins á Akureyri. Bústaðirnir í Húsfelli, Hraunborgum og Svínadal voru lakkaðir að inna. Nýjasti kosturinn í orlofsíbúðum félagsins er í nýju raðhúsi að Laufásvegi 21-31 í Stykkishólmi. Íbúðirnar í húsinu er einstaklega vistlegar eins og dæmin hér að ofan sýna. Fylgist með á vefnum Vefsíða félagsins er hafsjór af fróðleik og fréttum Síðan er að jafnaði uppfærð daglega og þar má finna allar upplýsingar sem félagsmenn þurfa á að halda. Fréttir af samningaviðræðum og öðrum við- fangsefnum stjórnar og ýmissa nefnda eru uppfærðar um leið og staðan breytist og einnig er þar að finna upp- lýsingar um þjónustu sem stendur félagsmönnum til boða. Hægt er að senda inn fyrirspurnir á vefnum og er þeim svarað greiðlega á netfang spyrjenda. www.vlfa.is

x

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness
https://timarit.is/publication/1854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.