Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 7

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness - jún. 2005, Blaðsíða 7
7 KYNNINGARFUNDUR Laugafiskur hf. boðar fund með íbúum Akraness þriðjudaginn 7. júní kl. 17:30 að Kirkjubraut 40, 3. hæð, í sal Verkalýðsfélags Akraness. Á fundinum verður kynnt hvað fyrirtækið er að gera til að draga úr lyktarmengun. Allir velkomnir! Verðlaun fyrir góða frammistöðu í verklegum greinum eru hvatning til að auka veg og virðingu handverks og verkmennta innan Fjölbrautaskólans.Hér taka Sindri Hlífar Guðmundsson og Vésteinn Sigmundsson við verðlaununum úr hendi Harðar Ó. Helgasonar skólameistara FVA. Ljósm. G.H. Stjórn VLFA hefur ákveðið að veita árlega hvatningarverðlaun þegar nem- endur útskrifast úr húsasmíði í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Er hér um að ræða nemendur sem ná framúrskarandi árangri í verklegum greinum. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti þann 20. maí s.l. og voru það Sindri Hlíf- ar Guðmundsson og Vésteinn Sigmunds- son sem hlutu bókina „Verk að vinna“ sem viðurkenningu fyrir árangur sinn. Með verðlaununum vill VLFA leggja sitt af mörkum til að auka veg og virð- ingu handverks og verkmennta við Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Hörður Helgason skólameistari Fjöl- brautaskólann þakkaði VLFA og sagði að þessi hvatning og góður hugur væri skól- anum mikils virði. Hvatningarverðlaun VLFA Tveir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands fengu hvatningarverð- laun frá VLFA fyrir frammistöðu sína í verklegum greinum Munið heimasíðuna! www.vlfa.is Skrifstofa félagsins Afgreiðslutími Skrifstofa Verkalýðsfélag Akraness er að Sunnubraut 13. Hún er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294. Félags- og fundaraðstaða Félagið er með skrifstofu og fundaraðstöðu að Sunnubraut 13 en allir stærri fundir eru haldnir í húsnæði félagsins að Kirkjubraut 40. Þjónusta við félagsmenn Skrifstofa félagsins annast alla þjónustu fyrir félagsmenn, svo sem aðstoð vegna kaup og kjaramála, upplýsingar um réttindi vegna veikinda og slysa, útleigu orlofsíbúða og orlofshúsa. Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir upplýsingum og annarri aðstoð. Lögfræðiþjónusta Félagsmenn geta fengið ókeypis lögfræðiráðgjöf hjá lögmanni félagsins með því að panta sér viðtalstíma á skrifstofu félagsins í síma 430-9900. Félagsgjöld Skrifstofa félagsins annast innheimtu á félagsgjöldum og skyldum gjöldum. Félagsgjald er 1% af launum og skila launagreiðendur því ásamt skyldum gjöldum (sjúkrasjóðs-, orlofssjóðs- og starfsmenntasjóðsgjöldum) til félagsins. Starfsmenn skrifstofu Vilhjálmur Birgisson, formaður vilhjalmur@vlfa.is Hugrún Olga Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri - hugrun@vlfa.is Auður Finnbogadóttir, starfsmaður audur@vlfa.is

x

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness
https://timarit.is/publication/1854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.